Um þessar mundir eru samtals 127 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á félagsvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er í Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Norðurþingi, Tjörneshreppi og Langanesbyggð. Þar af eru 70 karlar og 57 konur og er aldursskiptingin er eftirfarandi: Read more „127 einstaklingar á atvinnuleysisskrá“
Fiskeldi öflugt á félagssvæðinu
Á félagssvæði Framsýnar er víða rekið öflugt fiskeldi. Það er á Húsavík, Kelduhverfi, Öxarfirði og Reykjahverfi. Fulltrúar Framsýnar komu við í Fiskeldinu í Haukamýri á Húsavík en þar hefur verið mikill umgangur á síðustu árum og þar er auk þess landslið starfsmanna. Sjá myndir úr vinnustaða heimsókninni. Read more „Fiskeldi öflugt á félagssvæðinu“
Áfram veginn!
Já, starfsmenn Framsýnar hafa haldið áfram vinnustaðaheimsóknum um félagssvæðið og eru því farnir að þekkja vegakerfið vel á svæðinu. Heimsóknirnar hafa aldrei verið eins margar og um þessar mundir. Væntanlega hafa lesendur heimasíðunnar tekið eftir því hér á síðunni. Nú koma nokkrar myndir sem teknar voru á vinnustöðum í Reykjadal en þar er afar blómlegt atvinnulíf. Sjá myndir: Read more „Áfram veginn!“
Sara Stefánsdóttir nr. 1000
Sara Stefánsdóttir var þúsundasti facebook vinur okkar og í tilefni að því fékk hún veglega gjöf frá Framsýn. Það borgar sig að vera vinur Framsýnar og fylgjast vel með en það er aldrei að vita hverju við tökum upp á þegar það fer að nálgast vin númer 1500 og svo við tölum nú ekki um númer 2000. Read more „Sara Stefánsdóttir nr. 1000“
SGS og NPA miðstöðin gera kjarasamning

Framleiða fisk fyrir erlenda markaði
Það er nokkuð öflugt atvinnulíf í norðurhluta félagssvæðisins, það er í Kelduhverfi og Öxarfirði. Einn af þessum vinnustöðum er fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarnan. Meðfylgjandi myndir eru teknar úr vinnustaðaheimsókn í síðustu viku. Read more „Framleiða fisk fyrir erlenda markaði“
Vaðlaheiðagöng til umræðu
Fulltrúar frá Einingu-Iðju og Framsýn komu saman til fundar á Húsavík í dag. Helsta umræðuefni fundarins voru væntanlegar framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng. Samkvæmt heimildum eru viðræður verkkaupa við ÍAV og svissneska fyrirtækið Matri um gerð gagnanna á logastigi. Undirskrift samninganna hefur verið ákveðin í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 1. febrúar. Read more „Vaðlaheiðagöng til umræðu“
Raufarhöfn og framtíðin
Dagana 26. – 27. janúar hefur verið boðið til íbúaþings á Raufarhöfn, undir yfirskriftinni: „Raufarhöfn og framtíðin“. Þingið er haldið á vegum sameiginlegs verkefnis Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Háskólans á Akureyri og íbúa Raufarhafnar, um þróun byggðar á Raufarhöfn. Þá hefur Framsýn einnig látið sig málið varða. Read more „Raufarhöfn og framtíðin“
Vaxandi starfsemi á Raufarhöfn
Eins og við sögðum frá fyrir nokkru stefnir GPG-Fiskverkun að því að auka starfsemina á Raufarhöfn en þar rekur fyrirtækið fiskverkun. Fulltrúar Framsýnar fóru til Raufarhafnar fyrir helgina til að skoða aðstæður og ræða við starfsmenn og stjórnendur á Raufarhöfn. Hér koma myndir úr ferðalaginu. Read more „Vaxandi starfsemi á Raufarhöfn“
Hefja undirbúning strax!
Nú þegar fyrir liggur samkomulag milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun og framlengingu kjarasamninga hefur Framsýn ákveðið að hefja undirbúning að næstu kjarasamningsgerð þegar í stað. Samninganefnd félagsins hefur verið boðuð saman til fundar næsta fimmtudag en tæplega þrjátíu manns sitja í nefndinni frá flestum stærri vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Read more „Hefja undirbúning strax!“
Maðurinn á bak við starfið
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar á Skrifstofu stéttarfélaganna sem ráðgjafi hjá VIRK- Starfsendurhæfingarsjóði. Heimasíðan tók Ágúst í viðtal til að fræðast um starfsemina og hvort hún hefði skilað tilætluðum árangri. Hér má sjá afraksturinn. Read more „Maðurinn á bak við starfið“
Þvo þvotta alla daga
Dalakofinn á Laugum- Störfin og þjónustan mikilvæg fyrir samfélagið okkar
Starfsmenn Framsýnar – stéttarfélags voru á ferð um Þingeyjarsveit í gær og komu m.a. við á Laugum í S.-Þing. Í þessum vinalega þéttbýliskjarna Þingeyjarsveitar er fjölbreytt atvinnulíf, m.a. Framhaldsskólinn á Laugum, Þingeyjarskóli með grunnskóla- og leikskóladeild, iðnaðarmenn, Sparisjóður S.-Þing., stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og vaxandi ferðaþjónusta. Read more „Dalakofinn á Laugum- Störfin og þjónustan mikilvæg fyrir samfélagið okkar“
Þingiðn styrkir bókakaup
Þingiðn hefur orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið. Mikill áhugi er fyrir bókalestri í flestum bekkjum skólans og því er ekki síst mikilvægt að efla safnið með kaupum á nýjum bókum fyrir áhugasama nemendur skólans. Read more „Þingiðn styrkir bókakaup“
Samkomulag ASÍ og SA samþykkt
Á fundi samninganefndar Samiðnar í dag var formanni Samiðnar veitt fullt umboð til að undirrita samkomulag milli SA og ASÍ eins og það var lagt fram og kynnt á fundinum. Verði samkomulagið undirritað n.k. mánudag munu kjarasamningar gilda fram til 30. nóvember 2013. Read more „Samkomulag ASÍ og SA samþykkt“
Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið
Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um útgreiðslur og afkomu sjúkrasjóða innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Sem dæmi má nefna, þá greiddi Framsýn félagsmönnum um 15 milljónir í sjúkradagpeninga á síðasta ári. Í heildina voru útgreiðslur úr sjóðnum um 25 milljónir þegar teknir eru inn aðrir styrkir s.s. vegna sjúkraþjálfunar. Read more „Veikindi í stoðkerfi helsta vandamálið“
Nýjar reglur um innheimtu iðgjalda
Reglur um innheimtu iðgjalda á vegum stéttarfélaganna, Framsýnar og Þingiðnar, hafa verið endurskoðaðar og tóku þær gildi 1. janúar 2013. Þær varða skil atvinnurekenda á kjarasamnings- og lögbundum iðgjöldum til stéttarfélaga. Helstu reglur eru eftirfarandi: Read more „Nýjar reglur um innheimtu iðgjalda“
Formaður í viðtali á Bylgjunni um kjaramál
Fjölmiðlar hafa fjallað um stöðu kjaramála undanfarna daga enda stendur endurskoðun þeirra yfir um þessar mundir. Í því sambandi hafa þeir töluvert leitað til Framsýnar eftir viðbrögðum. Hér má hlusta á viðtal við formann Framsýnar sem var í Bylgjufréttum á föstudaginn. Read more „Formaður í viðtali á Bylgjunni um kjaramál“
Samkomulag í burðarliðnum
Samkomulag milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins um endurskoðun kjarasamninga er í burðarliðnum þannig að flest bendir til þess að samningunum verði ekki sagt upp næsta mánudag þrátt fyrir forsendubrest. Í samkomulaginu er komið inn á jöfnun lífeyrisréttinda, aukin framlög í starfsmenntasjóði og að samningstíminn verði styttur um tvo mánuði. Read more „Samkomulag í burðarliðnum“
Trúnaðarmannanámskeið í mars
Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði 7 og 8. mars í samstarfi við Félagsmálaskólann. Reiknað er með að námskeiðið fari fram í Mývatnssveit. Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir á námskeiðinu: Tryggingar og kjarasamningar, Samningatækni og Vinnuvernd á vinnustöðum. Trúnaðarmenn eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 31. janúar nk. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar. Read more „Trúnaðarmannanámskeið í mars“