Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar miðvikudaginn 25. apríl í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Fundur framundan í stjórn og trúnaðarmannaráði“
Nýr starfsmaður til starfa
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum auglýstu nýlega eftir almennum starfsmanni á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fulltrúaráði stéttarfélaganna var falið það verkefni að fara yfir umsóknirnar sem bárust og velja hæfasta einstaklinginn með tilliti til starfsemi Skrifstofu stéttarfélaganna en starfsmanninum er ætlað að vera í þjónustuhlutverki við félagsmenn aðildarfélaganna. Read more „Nýr starfsmaður til starfa“
Starfsfólk á námskeiði
Hluti starfsmanna Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hefur undanfarna daga setið á 40 klukkustunda fiskvinnslunámskeiði. Formaður Framsýnar var á Þórshöfn í dag með erindi um kjarasamninga, rekstur fyrirtækja og aðila vinnumarkaðarins. Að sögn Aðalsteins voru þátttakendur mjög áhugsamir um fræðsluna og voru duglegir að leita eftir upplýsingum um sín mál. Þá hefur mjög mikið verið að gera á Þórshöfn í fiskvinnslu og byggingariðnaði og því lítið um atvinnuleysi. Read more „Starfsfólk á námskeiði“
Kraftur í starfsemi Vísis á Húsavík
Í byrjun janúar tók Vísir hf. í notkun nýjan vinnslubúnað fyrir fiskvinnslu fyrirtækisins á Húsavík. Búnaðurinn sem er frá fyrirtækinu Marel hefur komið vel út. Góður gangur hefur verið í starfstöð fyrirtækis á Húsavík og nú hefur verið ákveðið að loka aðeins í 5 vikur í sumar, það er frá 30. júlí til 3. september, sem er kjarasamningsbundið sumarfrí starfsmanna. Síðustu ár hefur fyrirtækið lokað í þrjá mánuði yfir sumarmánuðina. Read more „Kraftur í starfsemi Vísis á Húsavík“
Hefur bensínverðið áhrif?
Þessa dagana er verið að yfirfara umsóknir félagsmanna um orlofshús og orlofsíbúðir sumarið 2012. Umsóknir félagsmanna í ár eru heldur færri en síðasta ár er þá sóttu 130 félagsmenn um orlofskosti á vegum félaganna. Umsóknirnar í ár eru 113. Fækkun umsókna milli ára nemur 13%. Hugsanlega má rekja fækkunina til bensínhækkana en verðið hefur aldrei verið hærra en um þessar mundir. Read more „Hefur bensínverðið áhrif?“
Til hamingju Völsungur!
Íþróttafélagið Völsungur er um þessar mundir 85 ára. Í tilefni af því verður afmælisfagnaður í Höllinni í dag, 12. apríl kl. 18:00. Þar mun formaður félagsins, Guðrún Kristinsdóttir, flytja hátíðarræðu, nokkrir góðir Völsungar verða heiðraðir og deildir innan félagsins verða með sýningaratriði. Þá verður í boði súpa og brauð frá Norðlenska, Sölku og Heimabakaríi.
Konur taka völdin
Nú liggur fyrir að konur verða mjög ráðandi í starfi Framsýnar næsta kjörtímabil sem eru tvö ár. Kjörnefnd félagsins skilaði fyrir nokkru tillögum um félaga í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar starfsárin 2012-2014. Af 13 manna stjórn og varastjórn eru níu konur og fjórir karlar og hafa konur aldrei verið fleiri í stjórn félagsins en nú. Read more „Konur taka völdin“
Stjórnarfundur hjá Framsýn á fimmtudaginn
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar næsta fimmtudag kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Eftirfarandi mál verða til umræðu á fundinum. Read more „Stjórnarfundur hjá Framsýn á fimmtudaginn“
Ræstingarstarf laust til umsóknar
Þjónustuskrifstofa VÍS og Skrifstofa stéttarfélaganna óska eftir að ráða starfsmann til að sjá um þrif og ræstingar á skrifstofunum frá 1. maí n.k. Um er að ræða 45% starf. Laun miðast við kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins. Vinnutími er eftir kl. 16:00 alla virka daga. Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsóknum á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 24. apríl eða á netfangið kuti@framsyn.is. Aðalsteinn Á. Baldursson gefur frekari upplýsingar um starfið. Read more „Ræstingarstarf laust til umsóknar“
VÞ kaupir sumarbústað
Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur fest kaup á sumarbústað í Kjarnaskógi, Götu norðurljósanna númer 3, sem var í eigu Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. Þetta er kærkomin viðbót en VÞ átti fyrir bústað nr.10 við sömu götu, sem hefur verið mjög vel nýttur af félagsmönnum. Í viðtali við heimasíðuna segist formaður félagsins Svala Sævarsdóttir vera ánægð með kaupin og óskar félagsmönnum til hamingju með nýja bústaðinn.
Þorrasalir á áætlun
Fulltrúar stéttarfélaganna skoðuðu í gær framkvæmdir við íbúðir félagsins í Þorrasölum í Kópavogi. Að sögn verktakans eru framkvæmdirnar á áætlun sem gengur út á að skila íbúðunum þann 1. júlí í sumar til félaganna og annarra eigenda en 34 íbúðir eru í blokkinni. Sjá myndir á stöðu verksins: Read more „Þorrasalir á áætlun“
Elín Björg ræðumaður 1. maí
1. maínefnd stéttarfélaganna kom saman í hádeginu í dag vegna undirbúnings hátíðarhaldanna 1. maí. Hátíðarhöldin á Húsavík hafa verið ein þau fjölmennustu sem haldinn eru á þessum merka degi á Íslandi, baráttudegi verkafólks. Um 700 til 1000 manns hafa komið í höllina á Húsavík þar sem hátíðarhöldin hafa verið haldin síðustu ár. Fyrir liggur að formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir sem ættuð er frá Húsavík verður ræðumaður dagsins. Aðrir dagskrárliðir eru í vinnslu.
Heldur að lifna yfir atvinnulífinu
Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar voru 830 atvinnulausir á Norðurlandi eystra í lok síðasta mánaðar. Flestir þeirra voru atvinnulausir á Akureyri (Akureyrarkaupstaður) eða 542. Því næst voru flestir atvinnulausir í Norðurþingi eða 92. Í heildina voru 150 skráðir atvinnulausir á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Read more „Heldur að lifna yfir atvinnulífinu“
Fjölmargar umsóknir
Stéttarfélögin auglýstu nýlega eftir almennum starfsmanni á skrifstofu stéttarfélaganna. Umsóknarfresturinn rann út síðasta föstudag. Alls sóttu 15 einstaklingar um starfið en auk þess var töluvert spurt fyrir um starfið og launakjör. Fulltrúaráð stéttarfélaganna sem skipað er formönnum aðildarfélaganna munu funda næsta miðvikudag og fara yfir umsóknirnar. Reiknað er með að nýr starfsmaður geti hafið störf á næstu vikum.
Gott skrifstofustarf í boði – síðasti dagur á morgun
Stéttarfélögin auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Vinnutími 09:00 til 16:00. Starfslýsing: Almenn skrifstofustörf. Hæfniskröfur: Góð mannleg samskipti og áhugi fyrir verkalýðsmálum. Umsóknarfrestur er til 23. mars nk. Read more „Gott skrifstofustarf í boði – síðasti dagur á morgun“
Nubo opnar hótel á Grímsstöðum!!
Þegar fulltrúar Framsýnar voru á ferð yfir Möðrudalsöræfin á dögunum var engu líkara en að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo væri búinn að opna hótel með tilheyrandi þjónustu á Grímsstöðum miðað við skilti sem er við þjóðveg 1. Svo er reyndar ekki en miklar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um hugmyndir hans um að kaupa Grímstaði undir stórfellda ferðaþjónustu.
Kjör starfsmanna við skógrækt til umræðu
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands funduðu með forsvarsmönnum Skógræktar ríkisins í byrjun þessarar viku. Fundurinn fór fram á Egilsstöðum. Formaður Framsýnar tók þátt í fundinum enda hópur félagsmanna sem starfar við skógrækt á Vöglum. Á fundinum var farið yfir stofnanasamninginn sem er í gildi um störf starfsmanna skógræktarinnar sem falla undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs. Samþykkt var að hittast aftur á fundi eftir nokkrar vikur með það að markmiði að ganga frá nýjum stofnanasamningi.
Fundað um málefni SGS á Húsavík
Starfshópur starfsháttanefndar Starfsgreinasambandsins hélt í gærkvöldi kynningafund um framtíðarskipulag SGS. Fundurinn fór fram í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Á fundinn voru mættir 25 fulltrúar úr stjórnun Einingar-Iðju og Framsýnar stéttarfélags sem og þingfulltrúar félagana frá síðasta Starfsgreinasambandsins. Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar boðaði forföll vegna lélegrar færðar. Read more „Fundað um málefni SGS á Húsavík“
Starfsemi Virk – starfsendurhæfingarsjóðs
Í kjarasamningum árið 2008 komu inn ákvæði um stofnun starfsendurhæfingarsjóðs. Um er að ræða sjálfseignarstofnun sem stjórnað er af aðilum vinnumarkaðarins. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi launagreiðenda 0,13% af launum. Read more „Starfsemi Virk – starfsendurhæfingarsjóðs“
Starfsréttindi iðnaðarmanna til umræðu
Á síðasta fundi Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum var samþykkt að beina þeim tilmælum til iðnaðarmanna að þeir virði starfsréttindi hverra iðngreina fyrir sig. Þá var samþykkt að félagið beiti sér jafnframt fyrir því að ófaglærðir menn séu ekki að taka að sér verkefni s.s. málun húsa og viðgerðir á bílum gegn greiðslu enda sé um að ræða lögvernduð starfsréttindi.