Frambjóðandi til formanns VR í heimsókn

Í mars verður gengið frá kjöri á formanni VR. Alls gefa sjö frambjóðendur kost á sér. Einn af þeim er Páll Örn Líndal. Þess má geta að hann hefur komið sér upp heimasíðu www.pall-lindal.is. Þar má nálgast frekari upplýsingar um framboðið. Páll kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélganna í morgun. Þar ræddi hann um verkalýðsmál við Aðalstein formann Framsýnar, Snæbjörn Siguðarson formann Deildar Verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Ágúst Óskarsson fyrrverandi formann Verslunarmannafélags Húsavíkur.   Read more „Frambjóðandi til formanns VR í heimsókn“

Viðræðum fram haldið á eftir

Nú kl. 10:00 munu viðræður fulltrúa Framsýnar og smábátaeigenda á félagssvæði Framsýnar halda áfram. Markmiðið er að ganga frá kjarasamningi fyrir sjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn. Slíkur samningur hefur ekki verið til fram að þessu. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðustu vikurnar og hafa gengið vel. Hugsanlega munu þær fara langt í dag.

Athyglisverð könnun ASÍ um launastefnu

Alþýðusamband Íslands sá ástæðu til að gera könnun á viðhorfi Íslendinga til sameignlegrar launastefnu og hvort starfsfólk í útflutningsgreinum ætti að njóta góðrar afkomu í sjávarútvegi með sérstökum hækkunum til þeirra.

Að sjálfsögðu var passað upp á að spurningin væri villandi, væntanlega til að fá fram hentuga niðurstöðu sem tókst með miklum ágætum því um 94% svarenda lýstu yfir stuðningi við samræmda launastefnu, meðan aðeins 6% svarenda vildi sjá sérstakar hækkanir til starfsfólks í útflutningsgreinum, en þar hefur verið bullandi góð afkoma. Read more „Athyglisverð könnun ASÍ um launastefnu“

Málmiðnaðarmenn álykta með Þingeyingum

Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri (FMA) var haldinn í gær, laugardaginn 26. ferbrúar. Hákon Hákonarson var endurkjörinn sem formaður félagsins. Félagssvæði þess er Akureyri, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit og aðrir hreppar Eyjafjarðarsýslu, einnig Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Þrjár ályktanir voru samþykktar á fundinum. Í fyrsta lagi um uppbyggingu atvinnulífsins í Þingeyjarsýslu, í öðru lagi um Vaðalheiðargöng og í þriðja og síðasta lagi var samþykkt ályktun um áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Read more „Málmiðnaðarmenn álykta með Þingeyingum“

Framsýn leggur fram sóknaráætlun í atvinnumálum

Í gær gengu fulltrúar Framsýnar- stéttarfélags á fund ríkistjórnar Íslands til að kynna fyrir þeim sóknaráætlun félagsins í atvinnumálum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt Sigurði Snævarr efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar tóku á móti gestunum frá Húsavík. Að hálfu Framsýnar tóku Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar og Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður þátt í fundinum. Fulltrúar Framsýnar gerðu fulltrúum ríkistjórnarinnar grein fyrir sóknaráætlun félagsins í atvinnu- og byggðaþróun.

Read more „Framsýn leggur fram sóknaráætlun í atvinnumálum“

Fyrsti samningafundurinn með LS í gær

Fyrsti samningafundurinn með Landssambandi smábátaeigenda vegna kjarasamnings fyrir starfsmenn sem starfa við ákvæðisvinnu við línu og net fór fram í höfuðstöðvum þeirra í gær að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Fulltrúar Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Verkalýðsfélags Akraness lögðu fram sínar kröfur auk þess sem gengið var frá viðræðuáætlun milli aðila. Read more „Fyrsti samningafundurinn með LS í gær“

Framsýn gengur á fund ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag

Fulltrúar Framsýnar- stéttarfélag munu ganga á fund með fulltrúum ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag í Stjórnarráðinu. Þar mun Framsýn kynna hugmyndir félagsins varðandi atvinnuuppbyggingu og sóknarfæri í atvinnumálum í Þingeyjarsýslum. Nánar verður fjallað um fundinn á heimasíðu félagsins á morgun. Innan Framsýnar er 2.200 félagsmenn og nær félagssvæðið frá Vaðlaheiði allt austur á Raufarhöfn. Read more „Framsýn gengur á fund ríkistjórnarinnar kl 15:30 í dag“

Úrskurði kjararáðs mótmælt og yfirlýsingum FÍB

Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Helstu málefni fundarins voru eftirfarandi. Farið var yfir stöðu kjaraviðræðna, gert var grein fyrir ávöxtun fjármuna félagsins, fjallað var um bréf sem borist hafa til viðbótar frá verkafólki utan félagssvæðis Framsýnar sem óskar eftir inngöngu í félagið. Jafnframt var fjallað um úrskuð kjaradóms og ummæli framkvæmdastjóra FÍB sem talað hefur niður framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng. Stjórnin taldi ástæðu til að álykta um þessi tvö atriði. Þá voru tekin nokkur erindi fyrir sem borist hafa félaginu auk þess sem gengið var frá metnaðarfullri sóknaráætlun í atvinnumálum sem unnin hefur verið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Til stendur að ganga á fund ríkistjórnarinnar síðar í þessari viku þar sem gert verður grein fyrir áætluninni. Read more „Úrskurði kjararáðs mótmælt og yfirlýsingum FÍB“

Starfsfólki HÞ boðið upp á kynningu

Réttur til atvinnuleysisbóta!

Vegna þeirra uppsagna og skerðinga á starfshlutfalli sem nokkrir starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa orðið fyrir, hafa stéttarfélögin fengið Soffíu Gísladóttur forstöðumann Vinnumálastofnunar á N-eystra til að sitja fyrir svörum í fundarsal félaganna að Garðarsbraut 26, miðvikudaginn 2. mars á tímabilinu kl. 15:00 til 16:00. Read more „Starfsfólki HÞ boðið upp á kynningu“

Stutt hugleiðing um Landsbyggðina, auðlindir & Skatta

Frá hruni hins íslenska bankakerfis hefur margt breyst. Staða íslenska ríkisins er með þeim hætti að talið hefur verið nauðsynlegt að auka skattbyrði á íbúa og fyrirtækja landsins. Að auki hefur verið gripið til svokallaðra hagræðingaraðgerða þar sem skorið hefur verið niður fjármagn til velferðarmála og framkvæmda á vegum ríkisins.

Tillögur þess efnis að eðlilegt sé að auðlindir samanber fiskurinn í sjónum og orkuauðlindirnar skulu vera sameign þjóðarinnar hafa verið mikið til umræðu. Að auki er rætt um að þau fyrirtæki sem nýta auðlindirnar skulu greiða gjald fyrir þ.e. að þjóðin skuli njóta arðs af auðlindum sínum í formi svokallaðrar auðlindarentu. Read more „Stutt hugleiðing um Landsbyggðina, auðlindir & Skatta“

Alþýðubandalagið – bandalag alþýðunnar

Eins og fram hefur komið hafa áherslur stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands verið nokkuð ólíkar varðandi kjaraliðina og er sambandið klofið hvað það varðar í nokkra parta. Þrjú félög Starfsgreinasambandsins eru innan Flóabandalagsins, Hlíf, Efling og Sjómanna- og verkalýðfélags Keflavíkur. Þá hafa þrjú önnur félög klofið sig út úr Starfsgreinasambandinu, Framsýn, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þessi þrjú stéttarfélög hafa tekið upp samstarf um að vinna saman að kjarasamningsgerð varðandi þá kjarasamninga sem Starfsgreinasambandið hafði áður umboð fyrir. Read more „Alþýðubandalagið – bandalag alþýðunnar“

BSRB átelur launahækkun dómara

Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun í tilefni af ákvörðun kjararáðs um tímabundið álag á laun til dómara:

BSRB átelur ákvörðun kjararáðs um sérstakt tímabundið álag á laun til hæstaréttardómara og dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Starf dómara er mikilvægt og engum vafa er undirorpið að mikið álag hefur verið á þeim í kjölfar efnahagshrunsins. Það á hins vegar við um fjölmargar aðrar stéttir. Við mikinn niðurskurð til almannaþjónustunnar hefur álagið á starfsmenn hennar aukist verulega, jafnhliða auknum verkefnum með brýnni þörf og færri starfsmönnum. Ákvörðunin hlýtur að slá tóninn í yfirstandandi kjaraviðræðum og þær stéttir sem búa við mikið álag hljóta að vænta sömu uppbótar. Það er ólíðandi að á meðan ríkisvaldið fæst ekki til að ganga frá kjarasamningum við starfsmenn sína skuli kjararáð hækka laun dómara.

Read more „BSRB átelur launahækkun dómara“

Megn óánægja með ummæli forsvarsmanna Afls og Drífanda

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn komu saman til fundar í gærkvöldi til að fara yfir samkomulag þeirra við Ísfélagið um breytingar á sérkjörum starfsmanna sem undirritað var síðasta þriðjudag hjá ríkissáttasemjara. Bræðslumenn voru ánægðir með samkomulagið og hrósuðu samninganefndinni fyrir vel unnin störf í þágu starfsmanna. Hins vegar kom fram megn óánægja með ummæli forsvarsmanna samninganefnda starfsmanna Afls og Drífanda í garð starfsmanna á Þórshöfn. Ákveðið var að senda út yfirlýsingu frá starfsmönnum þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við ummælin sem eru afar ómakleg svo ekki sé meira sagt. Read more „Megn óánægja með ummæli forsvarsmanna Afls og Drífanda“

Kynning í Borgarhólsskóla

Í morgun heimsótti Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri stéttarfélaganna skólaliða og stuðningsfulltrúa í Borgarhólsskóla með kynninga á réttindum og skyldum á vinnumarkaði. Einnig fjallaði hann um starfsemi stéttarfélaga og stöðu kjaramála en nú eru kjarasamningar lausir og kjaraviðræður standa yfir. Fjörugar umræður spunnust á meðan á kynningunni stóð og greinilegt að starfsfólk Borgarhólsskóla er vel inni í kjaramálum og stöðu á vinnumarkaði. Kynningin tókst í alla staði vel og voru menn sammála um að mikilvægi þess að halda slíkar kynningar reglulega til að viðhalda tengslum félagsmanna við fulltrúa sína í stéttarfélögunum.

Menn sungu Leeds, Leeds, Leeds

Það var glæsilegur hópur sem var mættur í Leifsstöð snemma morguns 4. febrúar. Þetta voru rúmlega 50 stuðningsmenn Leeds United á vegum Leeds-klúbbsins á Íslandi. Þar af komu 17 einstaklingar frá Húsavík meðal annars sjötugur unglingur, Hafliði Jósteinsson, en þetta var hans fyrsta ferð á Elland Road. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni en hún tókst afar vel. Read more „Menn sungu Leeds, Leeds, Leeds“

Stafsmenn Silfurstjörnunnar ræða kjaramál

Framsýn boðaði til starfsmannafundar í gær með starfsmönnum Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Til umræðu var ástandið í verkalýðshreyfingunni, yfirstandandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins og sérmál starfsmanna en í gildi er sérkjarasamningur milli Framsýnar og Silfurstjörnunnar. Þá var einnig gert grein fyrir tillögum Framsýnar varðandi atvinnumál í héraðinu sem lagðar voru fyrir Samtök atvinnulífsins í síðustu viku.

Read more „Stafsmenn Silfurstjörnunnar ræða kjaramál“

Enn ósamið um launaliðinn

Rétt í þessu undirrituðu samninganefnd bræðslumanna Loðnuvinnslunnar á Þórshöfn og Samtök atvinnulífsins yfirlýsingu í 14 liðum er varðar sérkröfur stafsmanna fyrirtækisins. Ekki náðist saman um launakjör og verður kjaradeilan áfram hjá Ríkissáttasemjara hvað varðar launaliðinn. Þó er ákveðnum áfanga í viðræðunum náð með því að klára sérkröfurnar. Read more „Enn ósamið um launaliðinn“