Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu

Þekkingarnet Þingeyinga boðaði til aðalfundar í gær. Fundurinn var haldinn í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Starfsemi Þekkingarnetsins hefur verið öflug á undanförnum árum. Þekkingarnet Þingeyinga er svæðisbundin miðstöð símenntunar, háskólaþjónustu og rannsókna í Þingeyjarsýslum. Hægt er að fræðast um starfsemina inn á heimasíðu netsins, www. hac.is. Í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga sitja átta menn, tilnefndir til tveggja ára í senn. Eftirfarandi aðilar tilnefna í stjórnina: Norðurþing, Héraðsnefnd Þingeyinga, rannsóknastofnanir í Þingeyjarsýslum (1 mann sameiginlega), framhaldsskólar í Þingeyjarsýslum (1 mann sameiginlega), stéttarfélög í Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands.

Það er öflug starfsemi hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Hér er framkvæmdastjórinn, Óli Halldórsson, ásamt stjórn setursins þeim Rögnvaldi, Rannveigu, Reinhard, Sigurði, Margréti, Halli, Huld og Aðalsteini formanni Framsýnar sem jafnframt er stjórnarformaður setursins.

Deila á