Kristján í bústörfin og Karl Eskil í ritstjórastólinn

Sá ágæti fréttamaður, Karl Eskil Pálsson, hefur verið ráðinn ritstjóri Vikudags, sem kemur út á Akureyri. „Þetta leggst vel í mig. Vikudagur er öflugt blað á Eyjafjarðarsvæðinu og nýtur virðingar fyrir vandaðan fréttaflutning,“ segir Karl Eskil í frétt í Vikudegi.

Kristján Kristjánsson knattspyrnumaður og fyrrverandi ritstjóri blaðsins mun flytja sig um set frá Akureyri í Aðaldalinn og gerast bóndi á Hraunkoti. Read more „Kristján í bústörfin og Karl Eskil í ritstjórastólinn“

Viðræðum haldið áfram á morgun

Fulltrúar Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda munu funda á morgun föstudag um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar sem nær yfir þrjár hafnir, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík í húsnæði Ríkissáttasemjara og hefst kl. 10:00, það er um leið og fulltrúar Framsýnar lenda í Reykjavík. Read more „Viðræðum haldið áfram á morgun“

Vetrarstarfið að hefjast

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fyrsta fundar í byrjun september eftir sumarfrí. Fjölmörg mál bíða þess að verða tekin fyrir. Að venju má búist við öflugu starfi í vetur hjá félaginu enda mörg spennandi verkefni framundan sem félagið hefur áhuga á að skoða og fylgja eftir.

Forseti ASÍ í heimsókn

Forseti Alþýðusambands Íslands er væntanlegur til Húsavíkur miðvikudaginn 5. september kl. 17:00. Þar mun hann funda með stjórnum Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar um væntanlegt þing sambandsins sem haldið verður í haust.  Að venju verða mörg mál á dagskrá þingsins sem forsetinn mun gera grein fyrir auk þess sem fulltrúum stéttarfélaganna býðst tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Formaður kominn í sumarfrí

Rétt er að geta þess að formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson,  fór í sumarfrí í morgun. Hann fær þó ekki að vera lengi í fríi þar sem hann kemur aftur til starfa 1. september. Aðrir starfsmenn hafa nú lokið sínum sumarfríum að mestu og eru því til taks fyrir félagsmenn stéttarfélaganna.

Óþolandi framkoma

Töluvert hefur verið um í sumar að starfsfólk í ferðaþjónustu á félagsvæði Framsýnar hafi leitað til Skrifstofu stéttarfélaganna eftir aðstoð þar sem brotið hefur verið á þeirra réttindum. Í sumum tilvikum mjög alvarlega.  Sérstaklega er varðar kjaramál, aðbúnaðarmál og ákvæði um vinnu- og hvíldartíma. Því miður hefur orðið töluverð aukning á brotamálum milli ára. Sem betur fer eru flest fyrirtæki í ferðaþjónustu með sín mál í lagi en samt sem áður eru alltof mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir skráðum reglum. Read more „Óþolandi framkoma“

Fundað í Ásbyrgi

Formaður Framsýnar átti vinsamlegan fund í dag með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Á fundinum var farið yfir nokkur málefni er varða starfsmenn. Rúmlega 20 starfsmenn starfa í Vatnajökulsþjóðgarði, það er á norðursvæðinu. Fjölmargir hafa heimsótt þjóðgarðinn í sumar. Áætlað er að hátt í 150 þúsund manns hafi komið að Dettifossi í sumar og þá hafa um 30 þúsund manns komið í Gljúfrastofu á sama tímabili og yfir 10 þúsund gestir hafa gist á tjaldsvæðinu. Read more „Fundað í Ásbyrgi“

Ferðin skipulögð

Þær Ósk Helgadóttir og Linda M. Baldursdóttir starfsmaður stéttarfélaganna komu saman í gær til að leggja lokahönd á sumarferð stéttarfélaganna um næstu helgi í Þorgeirsfjörð. Mjög góð þátttaka er í ferðina en farið verður frá Húsavík næsta laugardag kl. 08:00. Um er að ræða sögu- og gönguferð í Fjörður. Read more „Ferðin skipulögð“

Tæpar tvær milljónir í styrki

Í hverjum mánuði greiðir Framsýn félagsmönnum styrki eða bætur vegna veikinda, slysa eða fyrirbyggjandi aðgerða varðandi heilsufar. Í dag var úthlutað alls tæpum tveimur milljónum til félagsmanna vegna júlí mánaðar. Það er kr. 1.321.529 í sjúkradagpeninga og kr. 613.102 í aðra styrki s.s. vegna kaupa félagsmanna á gleraugum, heyrnartækjum og í niðurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar, heilsuræktar og laseraðgerða. Read more „Tæpar tvær milljónir í styrki“

Fjör á hrútasýningu

Frístundabændur á Húsavík stóðu fyrir árlegri hrútasýningu í gær á Mærudögum. Að venju vakti sýningin töluverða athygli og fjöldi fólks tók þátt í gleðinni með fjáreigendum. Í ár var gestum boðið upp á hangikjöt af bestu sort af feitum sauði frá Stórutungubræðrum sem smakkaðist afar vel. Keppt var í tveimur flokkum, það er í flokki veturgamalla hrúta og eldri hrúta. Read more „Fjör á hrútasýningu“

Líflegt á Húsavík

Nú standa yfir á Húsavík, Mærudagar, sem er bæjarhátíð Húsvíkinga. Veðrið er með miklum ágætum og allt stefnir í góða daga á Húsavík.  Reiknað er með miklum fjölda gesta til Húsavíkur um helgina. Ljósmyndari heimasíðu stéttarfélaganna  fór í morgun og tók nokkrar myndir af fallegum skreytingum í bænum en sjá má skreytingar við flest hús á Húsavík í mismunandi litum eftir hverfum. Sjá myndir: Read more „Líflegt á Húsavík“

Hulda Ósk og Stefán Viðar sigruðu

Botnsvatnshlaupið var haldið á Mærudögum á Húsavík 26. júlí s.l. í góðu hlaupaveðri.  Hlaupið hófu rúmlega 30 hlauparar. Hlaupið er 7,6 km., hlaupið er umhverfis Botnsvatn, stíg meðfram Búðará og endað í Skrúðgarði Húsvíkinga í miðbænum. Af konunum varð Hulda Ósk Jónsdóttir fyrst á tímanum 30:23 og af körlunum varð Stefán Viðar Sigtryggsson fyrstur á tímanum 29:27. Read more „Hulda Ósk og Stefán Viðar sigruðu“

Stórleikur framundan um helgina -Taktu þátt í sigurgöngu-

Nú eru að hefjast Mærudagar á Húsavík sem er bæjarhátíð heimamanna. Dagskrá Mærudaga er vegleg að vanda og margir forvitnilegir viðburðir fara fram. Einn af þeim er stórleikur Torgara og Miðbæinga í fótbolta sem fram fer næsta laugardag kl. 12:00. Í Skarpi í dag er grein eftir Aðalstein Torgara Baldursson um leikinn. Lesa grein: Read more „Stórleikur framundan um helgina -Taktu þátt í sigurgöngu-„

Veruleg aukning í gistinótum hjá Fosshótel Laugum

Í samtölum við ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum hefur komið fram að víða hefur orðið töluverð aukning í komu ferðamanna. Sem dæmi má nefna að hjá Fosshótel Laugum fjölgaði gistinótum um 23,73% í júní miðað við sama tíma í fyrra.  Aukningin í júlí er einnig mikil og stefnir hún í allt að 92%. Þetta eru að sjálfsögðu ánægjulegar fréttir en ferðaþjónustan í Þingeyjarsýslum skapar á hverju sumri fjölda starfa, ekki síst fyrir skólafólk. Read more „Veruleg aukning í gistinótum hjá Fosshótel Laugum“