Stjórn ASÍ-UNG harmar að Fæðingarorlofssjóði sé ekki tryggt nægilegt fjármagn til þess að sjóðurinn geti staðið undir hlutverki sínu. Hámarksgreiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar um tæp 45% frá árinu 2008 og hefur niðurskurðurinn hvergi verið meiri í velferðarkerfinu. Afleiðingin er sú að færri feður fara nú í fæðingarorlof. Read more „ASÍ-UNG ályktar um fjárlögin“
Jólafundir framundan
Þá fer árinu 2011 að ljúka. Eins er með starfsemi stéttarfélaganna á þessu ári. Stjórn Þingiðnar fundar í síðasta skiptið á þessu ári á fimmtudaginn og stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til síðasta fundar ársins á föstudaginn. Eftir þessa viku eru aðeins tveir fundir eftir á þessu ári. Read more „Jólafundir framundan“
Setið og skrifað
Þegar þetta er skrifað kl. 00:15 þann 3. desember er verið að leggja lokahönd á næsta Fréttabréf stéttarfélaganna sem væntanlegt er til lesenda í næstu viku. Ef félagsmenn vilja koma einhverju á framfæri eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á mánudag í síðasta lagi.
Rúmlega hundrað manns án atvinnu í Þingeyjarsýslum
Samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuleysi, sem eru frá deginum í dag, eru 123 án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þar af eru 26 í hlutastarfi. Flestir af þeim sem eru atvinnulausir eru á Húsavík eða 80. Read more „Rúmlega hundrað manns án atvinnu í Þingeyjarsýslum“
Varað við verðhækkunum
Nokkuð er um að fólk hafi haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna vegna hækkunar verðlags undanfarið. Til dæmis kom einstaklingur með kvittun úr verslun á félagssvæði stéttarfélaganna þar sem fram kemur að Egils maltöl 0,5 lítra dós hefur hækkað um 14,39% á 8 dögum. Read more „Varað við verðhækkunum“
Góður afli á línuna

Farsakennd aðför að ráðherra
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, skrifar grein í Morgunblaðið í dag sem hann nefnir „Farsakennd aðför að ráðherra“. Aðalsteinn var nýlega beðinn um að taka þátt í þriggja manna vinnuhóp á vegum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið sem verið hefur til umræðu á Alþingi. Read more „Farsakennd aðför að ráðherra“
Jólaskemmtun Samhljóms 11. desember
Stjórn Samhljóms, fjölskyldu- og styrktarsjóðs í Þingeyjarsýslum fer nú af stað með Jólastarf sjóðsins, sem fellst í Jólaskemmtun – tónleikum og söfnun. Allri innkomu og söfnunarfé er varið í styrki til fjölskyldna og einstaklinga sem hafa lent í áföllum, s.s. vegna alvarlegra slysa eða baráttu við erfiða sjúkdóma. Read more „Jólaskemmtun Samhljóms 11. desember“
Afmælishátíð á Þórshöfn
Í tilefni af 110 ára afmæli Ísfélags Vestmannaeyja hf. þann 1. desember n.k. býður félagið öllum starfsmönnum, og öðrum bæjarbúum til kaffisamsætis í félagsheimilinu Þórsveri, fimmtudaginn 1. desember á milli kl. 16 og 18. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum óska þessu mikilvæga fyrirtæki á svæðinu til hamingju með afmælið en fyrirtækið hóf starfsemi árið 1901.
Hver er desemberuppbótin í ár?
Hér koma upplýsingar um desemberuppbót til félagsmanna stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og sérstakt álag sem samið var um að kæmi til greiðslu í desember 2011og febrúar 2012. Álagið í febrúar kemur aðeins til starfsmanna sveitarfélaga. Hér er miðað við þá sem eiga rétt á fullum rétti. Desemberuppbót miðast við starfstíma og starfshlutfall eftir ákvæðum kjarasamninga. Ef frekari upplýsinga er þörf, endilega hafið þá samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Read more „Hver er desemberuppbótin í ár?“
Slysavarnarnefnd kvenna færð gjöf frá STH
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur fór fram síðasta föstudag á Veitingastaðnum Sölku. Fundinn sóttu 38 félagsmenn. Formaðurinn Stefán Stefánsson fór með skýrslu stjórnar og í framhaldi af henni fór Snæbjörn Sigurðarson yfir reikninga félagsins fyrir árið 2010. Nokkrar fyrirspurnir komu fram um skýrslu stjórnar og reikninga sem félagarnir svöruðu. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Read more „Slysavarnarnefnd kvenna færð gjöf frá STH“
Farið yfir málin í morgunsárið
Það eru fjölmargir sem koma daglega við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að leita upplýsinga eða til að fá sér smá kaffisopa. Í morgun komu þeir Torfi Aðalsteinsson sem situr í stjórn Framsýnar og Ragnar Þór Ingólfsson sem situr í stjórn VR í kaffi til formanns Framsýnar. Að sjálfsögðu voru málefni verkalýðshreyfingarinnar til umræðu. Read more „Farið yfir málin í morgunsárið“
Eineltið gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur áfram hjá stjórnvöldum
Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fær ekki að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, að sögn Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra. Huang ætlaði meðal annars að reisa hótel á jörðinni. Ögmundur sagði við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu að umsóknin hafi borist í nafni hlutafélags en ekki í nafni fjárfestisins sjálfs. Read more „Eineltið gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur áfram hjá stjórnvöldum“
Góðir gestir á fundi Framsýnar
Ríkisstjórnin ræðst á réttindi almenns launafólks
Í maí átti ríkisstjórn Samfylkingar og VG aðkomu að gerð kjarasamninga ASÍ og SA sem síðar urðu forskrift að flest öllum kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir orðrétt: Read more „Ríkisstjórnin ræðst á réttindi almenns launafólks“
Tendrað á jólaljósunum
Á morgun, föstudag verður tendrað á jólalsjósunum á jólatrénu á Húsavík. Dagskrá hefst við jólatréð sem komið hefur verið fyrir á torginu við Skrifstofu stéttarfélaganna klukkan 18:00. Boðið verður upp á góða dagskrá auk þess sem Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir flytur hugvekju. Í dag voru starfsmenn Norðurþings og rafvirkjar að koma fyrir jólaljósum á tréð. Read more „Tendrað á jólaljósunum“
„Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti“
Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir umræðufundi um kröfur samtakana, stöðu lífeyrissjóðanna og afnám verðtryggingar í Ketilhúsinu á Akureyri í gærkvöldi. Framsögumenn voru Andrea Ólafsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR. Eftir framsögur þeirra var boðið upp á panel umræður. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson og Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar voru fyrir svörum í panelnum auk Andreu og Ragnars. Read more „„Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti““
Uppbygging gervigrasvallar til umræðu á félagsfundi Völsungs
Íþróttafélagið Völsungur stóð fyrir opnum félagsfundi í kvöld um uppbyggingu á gervigrasvalli á Húsavík. Fundurinn var fjölmennur en um 60 fundarmenn tóku þátt í fundinum. Frummælendur voru Ingólfur Freysson áhugamaður um uppbyggingu gervigrasvallar og Egill Olgeirsson frá Mannvit sem fór yfir teikningar af vellinum og aðstöðu honum tengdum auk þess að koma aðeins inn á kostnaðinn við verkið. Read more „Uppbygging gervigrasvallar til umræðu á félagsfundi Völsungs“
Umsóknir í Starfsmenntasjóð STH
Atvinnumál og íbúðakaup til umræðu
Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Stjórnarmenn voru almennt á því að atvinnuástandið meðal iðnaðarmanna væri þokkalegt á félagssvæðinu um þessar mundir. Verkefnastaðan væri þó mjög mismunandi milli fyrirtækja, frekar lítið væri um stór verkefni s.s. húsbyggingar. Read more „Atvinnumál og íbúðakaup til umræðu“