Fallegt á Þeistareykjum í dag

Formaður Framsýnar og yfirmenn Jarðborana gerðu sér ferð á Þeistareyki í dag eftir heimsókn þeirra til Húsavíkur í morgun. Markmiðið var að heilsa upp á starfsmenn og kynna sér aðstæður en veðrið hefur verið mjög slæmt það sem af er vetri. Bormenn hafa því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu en starfsmenn Jarðborana á Þeistareykjum eru mikil hörkutól, ekki spurning. Sjá myndir og frekari umfjöllun. Read more „Fallegt á Þeistareykjum í dag“

Hvað er að frétta?

Daglega koma margir góðir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Erindin eru mörg og mismunandi. Menn koma t.d. til að fá sér kaffi og ræða málin, leita aðstoðar, sækja námskeið,  leita eftir upplýsingum um réttindi á vinnumaraði eða hjá stéttarfélögunum sem aðild eiga að skrifstofunni. Sjá myndir: Read more „Hvað er að frétta?“

Nýr góður liðsmaður í sérverkefni

Framsýn hefur ráðið Rafnar Orra Gunnarsson í tímabundið verkefni. Rafnar er 24 ára gamall og ættaður frá Húsavík. Honum er ætlað að fara um þingeyjarsýslur og mynda atvinnulífið á svæðinu og efla auk þess tengsl Framsýnar við unga félagsmenn en rúmlega 500 félagsmenn eru innan við 25 ára aldur. Hugmyndin er síðan að búa til kynningarmyndband um atvinnulífið og starfsemi Framsýnar á félagssvæðinu sem nær frá Raufarhöfn að Vaðlaheiði. Read more „Nýr góður liðsmaður í sérverkefni“

Fundargerðir ASÍ upp á borðið

Á fundi stjórnar Framsýnar- stéttarfélags, 27. nóvember 2012, var samþykkt að ítreka beiðni félagsins um að fundargerðir miðstjórnar Alþýðusambands Íslands verði gerðar aðgengilegar fyrir aðildarfélög sambandsins.  Að mati félagsins er það óskiljanlegt með öllu að fundargerðirnar séu ekki aðgengilegar félögunum, ekki síst þar sem verkalýðshreyfingin kennir sig við virkt lýðræði. Read more „Fundargerðir ASÍ upp á borðið“

Viltu hafa áhrif á siðareglur Framsýnar?

Innan Framsýnar hefur verið starfandi vinnuhópur sem ætlað er það hlutverk að gera drög að siðareglum fyrir félagið. Hópurinn hefur nú skilað frá sér drögum að siðareglum sem verða afgreiddar á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins í janúar. Stjórn Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gær að gefa almennum félagsmönnum kost á að hafa áhrif á siðareglurnar. Read more „Viltu hafa áhrif á siðareglur Framsýnar?“

Framsýn skoðar aðbúnað og aðgengi í verslunum

Verkefnið Verslun í dreifbýli var þriggja ára samstarfsverkefni um málefni dreifbýlisverslana sjö þjóða á norðurslóðum; Íslands, Finnlands, Noregs, Færeyja, Norður – Írlands, Írlands og Skotlands. Tilgangurinn með verkefninu var að renna styrkari stoðum undir rekstur dreifbýlisverslana og finna lausnir sem henta hverri verslun meðal annars með því að greina hverjir séu bestu valkostirnir til að auka arðsemi verslana í dreifbýli, auka gæði og fjölga þjónustuþáttum í dreifbýlisverslun. Read more „Framsýn skoðar aðbúnað og aðgengi í verslunum“

Ánægðir með samstarfið – skimun fyrir ristilkrabbameini

Lionsklúbbur Húsavíkur og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga stóðu í dag fyrir kynningarfundi með styrktaraðilum sem komu að því að styrkja fimm ára verkefni á þeirra vegum er varðar skimun  fyrir ristilkrabbameini í körlum og konum á þjónustusvæði HÞ. Heilbrigðisstofnunin hefur séð um skipulagninguna og framkvæmd speglunar en Lionsklúbburinn hefur verið fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Read more „Ánægðir með samstarfið – skimun fyrir ristilkrabbameini“

Skóbúðin 70 ára

Um þessar mundir eru um 70 ár síðan Skóbúð Húsavíkur hóf starfsemi á Húsavík. Í tilefni af því hefur verið í gangi 20% afmælisafsláttur síðustu daga auk þess sem gestum var boðið upp á kaffi og kökur á afmælisdeginum í dag. Búðin hefur frá upphafi verið í eigu sömu aðila, núverandi verslunareigendur eru Oddfríður Reynisdóttir og Magnús Hreiðarsson.

Read more „Skóbúðin 70 ára“

Framsýn stendur fyrir launakönnun

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur ákveðið að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna eftir áramótin. Lagðar verða nokkrar spurningar fyrir félagsmenn er varða þeirra launakjör, vinnuumhverfi og starfsemi Framsýnar.  Nánar verður fjallað um könnunina í bréfi sem félagsmenn innan deildarinnar fá í hendur í vetur. Það er von stjórnar að menn verði duglegir að svara könnuninni.

Viðræður framundan um kjör starfsmanna við hvalaskoðun

Stjórn Framsýnar mun fjalla um nýlegt erindi  hvalaskoðunarfyrirtækjanna, Norðursiglingar og  Hvalaferða á fundi sínum á morgun en þau hafa ákveðið að fela Samtökum atvinnulífsins að sjá um samningamál fyrir fyrirtækin.  Framsýn hefur lengi talið ástæðu til að gerður yrði sérkjarasamningur um kjör, tryggingar og réttindi starfsmanna sem starfa við þessa vaxandi atvinnugrein á Húsavík. Ekki síst þar sem hún kemur bæði inn á sjómennsku og eins ferðaþjónustu. Read more „Viðræður framundan um kjör starfsmanna við hvalaskoðun“