Stéttarfélögin auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Vinnutími 09:00 til 16:00. Starfslýsing: Almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur: Góð mannleg samskipti og áhugi fyrir verkalýðsmálum. Umsóknarfrestur er til 23. mars nk. Read more „Gott skrifstofustarf í boði – síðasti dagur á morgun“
Nubo opnar hótel á Grímsstöðum!!
Þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferð yfir Möðrudalsöræfin á dögunum var engu líkara en að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo væri búinn að opna hótel með tilheyrandi þjónustu á Grímsstöðum miðað við skilti sem er við þjóðveg 1. Svo er reyndar ekki en miklar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um hugmyndir hans um að kaupa Grímstaði undir stórfellda ferðaþjónustu.
Kjör starfsmanna við skógrækt til umræðu
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands funduðu með forsvarsmönnum Skógræktar ríkisins í byrjun þessarar viku. Fundurinn fór fram á Egilsstöðum. Formaður Framsýnar tók þátt í fundinum enda hópur félagsmanna sem starfar við skógrækt á Vöglum. Á fundinum var farið yfir stofnanasamninginn sem er í gildi um störf starfsmanna skógræktarinnar sem falla undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs. Samþykkt var að hittast aftur á fundi eftir nokkrar vikur með það að markmiði að ganga frá nýjum stofnanasamningi.
Fundað um málefni SGS á Húsavík
Starfshópur starfsháttanefndar Starfsgreinasambandsins hélt í gærkvöldi kynningafund um framtíðarskipulag SGS. Fundurinn fór fram í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Á fundinn voru mættir 25 fulltrúar úr stjórnun Einingar-Iðju og Framsýnar stéttarfélags sem og þingfulltrúar félagana frá síðasta Starfsgreinasambandsins. Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar boðaði forföll vegna lélegrar færðar. Read more „Fundað um málefni SGS á Húsavík“
Starfsemi Virk – starfsendurhæfingarsjóðs
Í kjarasamningum árið 2008 komu inn ákvæði um stofnun starfsendurhæfingarsjóðs. Um er að ræða sjálfseignarstofnun sem stjórnað er af aðilum vinnumarkaðarins. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi launagreiðenda 0,13% af launum. Read more „Starfsemi Virk – starfsendurhæfingarsjóðs“
Starfsréttindi iðnaðarmanna til umræðu
Á síðasta fundi Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum var samþykkt að beina þeim tilmælum til iðnaðarmanna að þeir virði starfsréttindi hverra iðngreina fyrir sig. Þá var samþykkt að félagið beiti sér jafnframt fyrir því að ófaglærðir menn séu ekki að taka að sér verkefni s.s. málun húsa og viðgerðir á bílum gegn greiðslu enda sé um að ræða lögvernduð starfsréttindi.
Telja eðlilegt að hafa samning um sín kjör
Sjómannadeild Framsýnar fundaði í gær með starfsmönnum hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík og var góð mæting á fundinn. Tilefnið var að ræða kjaramál en í dag er ekki til sérkjarasamningur um þeirra kjör. Hvalaskoðun hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein á Húsavík og ekki er annað að sjá en að svo verði áfram. Read more „Telja eðlilegt að hafa samning um sín kjör“
Afsláttarkjör á bílaleigubílum
Stéttarfélögin hafa samið við Bílaleigu Húsavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn á bílaleigubílum fyrirtækisins í Reykjavík. Um er að ræða 15% afslátt frá listaverði. Stéttarfélögin og Bílaleiga Húsavíkur gerðu þennan samning til að auðvelda fólki sem nýtir sér flug frá Húsavík eða Akureyri að ferðast um höfuðborgarsvæðið í þægilegum bílum frá bílaleigunni. Read more „Afsláttarkjör á bílaleigubílum“
Brjálað að gera á Þórshöfn
Fréttabréf með orlofskostum væntanlegt
Um helgina verður gengið frá Fréttabréfi með orlofskostum sumarið 2012. Að venju verða mörg hús í boði víða um land. Umsóknarfrestur um orlofshús verður til 10. apríl. Fréttabréfið er væntanlegt til lesenda í lok næstu viku. Read more „Fréttabréf með orlofskostum væntanlegt“
Fundað um málefni Starfsgreinasambandsins
Næsta miðvikudag munu fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynna stjórnum Framsýnar, Einingar-Iðju og Verkalýðsfélags Þórshafnar þær breytingar sem starfsháttanefnd sem skipuð var á síðasta þingi Starfsgreinasambandsins leggur til að gerðar verði á starfsemi sambandsins. Fundurinn verður á Húsavík. Read more „Fundað um málefni Starfsgreinasambandsins“
Spáð í grásleppuna og líkið á bryggjunni!
Þessi gamla góða frétt af bryggjulífinu á Húsavík má finna á heimasíðu Landssamabands smábátaeigenda. Þar koma fyrir Helgi Bjarna, Jósteinn og Helgi Héðins. Skemmtileg frétt. http://www.smabatar.is/2012/03/meira-veitt-af-raumaga-og-gras.shtml
Gott skrifstofustarf í boði
Stéttarfélögin auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Vinnutími 09:00 til 16:00. Starfslýsing: Almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur: Góð mannleg samskipti og áhugi fyrir verkalýðsmálum. Umsóknarfrestur er til 23. mars nk. Umsóknum skal skila skriflega á Skrifstofu stéttarfélaga eða með rafrænum hætti á netfangið kuti@framsyn.is. ásamt ferilskrá. Fyrri umsóknir óskast endurnýjaðar. Frekari upplýsingar gefur Aðalsteinn Á. Baldursson forstöðumaður skrifstofunnar. Read more „Gott skrifstofustarf í boði“
Félagar í STH, opinn sjóðfélagafundur
Nokkrir lífeyrissjóðir starfsmanna sveitarfélaga hafa ákveðið að boða til sameiginlegs sjóðfélagafundar á Grand Hótel Reykjavík þann 13. mars. Meðal sjóðanna er Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Sjá auglýsingu: Read more „Félagar í STH, opinn sjóðfélagafundur“
Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja athugið!
Frábærar móttökur
Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fóru í heimsókn í gær til Félags Málmiðnarmanna á Akureyri, Sjómannafélags Eyjarfjarðar og Félags Verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Móttökurnar voru hreint út sagt frábærar. Read more „Frábærar móttökur“
Mokuðu sig yfir skarðið!!!
Slæmt veður var á Víkurskarðinu í nótt. Þegar félagar út stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar voru á heimleið frá Akureyri upp úr miðnætti skall á brjálað veður og áttu bílar mjög erfitt með að komast yfir skarðið. Framsýnarfélagar mokuðu sig yfir skarðið með handafli auk þess að aðstoða aðra vegfarendur sem áttu í vanda með að komast yfir Víkurskarðið. Hraustir menn, Framsýnarmenn!!! Read more „Mokuðu sig yfir skarðið!!!“
Minningargrein- Anna Jónína Valgeirsdóttir
Hér má lesa minningargrein um Önnu Jónínu Valgeirsdóttir sem jarðsungin var frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 3. mars. Höfundur, Aðalsteinn Á. Baldursson. Read more „Minningargrein- Anna Jónína Valgeirsdóttir“
Vilja halda viðræðum áfram við smábátaeigendur
Sjómannadeild Framsýnar samþykkti í morgun að óska eftir áframhaldandi viðræðum við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi sem er innan Landssambands smábátaeigenda (LS) um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar. Viðræður milli aðila stóðu yfir á síðasta ári, eða þar til að Sjómannasamband Íslands og önnur samtök sjómanna hófu viðræður við Landssamband smábátaeigenda um kjarasamning á landsvísu. Read more „Vilja halda viðræðum áfram við smábátaeigendur“
Staða Stapa er þokkalega sterk
Staða Stapa er þokkalega sterk, svo mælti Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa, lífeyrissjóðs á fjölmennum fundi á Húsavík í gær um lífeyrismál. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur samþykkt að boða til nokkurra sjóðfélagafunda í samstarfi við stéttarfélögin á næstu dögum. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Read more „Staða Stapa er þokkalega sterk“

