Áríðandi fundur um lífeyrissjóðsmál

Stjórn Stapa boðar til sjóðfélagafundar í samstarfi við Framsýn á morgun miðvikudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar. Skýrsluna má finna í heild sinni á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is

Kynningarfundur um íslenska jarðvarmaklasann

Þann 16. febrúar s.l. var haldinn kynningarfundur á samstarfinu um íslenska jarðvarmaklasann á Húsavík í húsnæði Framsýnar – stéttarfélags.  Félagið stóð að fundinum með Ráðgjafafyrirtækinu Gekon. Ráðgjafafyrirtækið hefur stýrt þessu samstarfi frá upphafi og fulltrúar fyrirtækisins þau Rósbjörg Jónsdóttir og Friðfinnur Hermannsson fóru yfir sögu þessa samstarfs.  Read more „Kynningarfundur um íslenska jarðvarmaklasann“

Úthlutun orlofsíbúða um páskana

Orlofsíbúðum Framsýnar og Þingiðnar um páskana í Reykjavík verður úthlutað á föstudaginn.  Áhugasamir,sem ekki hafa þegar skilað inn umsóknum eru beðnir um að gera það fyrir næsta föstudag.  Þetta á jafnframt við um orlofshús Framsýnar á Illugastöðum.

Munið fundinn í dag um jarðvarmaklasa

Í dag kl. 17:00 verður haldinn almennur kynningarfundur á klasasamstarfi um íslenska jarðvarmann, Iceland Geothermal, í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík. Framsýn og ráðgjafafyrirtækið Gekon standa að fundinum. Tæplega 70 fyrirtæki og stofnanir vinna nú saman að því að bæta samkeppnishæfni Íslendinga í öllu því sem að lýtur að nýtingu á jarðvarma. Read more „Munið fundinn í dag um jarðvarmaklasa“

Launamiðar vegna ársins 2011 komnir í póst

Búið er að senda út launamiða til félagsmanna stéttarfélaganna sem fengu laun eða styrki úr sjóðum félaganna á síðasta ári. Tæplega 750 miðar fóru út sem sýnir vel umsvif stéttarfélaganna á svæðinu. Væntanlega eru ekki mörg fyrirtæki, sveitarfélög eða félagasamtök í Þingeyjarsýslum sem senda út fleiri launamiða en stéttarfélögin en innan félaganna eru rúmlega 2000 félagsmenn.

Skrifað undir stofnanasamning

Í gær skrifuðu forsvarsmenn Framsýnar og Framhaldsskólans á Laugum undir nýjan stofnanasamning fyrir starfsmenn er starfa í bókasafni skólans. Samkvæmt gildandi kjarasamningi Fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn er aðili að, ber aðilum að gera stofnanasamninga fyrir þau störf sem falla undir viðkomandi stofnanir.  Framsýn er með nokkra slíka samninga í dag fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu. Read more „Skrifað undir stofnanasamning“

Skora á borgaryfirvöld að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar

Framsýn- stéttarfélag hefur samþykkt að senda frá sér svohljóðandi ályktun um Reykjavíkurflugvöll en miklar umræður hafa verið undanfarið varðandi framtíð flugvallarins. Verði flugvöllurinn lagður niður mun það hafa verulega slæm áhrif á alla þá sem þurfa að komast til og frá borginni við Faxaflóann. Read more „Skora á borgaryfirvöld að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar“