Sumarið er komið og allir brosandi

Loksins, loksins segja margir. Veðrið síðustu daga hefur verið með miklum ágætum eftir leiðinda tíð. Samfara góðu veðri lifnar yfir öllu og bros færist yfir unga sem aldna. Fréttaritari heimasíðunnar tók nokkrar myndir í morgun þegar starfsfólk og nemendur Leikskólans Grænuvalla gerði sér ferð til frístundabæna á Húsavík til að skoða lömb, dúfur og hænur. Um 130 börn eru í skólanum og um 50 starfsmenn. Sjá skemmtilegar myndir:

Nokkrir svona myndarlegir hópar lögðu leið sína til frístundabænda á Húsavík í morgun.

Móra gamla tók börnunum vel.

Systurnar Halla og Jóhanna voru ánægðar með heimsóknina í sveitina.

Guðmundur Ingi ætlar að verða hænsnabóndi þegar hann verður stór.

Sumir fengu egg í morgun.

Haninn og hænurnar eru alltaf vinsælar hjá ungviðinu.

Oj, bara. Ekki stiga í kindakúkinn!!!!!!!!

Svo er líka gaman að hoppa.

Það er alltaf gaman að skoða falleg lömb.

Má ég eiga þessa, hún er svo falleg?

Þóra og hænan á bænum náðu vel saman.

Dúfurnar horfðu á ungviðið leika sér við lömbin og hænurnar.

Eftir velheppnaða heimsókn var sest niður til að borða nestið. 

Svali og kex, það gerist ekki betra, hm!!

Deila á