Í dag verða kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga í Mývatnssveit og Reykjadal. Fundurinn í Mývatnssveit verður á Sel-hótel Mývatni kl. 17:00 og fundurinn í Reykjadal verður í Félagsheimilinu Breiðumýri kl. 20:00. Þeir sem koma á fundina geta kosið um kjarasamninginn eftir kynninguna.
Örtröð á kjörstað
Hópur félagsmanna Framsýnar kom við í gær til að kjósa um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands/LÍV og Samtaka atvinnulífsins eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Það er von Framsýnar að félagsmenn verði virkir áfram og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem stendur yfir til 21. janúar nk. Read more „Örtröð á kjörstað“
Um 50 manns á kynningarfundi
Þessa dagana stendur Framsýn fyrir kynningarfundum um nýgerðan kjarasamning. Í gær var fundur á Húsavík og komu um 50 manns á fundinn. Almennt eru menn mjög óánægðir með kjarasamninginn og breytingar á tekjuskattinum sem nær ekki til þeirra lægst launuðu. Read more „Um 50 manns á kynningarfundi“
Raufarhöfn – Öxarfjörður
Framsýn boðar til kynningarfunda í dag á Raufarhöfn og í Öxarfjarðarskóla um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að.
Raufarhöfn:
Fundurinn verður á Kaffi Ljósfangi á Raufarhöfn kl. 17:00.
Öxarfjörður:
Fundurinn verður í Öxarfjarðarskóla í Lundi kl. 20:00.
Hægt verður að greiða atkvæði um kjarasamninginn í lok fundanna. Þá verður einnig hægt að kjósa á Skrifstofu stéttarfélaganna til 21. janúar 2014.
Framsýn
Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum.
Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.
Á orlofsvef stéttarfélaganna, er hægt að kaupa kóða ásamt mörgu öðru allan sólarhringinn. Til þess að gera það skal skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velja kóða eða aðra vöru og greiða. Viðkomandi fær svo senda sjálfvirkt í tölvupósti vöruna sem keypt var.
Einnig er hægt að kaupa kóða með því að millifæra inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að láta senda kvittun úr heimabankanum á netfangið alli@framsyn.is og jafnframt að senda tölvupóst á kristjan@framsyn.is með upplýsingum um það á hvaða tölvupóstfang á að senda kóðana. Hver kóði kostar 17.500 krónur.
Read more „Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug“Áríðandi kynningarfundir í dag/kvöld
Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning í kvöld kl. 20:00. Mikilvægt er að félagsmenn Framsýnar mæti á fundinn. Eftir fundinn geta fundarmenn greitt atkvæði um samninginn. Read more „Áríðandi kynningarfundir í dag/kvöld“
Um þúsund manns á kjörskrá – 25% erlendir starfsmenn
Um þessar mundir standa yfir kynningar á nýgerðum kjarasamningum. Um er að ræða þrjá kjarasamninga á félagssvæði stéttarfélaganna á Húsavík. Read more „Um þúsund manns á kjörskrá – 25% erlendir starfsmenn“
Gömlu leiktjöldin dregin frá
Arnar Hjaltalín skrifar góða hugvekju um nýgerðan kjarasamning á visi.is í dag. Hér er slóðin, endilega lesið þessa grein. http://visir.is/gomlu-leiktjoldin-dregin-fra/article/2014701149999 Read more „Gömlu leiktjöldin dregin frá“
Verslunarmenn á kynningarfundi
Vælið í talsmönnum ASÍ
Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með málflutningi Alþýðusambandsins í kjölfar undirskriftar kjarasamningsins 1. desember milli aðildarfélaga sambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Þeir kvarta og kveina yfir því að þeirra málflutningur raddi ekki í fjölmiðla, aðeins forsesti ASÍ komist að. Þrátt fyrir að 95% stéttarfélaga innan sambandsins hafi skrifað undir kjarasamninginn fái hin 5% of mikla athygli og komist endalaust að í fjölmiðlum. Read more „Vælið í talsmönnum ASÍ“
Félagar, greiðum atkvæði
Kæru félagar. Þann 21. desember 2013 var skrifað undir nýja kjarasamninga sem eiga að gilda í eitt ár verði þeir samþykktir í atkvæðagreiðslu sem nú stendur yfir. Miðað er við að kjarasamningurinn gildi frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Read more „Félagar, greiðum atkvæði“
Starfsfólk við verslun og þjónustu
Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sem Framsýn á aðild að. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er á efri hæðinni fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagar fjölmennið.
Ógleðin heldur áfram
Verkalýðsfélag Þórshafnar boðaði til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning síðasta föstudag. Megn óánægja kom fram á fundinum með samninginn. Í kjölfar fundarins hófst atkvæðagreiðsla um samninginn sem stendur yfir á opnunartíma skrifstofu félagsins þessa vikuna. Read more „Ógleðin heldur áfram“
Boðskapur formanns LÍV
Um leið og ég óska Guðbrandi Einarssyni til hamingju með formennskuna í LÍV krefst ég þess, sem formaður í aðildarfélagi sambandsins, að hann fari rétt með og sé ekki að slá sig til riddara á kostnað annarra. Hér er ég að vitna til greinar sem hann skrifaði fyrir helgina um kjaramál. Read more „Boðskapur formanns LÍV“
Mælist réttlætið í prósentum?
Það er eins og við Íslendingar grípum ævinlega til þess ráðs að tala um prósentur þegar við viljum vera trúverðugir. Ekki veit ég almennilega af hverju. Hér einu sinni dugði að setja mál sitt fram með greinargóðum hætti, á kjarngóðri íslensku. Nú dugir það ekki lengur. Read more „Mælist réttlætið í prósentum?“
Iðnaðarmenn gagnrýna harðlega kjarasamning
Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum stóð fyrir kynningarfundi á Húsavík í gærkvöldi um nýgerðan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Heitar umræður urðu um niðurstöðu samningsins sem mönnum fannst alls ekki ásættanleg. Read more „Iðnaðarmenn gagnrýna harðlega kjarasamning“
Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að þeim kjarasamningum sem skrifað var undir 21. janúar hafa hafið atkvæðagreiðslu um samningana. Þau eru Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þingiðn hóf sína atkvæðagreiðslu í gær, Verkalýðsfélag Þórshafnar byrjar sína atkvæðagreiðslu í dag kl. 18:00 og atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Framsýnar hefst næsta mánudag. Skorað er á félagsmenn þessara félaga að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni. Read more „Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga“
Samningsaðilar reiðir yfir hækkunum – verða kjarasamningarnar felldir?
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins mótmælir harðlega með ályktun í gær hækkunum hjá opinberum aðilum og fyrirtækjum. Sjá ályktun: Read more „Samningsaðilar reiðir yfir hækkunum – verða kjarasamningarnar felldir?“
Hækkið ekki!
Miðstjórn ASÍ taldi rétt að senda frá sér ályktun í dag varðandi boðaðar verðhækkanir hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Hefði ekki verið ástæða fyrir miðstjórn að skora á félagsmenn ASÍ að samþykkja ekki nýgerða kjarasamninga í ljósi þessar stöðu? Ályktunin er eftirfarandi: Read more „Hækkið ekki!“
Fundarboð frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar
Föstudaginn 10. janúar 2014. kl.17.00 verða nýgerðir kjarasamningar milli Starfgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kynntir af Aðalsteini Baldurssyni formanni Framsýnar. Fundurinn verður haldinn í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn. Read more „Fundarboð frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar“
