Stéttarfélögin bjóða gestum og gangandi upp á metnaðarfulla dagskrá á Fosshótel Húsavík 1. maí. Hátíðarhöldin byrja kl.14:00. Boðið verður upp á kaffihlaðborð af bestu gerð frá hótelinu, hátíðarræðu, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með mögnuðum tónlistaratriðum. Gaman saman.