Aðalræðumaður á hátíðarhöldunum á Húsavík er Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Drífa kom víða við í ræðu sinni eins og sjá má en hún var að ljúka ræðunni. Skoða ræðu: Read more „Drífa með kraftmikla ræðu“
Tækifæri og samstaða
Rétt í þessu hófust hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Mikið fjölmenni er samankomið í Íþróttahöllinni á Húsavík. Hátíðin hófst með ávarpi formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar. Í ávarpinu kom Aðalsteinn inn á atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og þau sóknartækifæri sem þar leynast verði rétt haldið á málum. Read more „Tækifæri og samstaða“
Mikil undirbúningur í gangi
Opin fundur um VIRK
Virk – starfsendurhæfingarsjóður bíður til kynningarfundar um starfsemi sína. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna Garðarsbraut 26 Húsavík, mánudaginn 6. maí n.k. kl. 20:00. Read more „Opin fundur um VIRK“
Framsýn óskar eftir viðræðum við HÞ
Framsýn óskaði í dag eftir viðræðum við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um endurskoðun á gildandi stofnanasamningi aðila. Ástæðan er útspil fjármálaráðuneytisins sem samþykkti nýlega að setja aukið framlag í stofnanasamninga til að hækka laun kvennastétta. Read more „Framsýn óskar eftir viðræðum við HÞ“
Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks
Launakönnun Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var framkvæmd á tímabilinu janúar til febrúar 2013. Samtals fengu 135 félagsmenn könnun. Samtals tóku 30 félagsmenn þátt. Þátttaka var því 22%. Af 30 svarendum voru 16 í 100% starfshlutfalli og 14 svarendur í lægra starfshlutfalli. Read more „Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks“
Aðalfundur Framsýnar undirbúinn
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar mánudaginn 6. maí kl. 20:00 í fundarsal félagsins til að undirbúa aðalfund félagsins sem haldinn verður í lok maí. Gestur fundarins verður Ágúst Óskarsson starfsmaður Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK. Þar sem dagskrá fundarins er ekki endanlega klár mun hún birtast síðar hér á heimasíðunni.
Aðalfundur VÞ
Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar fyrir árið 2012 verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn fimmtudagskvöldið 2.maí 2013 kl.20.00. Sjá dagskrá: Read more „Aðalfundur VÞ“
Samið um frekari afslátt hjá Frumherja!
Framsýn hefur endurnýjað samning við Frumherja um afsláttarkjör fyrir félagsmenn og hækkar afslátturinn um 5%. Samningurinn veitir því félagsmönnum 20% afslátt af reglubundinni skylduskoðun ökutækja á þeirra vegum. Afslátturinn fæst gegn staðfestingu á því að þeir séu félagsmenn. Áður en að félagsmenn láta skoða sína bíla þurfa þeir að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá vottorð um að þeir séu fullgildir félagsmenn. Þessi afsláttur gildir einnig fyrir félagsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna.
Viðræðum lokið án afgreiðslu
Viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar um samning fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbátum sem hófst kl. 13:15 í dag er lokið. Ekki náðist niðurstaða í málið er fulltrúar Framsýnar lögðu fram tillögu að lausn málsins. Samtök atvinnulífsins óskuðu eftir fresti til að skoða tilboðið og urðu fulltrúar Framsýnar við þeirri beiðni. Read more „Viðræðum lokið án afgreiðslu“
Viltu komast í orlofshús?
Nú þegar úthlutun til félagsmanna er lokið varðandi leigu á sumarhúsum geta þeir sem ekki sóttu um hús fyrir auglýstan tíma komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og sótt um þær vikur sem eru lausar. Leiguverð per. viku er kr. 24.000,-. Fljótlega munum við setja inn þær vikur sem eru í boði þannig að félagsmenn geti skoðað þær á netinu.
Viðræðum framhaldið í dag!
Viðræðum Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna samnings fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík verður framhaldið í dag og hófst fundurinn kl. 13:15 í húsi Samtaka atvinnulífsins í Reykjavík. Framsýn hefur lengi barist fyrir því að gerður verði samningur um kjör og tryggingar starfsmanna sem starfa við þessa ört vaxandi atvinnugrein. Read more „Viðræðum framhaldið í dag!“
Nýr bátur til Raufarhafnar
Formaður Framsýnar var á Raufarhöfn í gær þar sem hann heilsaði upp á félagsmenn og aðra þá sem hann rakst á við höfnina og reyndar á götum bæjarins líka. Meðal annars spjallaði hann við trillukarla sem voru að koma frá því að vitja um grásleppunet. Enn aðrir voru að gera sig klára fyrir vertíðina. Menn voru nokkuð ánægðir með aflabrögð en kvörtuðu undan ótíð. Read more „Nýr bátur til Raufarhafnar“
Fræðandi ferð til verkalýðssamtaka í Svíþjóð
Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar auk starfsmanna fóru á eigin vegum til Svíþjóðar í síðustu viku til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga og réttindi verkafólks í Svíþjóð. Hópurinn kom heim í gær eftir velheppnaða ferð. Read more „Fræðandi ferð til verkalýðssamtaka í Svíþjóð“
Samningur um afsláttarkjör
Framsýn hefur gengið frá samningi við Vátryggingafélag Íslands og Líftryggingafélag Íslands um forvarnir og afsláttarkjör fyrir félagsmenn Framsýnar. Samkomulagið nær einnig til félagsmanna Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Read more „Samningur um afsláttarkjör“
Formaður á Raufarhöfn
Bjarni Hafþór frá Grafarbakka í toppformi
Eins og fram hefur komið verður Bjarni Hafþór Helgason með gamanmál á hátíðarhöldunum 1. maí á Húsavík. Bjarni Hafþór er góð blanda af Jökuldælingi og Húsvíkingi sonur heiðurshjónanna Jóhönnu Aðalsteinsdóttur og Helga Bjarnasonar sem um árabil var formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Read more „Bjarni Hafþór frá Grafarbakka í toppformi“
Ert þú klár í sauðburð?
Heimild til úttektar á séreignarsparnaði
Opnað hefur verið á ný fyrir útgreiðslu séreignarsparnaðar og gildir sú heimild til 1. janúar 2014. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember s.l. var heimild til úttektar á séreignarsparnaði opnuð á ný. Read more „Heimild til úttektar á séreignarsparnaði“
Ágætu félagar og viðskiptavinir!
Vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna Skrifstofu stéttarfélaganna verður starfsemi skrifstofunnar í lágmarki næsta fimmtudag og föstudag. Aðeins einn starfsmaður verður á staðnum og mun gera sitt besta til að þjóna félagsmönnum og öðrum þeim sem þurfa á þjónustu að halda. Við biðjum viðskiptavini skrifstofunnar að hafa skilning á því.