Fallegt á Þeistareykjum í dag

Formaður Framsýnar og yfirmenn Jarðborana gerðu sér ferð á Þeistareyki í dag eftir heimsókn þeirra til Húsavíkur í morgun. Markmiðið var að heilsa upp á starfsmenn og kynna sér aðstæður en veðrið hefur verið mjög slæmt það sem af er vetri. Bormenn hafa því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu en starfsmenn Jarðborana á Þeistareykjum eru mikil hörkutól, ekki spurning. Sjá myndir og frekari umfjöllun.

Hreinn Hjartarson starfsmaður Landsvirkjunar á Þeistareykjum fer hér yfir málin með þeim Baldvini og Sturlu frá Jarðborunum en Baldvin Þorsteinsson er forstjóri fyrirtækisins og Sturla F. Birkisson er framkvæmdastjóri tæknisviðs Jarðborana.

Hermann Jónasson sem er verkstjóri hjá Jarðborunum gerði forsvarsmönnum fyrirtækisins grein fyrir gangi mála á svæðinu en verið er að bora holu nr. níu frá upphafi borana á Þeistareykjum.

Formaður Framsýnar kom færandi hendi með konfektkassa til bormanna. Hermann og Matthías tóku við glaðningnum.

Matti er hörkutól líkt og aðrir starfsmenn Jarðborana á Þeistareykjum.

Bóbbi var að bræða snjó og aftur snjó enda fullmikið af honum á borsvæðinu.

Við erum fallegastir! Jan og jói voru í fanta stuði í dag.

Verið er að bora síðustu holuna á Þeistareykjum í bili og er áætlað að verkinu ljúki fyrir jól. Baldvin framkvæmdastjóri er hér að ræða við bormanninn um ganga mála.

Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir iðnaðarmenn og verkamenn úr Þingeyjarsýslum voru við störf á Þeistareykjum í dag. Hér eru þeir Óli Emils og Vigfús Leifsson að störfum en þeir vinna báðir hjá Trésmiðjunni Val ehf. á Húsavík.

Símasamband á Þeistareykjum er með ágætum. Hér er þingeyingurinn, Sturla F. Birkisson, að svara kalli úr höfuðstöðvum Jarðborana sem eru í Kópavogi.

Nú undir kvöld var ekki annað hægt en að brosa eftir velheppnaða skoðunarferð á Þeistareyki. Hreinn, Aðalsteinn formaður Framsýnar og Baldvin eru hér brosandi út að eyrum. Við látum lesendum eftir að dæma um hver sé með fallegasta brosið.

Deila á