Samningafundur stendur yfir

Nú kl. 13:00 hófst samningafundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda vegna kjarasamnings fyrir sjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn. Framsýn eitt félaga innan Sjómannasambands Íslands er sjálft með samningsumboðið. Við verðum með nánari fréttir af fundinum í kvöld eða strax í morgunsárið.

Deila á