Málefni Raufarhafnar til umræðu

Góður gestur kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag, það er Kristján Þ. Halldórsson. Kristján var nýlega ráðinn til starfa á Raufarhöfn sem verkefnisstjóri til að fylgja eftir atvinnu- og byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að sameiginlega með íbúasamtökum á Raufarhöfn. Þá hefur Framsýn einnig komið að málinu. Kristján fór yfir stöðu verkefnisins með formanni Framsýnar, Aðalsteini Á. Baldurssyni. Formaður Framsýnar kom einnig skoðunum félagsins á framfæri en þeir áttu óformlegan fund eftir hádegið í dag.

Kristján og Aðalsteinn fóru yfir atvinnu- og byggðamál á Raufarhöfn í dag.

Deila á