Spyr.is áhugaverður vefur um þjóðfélagsumræðuna

Viðtal sem tekið var við formann Framsýnar á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum um atvinnuástandið á Raufarhöfn og framkvæmdir Landsvirkjunar í Bjarnarflagi vakti mikla og jákvæða athygli. Í viðtalinu fór Aðalsteinn yfir ástandið á Raufarhöfn og gagnrýndi ákveðna þingmenn fyrir að vinna endalaust gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þá hafa fjölmargir komið á framfæri við Skrifstofu stéttarfélaganna þökkum fyrir málflutning formanns Framsýnar. SPYR sem er nýr og áhugaverður upplýsingamiðill (people‘s media) hefur fylgst með málinu og sá jafnframt ástæðu til að gefa lesendum tækifæri til að leggja spurningar fyrir Aðalstein. Sjá frekar hér: http://www.spyr.is/svor/

Deila á