Verkalýðsfélag Grindavíkur svarar áskorun

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur samþykkti á fundi í gær að verða við áskorun Framsýnar- stéttarfélags um að leggja fram kr. 120.000,- til stuðnings málsókn Verkalýðsfélags Akraness sem samþykkti nýlega að láta á það reyna fyrir dómsstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Ljóst er að málsóknin mun kosta nokkrar milljónir. Read more „Verkalýðsfélag Grindavíkur svarar áskorun“

Vinnustaðaheimsókn í Lyfju á Húsavík

Formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hófu vinnustaðaheimsóknir í morgun með því að heimsækja Lyfju á Húsavík. Áhugi er fyrir því innan deildarinnar að heimsækja nokkra vinnustaði á næstu vikum. Þá er stjórn deildarinnar með það til skoðunar að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna í vetur. Nánar verður fjallað um það síðar. Read more „Vinnustaðaheimsókn í Lyfju á Húsavík“

Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum

Góður bókakostur er ein forsenda þess að viðhalda lestraráhuga hjá börnum og unglingum og góð lestrarfærni er undirstaða alls náms. Verkalýðsfélag Þórshafnar brást því vel við beiðni bókavarðarins á Þórshöfn þegar hann leitaði liðsinnis Verkalýðsfélagsins og bað um styrk til bókakaupa. Read more „Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir lestrarátak í grunnskólanum“

Jólaboð stéttarfélaganna 15. desember

Að venju verða stéttarfélögin með opið hús fyrir gesti og gangandi laugardaginn 15. desember. Boðið verður upp á heimsins besta kaffi og meðlæti, tónlist og þá munu jólasveinarnir ekki verða langt undan. Jólaboð stéttarfélaganna er afar vinsælt og árlega koma um 400 manns í boðið. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Stefnan tekin á Svíþjóð

Verkalýðssamtök í Svíþjóð sem eru systursamtök Starfsgreinasambands Íslands hafa boðist til að taka á móti fulltrúum Framsýnar á næsta ári. Í skoðun er að fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins  fari í apríl 2013 og kosti ferðina sjálfir. Til stendur að kynna sér launakjör og réttindi verkafólks í Svíþjóð, starfsmenntamál, vinnuverndarmál, málefni atvinnulausra og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar  í Svíþjóð.

Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna

Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki  torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem vilja standa rétt og vel að málum og  reka sína starfsemi samkvæmt gildandi reglum á vinnumarkaði. Read more „Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna“

Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember

Ferðaþjónustan í Vogafjósi hefur vaxið og dafnað allt frá því að fjölskyldan að Vogum fór fyrst að bjóða gestum að skoða fjósið, en þess má geta að jörðin er búin að vera í eigu sömu fjölskyldunnar kynslóð eftir kynslóð í um 120 ár.  Í dag rekur fjölskyldan gistiheimili með 26 vel útbúnum herbergjum með baði, veitingahús og sveitaverslun í fallegu umhverfi við Mývatn.  Read more „Til hamingju Vogafjós – bær mánaðarins í nóvember“

Við erum að sjálfsögðu hress!

Það var kuldalegur ritstjóri heimasíðunnar sem kom við á Prentstofunni Örk í morgun enda vetrarlegt á Húsavík og því best að halda sig innan dyra. Þar hitti hann fyrir þau Jóhönnu Másdóttir og Heiðar Kristjánsson sem voru að sinna daglegum störfum á Prentstofunni. Þau voru hress að vanda þrátt fyrir kuldatíð og „yfirvofandi“ jarðskjálfta hér norðan heiða. Read more „Við erum að sjálfsögðu hress!“

Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?

Er jafnrétti kynjanna fjarlæg draumsýn? Geta aðilar vinnumarkaðarins með samhentu átaki breytt tálsýn í veruleika? Fjallað verður um nýjustu strauma og stefnur í kynjajafnrétti á opnum fundi sem Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna  Traustadóttir jafnréttisfulltrúi  ASÍ.   Read more „Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?“

Spyr.is áhugaverður vefur um þjóðfélagsumræðuna

Viðtal sem tekið var við formann Framsýnar á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum um atvinnuástandið á Raufarhöfn og framkvæmdir Landsvirkjunar í Bjarnarflagi vakti mikla og jákvæða athygli. Í viðtalinu fór Aðalsteinn yfir ástandið á Raufarhöfn og gagnrýndi ákveðna þingmenn fyrir að vinna endalaust gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Read more „Spyr.is áhugaverður vefur um þjóðfélagsumræðuna“

Getum við fengið húfu?

Þrjár ungar stúlkur sem eru nemendur í Framhaldsskólanum  á Húsavík og notendur þjónustunnar sem er í boði í Miðjunni litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna á föstudaginn. Tilgangurinn var að heilsa upp á starfsmenn og fá húfu frá Framsýn en félagið auglýsti nýlega húfur til gefins fyrir félagsmenn. Þær heita: Lena Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir og Bryndís Benediktsdóttir. Read more „Getum við fengið húfu?“