Ef þú ert orðinn 25 ára og hefur starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi þá gæti raunfærnimat hentað þér. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Read more „Raunfærnimat í skipstjórn“
AN þingið stendur yfir á Illugastöðum
Rétt í þessu var 33. þing Alþýðusambands Norðurlands að hefjast á Illugastöðum í Fnjóskadal en þingið hófst kl. 10:30. Um 140 fulltrúar eiga seturétt á þinginu frá stéttarfélögum á Norðurlandi. Helstu málefni þingsins eru kjaramál, atvinnumál, vinnumiðlun, starfsemi AN og skipulag Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum. Read more „AN þingið stendur yfir á Illugastöðum“
Samningur um kísilver á Bakka undirritaður
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamning við þýska félagið PCC vegna byggingar og reksturs kísilvers á Bakka við Húsavík. Read more „Samningur um kísilver á Bakka undirritaður“
Annað tímatal hjá SA
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins létu mynda sig í bak og fyrir á dögunum þegar þeir tjáðu verkafólki þessa lands að 1 til 2% launahækkun væri í boði fyrir vinnandi stéttir landsins í komandi kjaraviðræðum. Að öðrum kosti færi allt á hliðina. Read more „Annað tímatal hjá SA“
Fjárlagafrumvarpið til umræðu
Í morgun komu góðir gestir í heimsókn til Skrifstofu stéttarfélaganna, það er Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir sem bæði eru þingmenn eins og alþjóð veit. Að venju var farið yfir landsmálin, nýja fjárlagafrumvarpið og málefni landsbyggðarinnar, ekki síst Þingeyinga. Read more „Fjárlagafrumvarpið til umræðu“
Fundað út og suður!
Um þessar mundir er mikil undirbúningur í gangi á vegum Starfsgreinasambands Íslands varðandi komandi kjaraviðræður við atvinnurekendur. Fulltrúar Framsýnar taka virkan þátt í þessari vinnu. Á morgun hefur t.d. verið boðað til fundar í Reykjavík um málefni starfsfólks í fiskeldi, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.
Frá Botnsvatni til Berlínar
Um gildi hollrar hreyfingar þarf ekki að efast lengur. Hreyfing og þolþjálfun í ca. 30 mín. 4-6 sinnum í viku hefur geysilegt forvarnargildi gagnvart flestum líkamlegum kvillum og sjúkdómum. Hreyfing styður ónæmiskerfið þannig að við verðum ekki eins útsett fyrir pestum og innflúensum. Áhrif hreyfingar á stoðkerfið eru mjög jákvæðar, hún styrkir bein og vöðva, hjálpar við þyngdarstjórnun og dregur úr verkjum. Read more „Frá Botnsvatni til Berlínar“
Verulegur bati á vinnumarkaði
Nýjustu tölur af vinnumarkaði benda til þess að mun meiri gangur sé í honum um þessar mundir en raunin var í fyrra, og virðist staða hans ekki hafa verið betri síðan fyrir hrun. Stingur þetta talsvert í stúf við nýlegar tölur frá eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á sama tíma og dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi fólki er að fjölga, sem ætti að öllu jöfnu að ýta undir vöxt í einkaneyslu, benda nýlegir hagvísar til þess að lítill vöxtur sé í einkaneyslu. Read more „Verulegur bati á vinnumarkaði“
Starfsgreinasambandið ræðir kröfugerð
LÍV fundar um kjaramál
Árlegur formannafundur LÍV (Landssamband íslenskra verzlunarmanna) var haldinn í Reykjavík á dögunum. Fundinn sóttu formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, Jóna Matt og Jónína Hermanns. Read more „LÍV fundar um kjaramál“
Göngur og réttir í Þistilfirði
Bændur víða á Norðurlandi réttuðu um síðustu helgi, flestir náðu að rétta áður en slæmt veður gekk yfir landið á sunnudeginum. Hér koma nokkrar skemmtilegar myndir sem teknar voru í Þistilfirði um helgina. Read more „Göngur og réttir í Þistilfirði“
Hækkun til starfsmanna HÞ
Framsýn hefur gengið frá nýjum stofnanasamningi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem byggir á ákvörðun fyrrverandi ríkistjórnar að laga kjör kvenna á heilbrigðisstofnunum. Framlagið sem er til skiptana er 4,8% og kemur til viðbótar umsömdum launahækkunum og hefur því ekki áhrif á almennar launahækkanir til starfsmanna á tímabilinu. Read more „Hækkun til starfsmanna HÞ“
Fundur á vegum SGS um kjaramál
Fulltrúar frá þeim 16 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem samþykkt hafa að veita sambandinu samningsumboð munu funda á Hótel Heklu á Suðurlandi á fimmtudag og föstudag. Á fundinum verður unnið að kröfugerð sambandsins, skipað í undirnefndir, farið yfir verklag og gengið frá forgangskröfum. Tveir fulltrúar verða frá Framsýn á fundinum, formaður og varaformaður.
16 félög hafa veitt SGS samningsumboð
Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasambandið og félög þess unnið hörðum höndum við undirbúning næstu kjarasamninga. Undirbúningurinn hófst formlega síðasta vetur með kjaramálaráðstefnum sem SGS stóð fyrir, en síðan þá hafa félögin, hvert í sínum ranni, haldið undirbúningnum áfram. Read more „16 félög hafa veitt SGS samningsumboð“
Fréttabréfið klárt
Formanni FFSÍ svarað í Morgunblaðinu
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Aðalstein Á. Baldursson formann Framsýnar sem svarar formanni FFSÍ vegna skrifa hans um kjarasamning starfsfólks við hvalaskoðun sem Framsýn gekk frá við Samtök atvinnulífsins í ágúst. Hér má lesa greinina: Read more „Formanni FFSÍ svarað í Morgunblaðinu“
Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæður
Framsýn, stéttarfélag hefur síðustu mánuði unnið að mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Félagið hefur haldið félagsfundi um kjaramál og vinnustaðafundi þar sem kjaramál hafa verið til umræðu. Þá hefur félagið einnig ályktað um kjaramál þar sem stefnu félagsins hefur verið komið á framfæri út í samfélagið. Gengið var frá endanlegri kröfugerð félagsins í gær. Read more „Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæður“
Uppgangur í ferðaþjónustu
Örlygur Hnefill Örlygsson er ánægður með sumarið en hann ásamt fjölskyldu reka myndarlega gistiþjónustu á Húsavík. Í boði eru 40 herbergi, þar af 19 í nýju og glæsilegu hóteli á Húsavík auk þess sem þau eru með fjögur gistiheimili til viðbótar á svæðinu. Read more „Uppgangur í ferðaþjónustu“
Góður fundur um vaktavinnu
Stéttarfélögin stóðu í gærkvöldi fyrir fundi um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Frummælendur á fundinum voru Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Í framsögum sínum komu þau víða við. Read more „Góður fundur um vaktavinnu“
Opinn fundur í kvöld um áhrif vaktavinnu á líðan fólks
Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna í kvöld, þriðjudaginn 10. september kl. 20:00 og er öllum opinn. Tveir góðir frummælendur verða á fundinum. Það eru þau Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Sjá auglýsingu: Read more „Opinn fundur í kvöld um áhrif vaktavinnu á líðan fólks“

