Á fundi stjórnar Framsýnar- stéttarfélags, 27. nóvember 2012, var samþykkt að ítreka beiðni félagsins um að fundargerðir miðstjórnar Alþýðusambands Íslands verði gerðar aðgengilegar fyrir aðildarfélög sambandsins. Að mati félagsins er það óskiljanlegt með öllu að fundargerðirnar séu ekki aðgengilegar félögunum, ekki síst þar sem verkalýðshreyfingin kennir sig við virkt lýðræði. Read more „Fundargerðir ASÍ upp á borðið“
Viltu hafa áhrif á siðareglur Framsýnar?
Innan Framsýnar hefur verið starfandi vinnuhópur sem ætlað er það hlutverk að gera drög að siðareglum fyrir félagið. Hópurinn hefur nú skilað frá sér drögum að siðareglum sem verða afgreiddar á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins í janúar. Stjórn Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gær að gefa almennum félagsmönnum kost á að hafa áhrif á siðareglurnar. Read more „Viltu hafa áhrif á siðareglur Framsýnar?“
Lumumba drykkja kostaði pólska verkamenn starfið í Árósum
Nær 20 pólskir verkamenn í Árósum í Danmörku fóru flatt á því að drekka Lumumba með tveimur fulltrúum frá verkalýðsfélaginu 3F. Read more „Lumumba drykkja kostaði pólska verkamenn starfið í Árósum“
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Í haust hefur Starfsgreinasambandið sem Framsýn á aðild að átt fulltrúa í nefnd á vegum Innanríkisráðuneytisins um endurmenntun atvinnubílstjóra en samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins þarf að skilyrða endurnýjun starfsleyfa við að bílstjórar fari í gegnum endurmenntun. Read more „Endurmenntun atvinnubílstjóra“
Framsýn skoðar aðbúnað og aðgengi í verslunum
Verkefnið Verslun í dreifbýli var þriggja ára samstarfsverkefni um málefni dreifbýlisverslana sjö þjóða á norðurslóðum; Íslands, Finnlands, Noregs, Færeyja, Norður – Írlands, Írlands og Skotlands. Tilgangurinn með verkefninu var að renna styrkari stoðum undir rekstur dreifbýlisverslana og finna lausnir sem henta hverri verslun meðal annars með því að greina hverjir séu bestu valkostirnir til að auka arðsemi verslana í dreifbýli, auka gæði og fjölga þjónustuþáttum í dreifbýlisverslun. Read more „Framsýn skoðar aðbúnað og aðgengi í verslunum“
Ánægðir með samstarfið – skimun fyrir ristilkrabbameini
Lionsklúbbur Húsavíkur og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga stóðu í dag fyrir kynningarfundi með styrktaraðilum sem komu að því að styrkja fimm ára verkefni á þeirra vegum er varðar skimun fyrir ristilkrabbameini í körlum og konum á þjónustusvæði HÞ. Heilbrigðisstofnunin hefur séð um skipulagninguna og framkvæmd speglunar en Lionsklúbburinn hefur verið fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Read more „Ánægðir með samstarfið – skimun fyrir ristilkrabbameini“
Skóbúðin 70 ára
Um þessar mundir eru um 70 ár síðan Skóbúð Húsavíkur hóf starfsemi á Húsavík. Í tilefni af því hefur verið í gangi 20% afmælisafsláttur síðustu daga auk þess sem gestum var boðið upp á kaffi og kökur á afmælisdeginum í dag. Búðin hefur frá upphafi verið í eigu sömu aðila, núverandi verslunareigendur eru Oddfríður Reynisdóttir og Magnús Hreiðarsson.
Framsýn stendur fyrir launakönnun
Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur ákveðið að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna eftir áramótin. Lagðar verða nokkrar spurningar fyrir félagsmenn er varða þeirra launakjör, vinnuumhverfi og starfsemi Framsýnar. Nánar verður fjallað um könnunina í bréfi sem félagsmenn innan deildarinnar fá í hendur í vetur. Það er von stjórnar að menn verði duglegir að svara könnuninni.
Viðræður framundan um kjör starfsmanna við hvalaskoðun
Stjórn Framsýnar mun fjalla um nýlegt erindi hvalaskoðunarfyrirtækjanna, Norðursiglingar og Hvalaferða á fundi sínum á morgun en þau hafa ákveðið að fela Samtökum atvinnulífsins að sjá um samningamál fyrir fyrirtækin. Framsýn hefur lengi talið ástæðu til að gerður yrði sérkjarasamningur um kjör, tryggingar og réttindi starfsmanna sem starfa við þessa vaxandi atvinnugrein á Húsavík. Ekki síst þar sem hún kemur bæði inn á sjómennsku og eins ferðaþjónustu. Read more „Viðræður framundan um kjör starfsmanna við hvalaskoðun“
Afmæli fagnað!
Heiðurskonan Jóhanna Björnsdóttir átti nýlega stórafmæli en þá varð hún ? ára. Þar sem Jóhanna er svo ungleg getur ekki verið að hún hafi náð þeim aldrei sem hún fagnar um þessar mundir og því er aldurinn ekki tekinn fram í þessari frétt. Í tilefni af afmælinu var boðið upp á afmælistertu í dag. Read more „Afmæli fagnað!“
Langvarandi ótíð skapar leiðindi
Þrátt fyrir að Þingeyingar láti fátt fara í taugarnar á sér eru flestir orðnir mjög þreyttir á þeirri ótíð sem verið hefur hér norðanlands nánast frá 10. september. Þá hefur snjómokstur kostað mikla peninga fyrir sveitarfélögin á svæðinu sem væntanlega kemur niður á öðrum framkvæmdum. Veðurstofa Heimasíðu stéttarfélaganna spáir því, eftir að hafa skoðað hvernig músaholurnar á svæðinu snúa, að veðrið taki verulegum breytingum til batnaðar þegar í næstu viku. Read more „Langvarandi ótíð skapar leiðindi“
Samstaða eða samstöðuleysi
Það er ánægjulegt til þess að vita að fjögur stéttarfélög hafa orðið við tilmælum Framsýnar um að styrkja Verkalýðsfélag Akraness varðandi málarekstur félagsins vegna hugsanlegs ólögmætis verðtryggingar. Auk þess hafa einstaklingar og fyrirtæki lagt fram framlög vegna málarekstursins. Samkvæmt heimildum heimasíðunnar hafa safnast um milljón króna en talið er að málreksturinn kosti vel á þriðju milljón. Read more „Samstaða eða samstöðuleysi“
Félagsmenn í STH athugið
Starfsmannafélag Húsavíkur hefur ákveðið að greiða niður leikhúsmiða fyrir virka félagsmenn á sýningar Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Ást. Niðurgreiðslan er kr. 1500.- per miða. Forsendan fyrir niðurgreiðslunni er Read more „Félagsmenn í STH athugið“
Mikið líf við höfnina á Þórshöfn
Formaður Framsýnar fór í vinnustaðaheimsóknir á Þórshöfn í vikunni. Að venju var mikið um að vera á staðnum, ekki síst við höfnina. Togarinn Suðurey VE 12 var að landa góðum afla eða um 60 til 70 tonnum af bolfiski. Aflinn fer að mestu til vinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn en hluti aflans fer á markað.
Stjórnarfundur næsta þriðjudag
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar næsta þriðjudag kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Eftirfarandi mál eru á dagskrá fundarins: Read more „Stjórnarfundur næsta þriðjudag“
Heimasíðan mikið skoðuð
Eins og fjallað hefur verið um hér á þessari ágætu síðu er Heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum virkasta síða aðildarfélaga innan ASÍ samkvæmt úttekt Starfsgreinasambands Íslands. Greinilegt er að sífellt fleiri lesendur fara inn á síðuna. Samkvæmt vefmælingum fóru tæplega 2000 manns inn á síðuna í síðustu viku. Þar af voru 45,49% einstaklingar sem ekki höfðu skoðað síðuna áður. Read more „Heimasíðan mikið skoðuð“
Upplýsingar um desemberuppbót 2012
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsmönnum sínum desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Read more „Upplýsingar um desemberuppbót 2012“
Setið yfir áhættumati
Sigurgeir Stefánsson svæðisstjóri Vinnueftirlitsins á Norðurlandi kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Markmiðið var að ræða við starfsmenn og fara yfir forsendur og markmið áhættumats sem ber að gera á vinnustöðum. Skrifstofa stéttarfélaganna stefnir að því að klára áhættumarið á næstu vikum með það að það taki gildi í upphafi næsta árs. Read more „Setið yfir áhættumati“
Allt á fullu hjá Vísi hf. á Húsavík
Það var mikið að gera hjá starfsmönnum Vísis hf. á Húsavík í dag þegar formaður Framsýnar var þar á ferð. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, þar af rúmlega fjörutíu erlendir starfsmenn. Öll borð voru full af fallegri ýsu sem beið þess að vera snyrt og komið fyrir í þar til gerðar pakkningar til útflutnings. Read more „Allt á fullu hjá Vísi hf. á Húsavík“
Siðareglur Framsýnar í vinnslu
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar skipaði nýlega starfshóp til að gera drög að siðareglum og reglum um ferðakostnað og risnu á vegum félagsins. Starfshópurinn fór yfir málið á vinnufundi í vikunni og mun vinna áfram að málinu með það að markmiði að þær verði endanlega afgreiddar á næsta aðalfundi félagsins. Read more „Siðareglur Framsýnar í vinnslu“