Páskaleikur í gangi – vertu með!!

Eins og fram hefur komið er páskaleikur í gangi á heimasíðu stéttarfélaganna. Hægt er að senda inn nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið framsyn@framsyn.is fyrir kl. 12:00 á morgun. Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út í hádeginu á morgun og fá þeir páskaegg í verðlaun. Nöfn verðlaunahafa verða birt á heimasíðunni á morgun.

Sjómannasambandið stefnir norður

Sjómannasamband Íslands hefur ákveðið að halda formannafund sambandsins á Húsavík í haust. Sjómannadeild Framsýnar er aðili að sambandinu og verður ánægjulegt að fá formenn aðildarfélaga sambandsins til Húsavíkur. Reiknað er með að fundurinn standi yfir í rúmlega tvo daga og verði í október.

Fundað um kjör starfsfólks við hvalaskoðun

Forsvarsmenn Framsýnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fyrir helgina um kjarasamning fyrir starfsmenn hvalaskoðunar fyrirtækjanna á Húsavík. Fundurinn var haldinn í Reykjavík. Áður höfðu fyrirtækin tekið ákvörðun um að vísa viðræðunum til SA. Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir milli aðila og er þriðji fundurinn fyrirhugaður í næstu dögum. Read more „Fundað um kjör starfsfólks við hvalaskoðun“

Gjaldskrá vegna krabbameinsleitar hækkar verulega!!

Það deilir engin um mikilvægi þess að konur og karlar fari í reglubundna krabbameinsleit enda hafa fjölmörg mannslíf bjargast eftir að krabbamein hefur uppgötvast á byrjunarstigi.  Hins vegar er full ástæða til að gera alvarlegar athugsemdir við nýja gjaldskrá fyrir krabbameinsleit hjá konum sem tók gildi um síðustu áramót. Read more „Gjaldskrá vegna krabbameinsleitar hækkar verulega!!“