Við sögðum frá því í síðustu viku að fulltrúar Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefðu verið á ferðinni og komið við á nokkrum vinnustöðum. Meðal vinnustaða sem heimsóttir hafa verið er Húsasmiðjan á Húsavík. Heimsóknunum verður fram haldið á næstu dögum. Read more „Vinnustaðaheimsóknir í gangi“
Mikil ásókn í Þorrasalina
Íbúðir stéttarfélaganna í Þorrasölum eru afar vinsælar og nánast í útleigu alla daga. Almenn ánægja er með íbúðirnar meðal félagsmanna. Framkvæmdum er nú að mestu lokið við fjölbýlishúsið, það er við sameignina og bílakjallarann. Þá hafa iðnaðarmenn unnið að því síðustu daga að laga nokkur atriði sem forsvarsmenn Framsýnar og Þingiðnar vildu að yrðu löguð nú þegar verktakinn er að skila af sér verkinu. Read more „Mikil ásókn í Þorrasalina“
Samstöðu og styrktartónleikar fyrir bændur í Hofi
Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikum í Hofi á sunnudag Samstöðu og styrktartónleikar fyrir þá bændur sem verst urðu úti í nýliðnum hamförum. Miðasala í fullum gangi á menningarhus.is Fjöldi listamanna mun koma fram á sérstökum samstöðu og styrktartónleikum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, sunnudaginn 18. nóvember næstkomandi, kl. 16.00.
Read more „Samstöðu og styrktartónleikar fyrir bændur í Hofi“
Hvað gengur miðstjórn ASÍ til?
Stéttarfélagið Framsýn hefur lengi gengið eftir því að fá fundargerðir miðstjórnar Alþýðusambands Íslands afhendar enda miðstjórnin eitt æðsta valdið í verkalýðshreyfingunni. Því miður er lýðræðið ekki meira en svo innan Alþýðusambandsins að ekki er talin ástæða til að upplýsa aðildarfélög sambandsins um umræðuna innan miðstjórnar á hverjum tíma. Read more „Hvað gengur miðstjórn ASÍ til?“
Nemendur frá FSH í heimsókn
Góðir gestir úr Framhaldsskóla Húsavíkur komu í heimsókn fyrir helgina til að kynna sér starfsemi Framsýnar og fræðast jafnframt um atvinnulífið á Húsavík. Formaður Framsýnar gerði þeim grein fyrir þessum þáttum og kom víða við í máli sínu. Unglingarnir voru áhugsamir um starfsemi Framsýnar og spurðu auk þess mikið út í réttindi þeirra á vinnumarkaði. Read more „Nemendur frá FSH í heimsókn“
Verkalýðsfélag Grindavíkur svarar áskorun
Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur samþykkti á fundi í gær að verða við áskorun Framsýnar- stéttarfélags um að leggja fram kr. 120.000,- til stuðnings málsókn Verkalýðsfélags Akraness sem samþykkti nýlega að láta á það reyna fyrir dómsstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Ljóst er að málsóknin mun kosta nokkrar milljónir. Read more „Verkalýðsfélag Grindavíkur svarar áskorun“
Ráðstefna um kjaramál eldri borgara
Landssamband eldri borgara og ASÍ efna til ráðstefnu um kjaramál og lífeyrismál eldri borgara fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl 13:00- 16:00 á Icelander Hótel Natura. Read more „Ráðstefna um kjaramál eldri borgara“
Nýr húsvörður í Asparfellinu
Framsýn hefur gengið frá ráðningu á húsverði til að fylgjast með íbúð félagsins í Asparfelli í Reykjavík. Félagið á íbúðina ásamt nýju íbúðunum í Þorrasölum í Kópavogi sem teknar voru í notkun í sumar og eru í stöðugri notkun. Þar er Tómas Guðmundsson húsvörður. Nýi húsvörðurinn í Asparfellinu er Kjartan Tryggvason. Read more „Nýr húsvörður í Asparfellinu“
Jafnréttismál til umræðu
Vinnustaðaheimsókn í Lyfju á Húsavík
Formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hófu vinnustaðaheimsóknir í morgun með því að heimsækja Lyfju á Húsavík. Áhugi er fyrir því innan deildarinnar að heimsækja nokkra vinnustaði á næstu vikum. Þá er stjórn deildarinnar með það til skoðunar að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna í vetur. Nánar verður fjallað um það síðar. Read more „Vinnustaðaheimsókn í Lyfju á Húsavík“
Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum
Góður bókakostur er ein forsenda þess að viðhalda lestraráhuga hjá börnum og unglingum og góð lestrarfærni er undirstaða alls náms. Verkalýðsfélag Þórshafnar brást því vel við beiðni bókavarðarins á Þórshöfn þegar hann leitaði liðsinnis Verkalýðsfélagsins og bað um styrk til bókakaupa. Read more „Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum“
Jólaboð stéttarfélaganna 15. desember
Að venju verða stéttarfélögin með opið hús fyrir gesti og gangandi laugardaginn 15. desember. Boðið verður upp á heimsins besta kaffi og meðlæti, tónlist og þá munu jólasveinarnir ekki verða langt undan. Jólaboð stéttarfélaganna er afar vinsælt og árlega koma um 400 manns í boðið. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Vaskir sorphirðumenn á leið til starfa
Eftir umhleypingar í veðrinu s.l. viku og óveður um síðustu helgi, hefur sorphirða farið nokkuð úr skorðum á Húsavík. Í morgun var hafist handa á ný. Read more „Vaskir sorphirðumenn á leið til starfa“
Fundur um jafnréttismál í kvöld -fjölmennum á fundinn
Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir opnum fundi í kvöld, þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ. Fundurinn er öllum opinn ekki bara félagsmönnum Framsýnar. Sjá frekari uppfjöllun: Read more „Fundur um jafnréttismál í kvöld -fjölmennum á fundinn“
Stefnan tekin á Svíþjóð
Verkalýðssamtök í Svíþjóð sem eru systursamtök Starfsgreinasambands Íslands hafa boðist til að taka á móti fulltrúum Framsýnar á næsta ári. Í skoðun er að fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins fari í apríl 2013 og kosti ferðina sjálfir. Til stendur að kynna sér launakjör og réttindi verkafólks í Svíþjóð, starfsmenntamál, vinnuverndarmál, málefni atvinnulausra og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar í Svíþjóð.
Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna
Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vilja standa rétt og vel að málum og reka sína starfsemi samkvæmt gildandi reglum á vinnumarkaði. Read more „Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna“
Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember
Ferðaþjónustan í Vogafjósi hefur vaxið og dafnað allt frá því að fjölskyldan að Vogum fór fyrst að bjóða gestum að skoða fjósið, en þess má geta að jörðin er búin að vera í eigu sömu fjölskyldunnar kynslóð eftir kynslóð í um 120 ár. Í dag rekur fjölskyldan gistiheimili með 26 vel útbúnum herbergjum með baði, veitingahús og sveitaverslun í fallegu umhverfi við Mývatn. Read more „Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember“
Styðja málarekstur Verkalýðsfélags Akraness
Stjórn Framsýnar samþykkti í kvöld að standa heilshugar við bakið á Verkalýðsfélagi Akraness sem ákveðið hefur að láta reyna á það fyrir dómsstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Read more „Styðja málarekstur Verkalýðsfélags Akraness“
Við erum að sjálfsögðu hress!
Það var kuldalegur ritstjóri heimasíðunnar sem kom við á Prentstofunni Örk í morgun enda vetrarlegt á Húsavík og því best að halda sig innan dyra. Þar hitti hann fyrir þau Jóhönnu Másdóttir og Heiðar Kristjánsson sem voru að sinna daglegum störfum á Prentstofunni. Þau voru hress að vanda þrátt fyrir kuldatíð og „yfirvofandi“ jarðskjálfta hér norðan heiða. Read more „Við erum að sjálfsögðu hress!“
Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?
Er jafnrétti kynjanna fjarlæg draumsýn? Geta aðilar vinnumarkaðarins með samhentu átaki breytt tálsýn í veruleika? Fjallað verður um nýjustu strauma og stefnur í kynjajafnrétti á opnum fundi sem Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ. Read more „Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?“