Fréttir af starfsemi Starfsmannafélags Húsavíkur

Guðrún K Magnúsdóttir og Stefán Stefánsson voru fulltrúar STH á aðalfundi Samflots 9 og 10 nóvember sl.var sá fundur mjög góður og málin rædd þar á hreinskiptinn hátt og þær ákvarðanir sem teknar voru á fundinum gerir framkvæmdanefnd Samflotsins kleift að efla starf sitt gagnvart okkar samningsaðilum. Í fyrra á aðalfundi sem haldin var í Keflavík var ákveðið að minnka framlag félagana sem að Samflotinu standa sem við hjá STH vorum mótfallin vegna þess að það gat hvert mannsbarn séð það að ekki yrði mikið úr starfseminni ef ekki væru til peningar til rekstrar og ferðakostnaðar.

Árið 2013 verður STH 50 ára og það verður blásið til tveggja ferða eins og við höfum gert sl. ár þannig að allir félagsmenn eigi kost á að fara og er farið að athuga með ferðir og er stefnt að því að það liggi fyrir ekki seinna enn í febrúar 2013 hvenær farið verður og hvert og mun stjórn félagssins vinna þetta með ferðanefndinni og verður það auglýst um leið og ákvörðun liggur fyrir þannig að menn geti skipulagt sumarfríið.

Formaður STH sat aðalfundi BSRB og Fjölskyldu og styrktarsjóðs BSRB félaga,staða BSRB er í góðum lagi og eins staða FOS hún er mjög traust og það er almenn ánægja með starfsemi sjóðsins og er full ástæða að hvetja menn til að kynna sér hvað hægt er að sækja í sjóðinn,það er linkur inná síðu sjóðssins á síðu stéttarfélagana. Um áramótin verður sú breyting á að einungis verður hægt að sækja rafrænt um í sjóðnum og þegar það er gert munu koma upp efst í horni hægra megin tölustafir og bókstafir sem þarf að merkja inn á gögnin sem þarf að senda til sjóðssins til þess að fá úthlutun.Einnig  veita starfsmenn skrifstofunnar aðstoð við að sækja um ef menn hafa ekki aðgang að tölvu eða þá ekki treysta sér til þess.

Það er margt í boði í sjóðnum t.d. slysabætur, sjúkraþjálfun, sjúkranudd, nálastungumeðferðar, hnykklækninga, krabbameinsleitar, ferðakostnað ef  Tryggingastofnun borgar ekki, líkamsræktarstyrk, ættleiðingar, tæknifrjóvgunar, sjónlagaðgerð, gleraugnakaup, Heilsustofnunin Hveragerði, félagsráðgjöf, fjölskylduráðgjafa, sálfræðing, útfarakostnaður, tannlæknakostnaður, heyrnartækjakaup og síðan og ekki síst fyrir unga fólkið þá er greiddur styrkur vegna fæðingu barna og var hann 220.000 fyrir eitt barn og tvöfaldast við fleirburðafæðingu eins gildir þessi styrkur vegna ættleiðinga barna yngri enn 5 ára. Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvanafæðingar.

Þessir styrkir eru háðir starfsaldri og geta menn séð þetta inná síðu sjóðssins www.styrktarsjodur.bsrb.is   ( Úthlutunarreglur)

Stjórn félagssins tók þá ákvörðun á stjórnarfundi 22 nóvember að hafa ekki jólafund eins og undanfarin ár og var það gert vegna þess að við reiknum með því að gera okkur glaðan dag þegar félagið heldur upp á 50 ára afmælið, einnig ákvað stjórn félagssins að styrkja Krabbameinsfélag  Suður Þingeyinga um 200.000.- og var sá styrkur afhentur á Bleika kvöldinu.

Einnig ákvað stjórn STH að greiða niður leikhúsmiða um 1500.- og fá menn miða á skrifstofu stéttarfélagana sem þeir svo framvísa í miðasöluna.

Einnig ákvað stjórnin að hækka leiguna á íbúðinni að Sólheimum 23 og frá áramótum verður vikulega fyrir félagsmenn STH kr. 20.000.- fyrir eina nótt kr.4.000.- fyrir utanfélagsmenn er vikuleigan kr.30.000.- og fyrir eina nótt kr. 6.000.-

Stjórn Starfsmannafélagssins sendir félagsmönnum sínum bestu jóla og nýjárskveðjur sem og landsmönnum öllum með von um að góðir hlutir gerist hér í heimahéraði á árinu 2013.

Deila á