Framsýn- stéttarfélag hefur gert leigusamning við Verkalýðsfélag Akraness um afnot að íbúð félagsins á Akureyri í vetur fyrir félagsmenn Framsýnar. Íbúðin er í Furulundi 8E. Read more „Orlofsíbúð í boði á Akureyri“
Ofurhugarnir komnir til Húsavíkur
Rétt fyrir kl. 17:00 í dag komu kæjakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad frá Suður Afríku til Húsavíkur og náðu þar með markmiði sínu að róa umhverfis landið á kæjak. Ferð þeirra hófst frá Húsavík í mars 2011. Read more „Ofurhugarnir komnir til Húsavíkur“
Trúnaðarmannanámskeið í október
Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði fyrir trúnaðarmenn félagsins í október. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem farið verður yfir þætti eins og sjálfstyrkingu, einelti á vinnustöðum og stjórnunarstíla. Read more „Trúnaðarmannanámskeið í október“
Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja
Virk – starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 af aðilum vinnumarkaðarins. Helstu verkefni Virk eru að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum starfsendurhæfingarþjónustu og stuðning til að draga úr líkum á því að einstaklingar með heilsubrest detti af vinnumarkaði og styðja þá sem eru utan vinnumarkaðar til að komast þangað aftur. Read more „Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja“
Fundað um starfsemi SGS
Ákveðið hefur verið að boða til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar sunnudaginn 4. september kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Aðalumræðuefni fundarins verða málefni Starfsgreinasambands Íslands og kaup Kínverja á landi Grímstaða undir ferðaþjónustu. Read more „Fundað um starfsemi SGS“
Hugur í Völsungum á aðalfundi
Aðalfundur Völsungs fór fram í kvöld. Mjög góð mæting var á fundinn miðað við síðustu ár, en á þriðja tug Völsunga tók þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum á fundinum. Gerð var grein fyrir stafsemi félagsins og ársreikningum fyrir síðasta starfsár. Almenn ánægja kom fram með fjárhagslega stöðu félagsins en samkvæmt ársreikningum aðalsjóðs Völsungs varð 5,5 milljón króna hagnaður af starfseminni. Read more „Hugur í Völsungum á aðalfundi“
Ályktað um öryggismál sjómanna
Á síðasta fundi Framsýnar fyrir helgina var samþykkt að álykta um öryggismál sjómanna. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Ályktað um öryggismál sjómanna“
Málefni SGS og kjarasamningar til umræðu
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundaði í gær. Meðal fundarefna sem voru til umræðu voru, skipulagsmál Starfsgreinasambandsins, kjaramál, öryggismál sjómanna og kjör fulltrúa á þing sem haldin verða í haust á vegum Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Norðurlands. Read more „Málefni SGS og kjarasamningar til umræðu“
Þingi NU lokið
Þing Nordiska Unionen sem fram fór á Selfossi í vikunni gekk vel og voru þingfulltrúar mjög ánægðir með þingið sjálft, umræðuna og kynningu sem þeir fengu á nokkrum vinnustöðum á og við Selfoss. Um var að ræða fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Read more „Þingi NU lokið“
Góður fundur í Kaupmannahöfn
Við sögðum frá því að formaður Framsýnar var beðinn um að taka þátt í verkefni er tengist starfsemi stéttarfélaga á Norðurlöndunum og hvernig samfélögin hafa breyst í gegnum tíðina. Verkefnið er á vegum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Read more „Góður fundur í Kaupmannahöfn“
Framsýn með virkustu heimasíðuna
Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun er Framsýn- stéttarfélag með virkustu heimasíðuna innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa að heimasíðunni. Félögin leggja mikið upp úr því að veita félagsmönnum góðar upplýsingar um starfsemi félaganna og réttindi þeirra og skyldur. Flettingar á dag eru yfir þúsund. Read more „Framsýn með virkustu heimasíðuna“
Þing NU haldið á Íslandi í ár
![]() |
Nýr liðsmaður til Skrifstofu stéttarfélaganna
Stéttarfélöginn í Þingeyjarsýslum hafa ákveðið að ráða Orra Frey Oddsson sem skrifstofu- og fjármálastjóra Skrifstofu stéttarfélaganna frá og með 1. september n.k. Read more „Nýr liðsmaður til Skrifstofu stéttarfélaganna“
Viltu komast á þing?
Framsýn leitar að félagsmönnum sem vilja gefa kost á sér þing Alþýðusambands Norðurlands sem haldið verður á Illugastöðum dagana 7. og 8. október á Illugastöðum. Um er að ræða lífleg og skemmtileg þing. Read more „Viltu komast á þing?“
Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar
Fundur verður haldinn í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Mörg mál eru á dagskrá fundarins: Read more „Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar“
Torgaragleði frestað!
Heimasíðu stéttarfélaganna hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá Átthagafélagi Torgara: Hundadagagleði Torgara sem halda átti helgina 19. og 20.ágúst n.k hefur verið frestað um „eitt ár“ Ástæðan er sú að ekki náðist samkomulag við almættið um skaplegt veður. Read more „Torgaragleði frestað!“
Framsýn ræðir framtíð SGS
Sérstök nefnd sem skipuð var af stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar kemur saman til fundar á morgun kl. 17:00 í fundarsal félagsins til að ræða framtíð Starfsgreinasambands Íslands en félagið er aðili að sambandinu. Eins og fram hefur komið hefur verið töluverð ólga innan sambandsins um tíma og nú velta menn fyrir sér framtíð sambandsins. Read more „Framsýn ræðir framtíð SGS“
17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna
Alls bárust 17 umsóknir um starf skrifstofu- og fjármálastjóra á skrifstofu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Umsóknirnar koma víða að frá stöðum á Íslandi og reyndar frá Danmörku líka. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja um 2600 manns. Read more „17 umsóknir um starf skrifstofustjóra á Skrifstofu stéttarfélaganna“
Jarðboranir bora og bora á Þeistareykjum
Jarðboranir eru þessa dagana að bora tvær holur á Þeistareykjum. Hópur starfsmanna frá Jarðborunum kemur að verkinu sem áætlað er að ljúki í haust. Auk þess eru verktakar að vinna við vegaframkvæmdir frá Húsavík að Þeistareykjum. Read more „Jarðboranir bora og bora á Þeistareykjum“
Viðræðum haldið áfram í næstu vikum
Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambands Íslands funduðu í gær með fulltrúum Bændasamtaka Íslands vegna kjarasamnings aðila fyrir landbúnaðarverkamenn. Um var að ræða sáttafund undir stjórn Ríkissáttasemjara. Eftir fundinn í gær var ákveðið að halda viðræðum áfram. Read more „Viðræðum haldið áfram í næstu vikum“