SGS með formannafund á Húsavík

Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að næsti formannafundur sambandsins verði á Húsavík í byrjun júní og standi yfir í tvo daga. Um 40 manns koma til með að eiga seturétt á fundinum. Það er formenn og varaformenn aðildarfélaga sambandsins sem eru 19 auk starfsmanna sambandsins. Helstu málefni fundarins verða, kjaramál, atvinnumál, fræðslumál, starfsemi og ársreikningar sambandsins. Fundurinn verður án efa árangursríkur enda haldinn í þingeysku lofti.

Deila á