Undirbúningur hafinn vegna sláturtíðar

Á fundi sem Framsýn átti í gær með forsvarsmönnum Fjallalambs á Kópaskeri kom fram að undirbúningur er hafinn vegna komandi sláturtíðar. Áætlað er að sláturtíðin hefjist 12. september og slátrað verði um 31 þúsund fjár. Fjallalamb fékk nýlega 12 ára starfsleyfi sem heimilar fyrirtækinu að flytja út unnar og óunnar vörur á Evrópumarkað. Starfsleyfið gildir einnig fyrir Ísland. Athyglisvert er að nú er töluvert um að verkafólk frá Spáni, Ítalíu og Portúgal sækist eftir vinnu í Fjallalambi í haust en það hefur ekki gerst áður. Read more „Undirbúningur hafinn vegna sláturtíðar“

Ferðaþjónustuaðilar ánægðir

Fulltrúar Framsýnar voru á ferð um félagssvæðið í morgun. Meðal annars komu þeir við í Ásbyrgi þar sem Ísak Sigurgeirsson og fjölskylda heldur úti þjónustu við ferðamenn og aðra vegfarendur. Starfsemin fellst aðallega í verslun og þá eru í boði veitingar fyrir gesti á góðu verði. Að sögn Ísaks hefur mikið verið að gera í sumar og sagði hann sumarið eitt það besta í mörg ár. Read more „Ferðaþjónustuaðilar ánægðir“

Gervigrasið klárt eftir 10 daga

Vinna við gervigrasvöllinn á Húsavík gengur vel. Um helgina var unnið að því að leggja grasið á völlinn. Að sögn þeirra sem sjá um að ganga frá grasinu ætti völlurinn að vera klár eftir 10 daga enda verði veðrið hagstætt. Völlurinn verður mjög glæsilegur með nýjasta grasinu á markaðinum sem gerir völlinn væntanlega besta gervigrasvöll landsins. Sjá myndir. Read more „Gervigrasið klárt eftir 10 daga“

Félagsmenn ánægðir með Þorrasali

Full ástæða er fyrir félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar að gleðjast yfir fjórum nýjum íbúðum félaganna sem teknar voru formlega í notkun í dag. Eins og fram hefur komið eru þær í Þorrasölum í Kópavogi. Það sem félögin horfðu sérstaklega til þegar ákveðið var að fjárfesta í Kópavogi  var að íbúðirnar eru á fallegum og rólegum stað, það er við útivistarsvæði höfuðborgarbúa. Þá eru þær miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og því stutt í alla þjónustu og verslun. Read more „Félagsmenn ánægðir með Þorrasali“

Íbúðirnar í Þorrasölum klárar – til hamingju félagar

Sjúkra- og orlofsíbúðir stéttarfélaganna í Þorrasölum eru nú klárar til leigu fyrir félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar. Fyrstu gestirnir fara í íbúðirnar í þessari viku. Íbúðirnar eru allar mjög glæsilegar og eru auk þess á góðum stað í Kópavogi. Um er að ræða tvær gerðir af íbúðum, það er 80m2 og 100m2 íbúðir. Sjá myndir.  Read more „Íbúðirnar í Þorrasölum klárar – til hamingju félagar“

Gengu frá samkomulagi í morgun

Fulltrúar Framsýnar og Norðurþings gengu frá samkomulagi í morgun er varðar túlkun á grein 5.7.7.1 í kjarasamningi aðila um greiðslur til starfsmanna er búa í þéttbýli og sækja vinnu utan þéttbýlis á vegum sveitarfélagsins. Nokkur dæmi eru um að við sameiningar sveitarfélaga á svæðinu hafi stofnanir verið sameinaðar og störf þar með færð til milli svæða. Read more „Gengu frá samkomulagi í morgun“

Til hamingju félagar!!

Frystitogarinn Guðmundur í Nesi, sem er í eigu Brims, kom til hafnar seint í gærkvöldi með verðmætasta farm sem íslenskt fiskiskip hefur fengið í einni samfelldri veiðiferð til þessa. Farmurinn eftir 30 daga á sjó er rúmlega 300 tonn af grálúðu og er verðmæti hans 450 milljónir króna eða sem svarar til 15 milljóna króna á dag. Read more „Til hamingju félagar!!“

Viltu komast á ungliðaþing ASÍ (ASÍ-UNG)

Þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 14. september nk. í Reykjavík. ASÍ-UNG er samráðsvettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 innan Alþýðusambands Íslands. Markmið með stofnun ASÍ-UNG er að efla starf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni og auka þekkingu og skyldur ungs launafólks á verkefnum verkalýðshreyfingarinnar og réttindum á vinnumarkaði. Read more „Viltu komast á ungliðaþing ASÍ (ASÍ-UNG)“

Íbúðirnar nánast á golfvellinum

Við höfum haft orð á því að nýju íbúðir stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum séu á notalegum stað í Kópavogi. Þær eru í blokk sem er við útivistarsvæði höfuðborgarbúa og nánast á einum fallegasta golfvelli landsins sem er völlur þeirra Kópavogsbúa og Garðbæinga. Meðfylgjandi myndir voru teknar síðasta föstudag og sína nálægðina við völlinn og fallegt umhverfi. Read more „Íbúðirnar nánast á golfvellinum“

Framkvæmdir við Þorrasali standa yfir

Þessir ungu menn voru að gera allt klárt á föstudaginn svo smiðir gætu komið og gengið frá verönd við íbúð Framsýnar sem er á jarðhæð í Þorrasölum. Hún verður með góðu útivistarsvæði. Aðrar íbúðir Framsýnar eru á annarri hæð. Þá er íbúð Þingiðnar á þriðju hæð. Íbúðirnar eru klárar eins og fram hefur komið á heimasíðunni en næstu tvo mánuðina verður unnið að því að ganga frá blokkinni að utan sem og lóðinni. Read more „Framkvæmdir við Þorrasali standa yfir“

Bauð stéttarfélögin velkomin í Kópavogin

Ármann Ægir Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs kom í heimsókn í íbúðir stéttarfélaganna í Þorrasölum fyrir helgina. Hann bauð stéttarfélögin (Þingiðn og Framsýn) velkomin í Kópavogin. Það væri gott að búa í Kópavogi eins og alþjóð vissi. Hann sagði það einnig fagnaðarefni að fyrsta blokkin í Kópavogi sem reist væri frá grunni eftir hrun, væri nú að verða fullgerð. Read more „Bauð stéttarfélögin velkomin í Kópavogin“

Allt gert klárt fyrir útleigu

Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn hafa verið í Kópavogi undanfarna daga til að ganga frá íbúðum félaganna í Þorrasölum í Kópavogi. Íbúðirnar verða orlofs- og sjúkraíbúðir fyrir félagsmenn. Síðustu dagar hafa verið langir og strangir enda hefur verið unnið langt fram á kvöld alla daga við að undirbúa íbúðirnar. Reiknað er með að sú vinna klárist um miðjan þennan mánuð. Sjá myndir: Read more „Allt gert klárt fyrir útleigu“

Íbúðir stéttarfélaganna afhentar

Síðasta þriðjudag afhentu Leigugarðar ehf. stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum fjórar nýjar íbúðir í Þorrasölum í Kópavogi. Íbúðirnar eru 80 til 100 fm2. Það var Ágúst Friðgeirsson framkvæmdastjóri Leigugarða sem afhenti fulltrúum Þingiðnar og Framsýnar íbúðirnar sem eru afar glæsilegar á fallegum stað í Kópavogi. Reiknað er með að íbúðirnar fari í útleigu í lok júlí en unnið er að því að standsetja þær að innan svo hægt verði að koma þeim í leigu sem fyrst. Read more „Íbúðir stéttarfélaganna afhentar“

Hvað varð um þjóðarstoltið?

Handverkskonur milli heiða, þingeyskur félagsskapur sem hefur síðastliðin 20 ár selt heimatilbúnar afurðir á markaði á Fosshóli við Goðafoss, fordæma harðlega þá þróun sem orðið hefur í  minjagripasölu hér á landi. Innan hópsins eru um 100 konur sem hafa atvinnu og tekjur af því að prjóna lopapeysur og búa til aðra minjagripi til sölu. Í yfirlýsingu sem þær sendu heimasíðu stéttarfélaganna segir að á síðustu árum hafi færst í vöxt  að íslenskir minjagripir séu framleiddir erlendis. „Ýmiskonar dót skartar íslenska þjóðfánanum eða myndum af okkar helstu náttúruperlum, vandlega merkt Kína eða Taiwan. Read more „Hvað varð um þjóðarstoltið?“

Vinnustaðaheimsóknir mikilvægar

Í starfi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er mikið lagt upp úr því að eiga gott samstarf við félagsmenn ekki síst með vinnustaðaheimsóknum.  Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson komu við í Safnahúsinu á Húsavík í síðustu viku í góða veðrinu sem þá var. Þá eru einnig myndir frá heimsókn formanns Framsýnar í Skúlagarð þar sem rekin er öflug ferðaþjónusta. Read more „Vinnustaðaheimsóknir mikilvægar“