Framsýn stendur fyrir launakönnun

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur ákveðið að standa fyrir launakönnun meðal félagsmanna eftir áramótin. Lagðar verða nokkrar spurningar fyrir félagsmenn er varða þeirra launakjör, vinnuumhverfi og starfsemi Framsýnar.  Nánar verður fjallað um könnunina í bréfi sem félagsmenn innan deildarinnar fá í hendur í vetur. Það er von stjórnar að menn verði duglegir að svara könnuninni.

Deila á