Góð staða Þingiðnar – hagnaður 12 milljónir

Aðalfundur Þingiðnar fór fram í gær. Fundurinn gekk vel og voru fundarmenn ánægðir með stöðu félagsins. Tillögur stjórnar sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða.  Fullgildir félagsmenn í Þingiðn 31. desember 2012 voru 93 talsins sem er svipaður fjöldi milli ára. Karlar voru 91 og konur 2. Greiðandi einstaklingar voru 93 á árinu samkvæmt ársreikningum félagsins. Read more „Góð staða Þingiðnar – hagnaður 12 milljónir“

Ófaglærðir í störfum faglærðra

Stjórn Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum kom saman til fundar í gær. Tilefni fundarins var að undirbúa aðalfund félagsins auk þess að ræða nokkur mál sem komið hafa upp milli stjórnarfunda og varða félagsmenn Þingiðnar. Vel gekk að ganga frá öllum tillögum varðandi aðalfundinn. Þá urðu töluverðar umræður um störf ófaglærðra í byggingarvinnu og við viðgerðir á bílum. Read more „Ófaglærðir í störfum faglærðra“

Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu

Þekkingarnet Þingeyinga boðaði til aðalfundar í gær. Fundurinn var haldinn í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Starfsemi Þekkingarnetsins hefur verið öflug á undanförnum árum. Þekkingarnet Þingeyinga er svæðisbundin miðstöð símenntunar, háskólaþjónustu og rannsókna í Þingeyjarsýslum. Hægt er að fræðast um starfsemina inn á heimasíðu netsins, www. hac.is. Read more „Öflugt starf hjá Þekkingarnetinu“

Viltu komast á ársfund Stapa?

Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs verður haldinn í Hofi á Akureyri næsta fimmtudag. Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga á því að vera fulltrúar félagsins á fundinum eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 14:00 á fimmtudaginn.

Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun um mikilvægi þess að lífeyrissjóðum verði fækkað með frekari sameiningum lífeyrissjóða. Þannig verði þeir öflugri, ódýrari í rekstri  og betur í stakk búnir að veita sjóðsfélögum betri lífeyri í framtíðinni. Þess ber að geta að Framsýn, stéttarfélag á aðild að Stapa, lífeyrissjóði. Sjá ályktun: Read more „Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða“

Færðu FSH bókagjöf

Formenn Framsýnar og Þingiðnar færðu Framhaldsskóla Húsavíkur bókagjöf í gær fyrir hönd stéttarfélaganna. Um er að ræða tvær bækur um sögu Alþýðusambands Íslands sem nýlega voru gefnar út. Til stendur að gefa bækurnar einnig til bókasafna í Þingeyjarsýslum. Það á jafnframt við um Framhaldsskólann á Laugum. Read more „Færðu FSH bókagjöf“

„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri

Veðurfræðingar Heimasíðu stéttarfélaganna hafa gefið út langtímaspá eftir hundleiðinlegan vetur. Spáin tekur mið af hegðun og atferli fólks á Húsavík. Í gær mátti sjá garðyrkjustjóra bæjarins á  ferð ásamt aðstoðarfólki við að snyrta tré og runna sem loksins eru komnir upp úr snjónum, það er sumstaðar. Þá mátti sjá brottflutta Húsvíkinga spóka sig á Húsavík í gær, þannig að fyrstu vorboðarnir eru komnir sem er vísbending um betra veður og gott sumar. Read more „„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri“