Fundur í dag hjá ríkissáttasemjara

Bræðslumenn frá Þórshöfn munu ganga á fund ríkissáttasemjara í dag kl. 14:30. Þar munu þeir funda með honum og fulltrúum frá Samtökum atvinnulífsins. Bræðslumenn vísuðu kjaradeilu starfsmanna til ríkissáttasemjara í síðustu viku enda lítið gengið að semja. Komi ekkert út úr fundinum í dag munu starfsmenn funda varðandi næstu skref og hvort boðað verður til verkfalls í næstu viku.

Deila á