Framsýn er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Reiknað er með að þau sambönd sem félagið á aðild að, Starfsgreinasamband Íslands, Landssamband ísl, verslunarmanna og Sjómannasamband Íslands fari með samningsumboð félagsins enda markmiðið að fulltrúar Framsýnar verði virkir í umræðunni sem fram fær næstu vikurnar á vegum sambandanna. Read more „Gengið frá kröfugerð um helgina“
Athugasemdir gerðar við skrif Árna Bjarnasonar
Að undanförnu hafa birst í Morgunblaðinu greinar eftir Árna Bjarnason formann FFSÍ og Aðalstein Árna Baldursson formann Framsýnar. Í grein Árna 28. ágúst sl. er vikið að kjarasamningi LS við SSÍ, FFSÍ og VM. Vegna þess sem þar kemur fram ákvað framkvæmdastjóri LS, Örn Pálsson að senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu um helgina. Read more „Athugasemdir gerðar við skrif Árna Bjarnasonar“
Réttað í Hraunsrétt í dag
Það var mikið líf á Hraunsrétt í Aðaldal í dag sem er drottning íslenska fjárrétta. Gott veður var í Aðaldalnum í dag þrátt fyrir slæmar veðurspár frá veðurfræðingum. Bændur voru almennt ánægðir með daginn sem og sá mikli fjöldi gesta sem var á staðnum í dag. Sumir segja að það hafi verið meira um mannfólk en fólk fé á réttunum í dag. Sjá myndir: Read more „Réttað í Hraunsrétt í dag“
Magnað veður og bændur í góðu stuði
Það var réttað í nokkrum fjárréttum norðan heiða í dag í frábæru veðri. Einn af fjölmörgum blaðamönnum heimasíðu stéttarfélaganna kom við á Skógarétt í Reykjahverfi sem er rétt fyrir utan Húsavík. Read more „Magnað veður og bændur í góðu stuði“
Fundur framundan hjá Framsýn
Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar verður mánudaginn 2. september 2013 kl. 19:30 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Fundur framundan hjá Framsýn“
Gangnamenn til fjalla
Þar sem slæm veðurspá er framundan hafa bændur víða í Þingeyjarsýslum ákveðið að fara í göngur. Reiknað er með slæmu veðri á föstudag og laugardag. Vitað er að bændur í Reykjahverfi, Mývatnssveit og Aðaldal eru þegar farnir í göngur. Þá hafa Frístundabændur á Húsavík ákveðið að fara í göngur á morgun og samkvæmt heimildum eru bæði bændur á Tjörnesinu og í Kelduhverfi í startholunum. Read more „Gangnamenn til fjalla“
Einn mesti tungufoss landsins
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, hefur átt í ritdeilum við forsvarsmenn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félag málm- og tæknimanna um nýgert samkomulag Framsýnar við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna við hvalaskoðun. Read more „Einn mesti tungufoss landsins“
Mögnuð sumarferð
Stéttarfélögin stóðu fyrir sumarferð á Langanes á laugardaginn. Um þrjátíu félagsmenn og makar tóku þátt í ferðinni. Eins og við var að búast tókst ferðin í alla staði mjög vel. Nánari uppfjöllun verður í næsta fréttabréfi sem kemur út í byrjun september. Sjá myndir: Read more „Mögnuð sumarferð“
Bræla á miðunum og yfirmenn í fýlu
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, svarar grein Árna Bjarnasonar formanns Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, í Morgunblaðinu í gær. Grein Árna er í síðasta laugardagsblaði Morgunblaðsins og fjallar um samkomulag Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins um störf við hvalaskoðun. Hér má sjá grein Aðalsteins. Read more „Bræla á miðunum og yfirmenn í fýlu“
Varaformaður VERK-VEST í heimsókn
Reglulega koma góðir gestir í heimsókn sem leið eiga um Húsavík. Einn þeirra er Ólafur Baldursson varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga en hann starfar um þessar mundir sem rútubílstjóri hjá Teiti Jónassyni. Read more „Varaformaður VERK-VEST í heimsókn“
Byggja hótel á Húsavík
Félagið Stracta konstruktion stefnir að því að hefja byggingu á tíu hótelum víðsvegar um landið, en í síðustu viku hófust framkvæmdir við fyrsta hótelið sem byggt verður á Hellu. Næst í röðinni eru Húsavík og hótel í landi Orustustaða, nálægt Skaftafelli í Skaftárhrepp. Read more „Byggja hótel á Húsavík“
Sumarferð stéttarfélaganna á morgun
Tökum þátt í undirskriftarsöfnun um Reykjavíkurflugvöll
Framsýn hvetur félagsmenn og aðra landsmenn til að taka þátt í undirskriftarsöfnun um áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Á föstudagsmorgun setti félagið Hjartað í Vatnsmýrinni af stað undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurvelli á vefnum www.lending.is. Read more „Tökum þátt í undirskriftarsöfnun um Reykjavíkurflugvöll“
Heimasíðan í frekari sókn
Samkvæmt könnun er heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum virkasta heimasíða, stéttarfélaga innan Alþýðusambands Íslands. Síðan er í stöðugri sókn og sífellt fleiri skoða síðuna. Samkvæmt vefmælingu í morgun hafa 1.309 einstaklingar heimsótt síðuna síðustu daga. Read more „Heimasíðan í frekari sókn“
Fjárhús rís í Árholti
Jón Gunnarsson bóndi í Árholti á Tjörnesi er um þessar mundir að byggja myndarlegt fjárhús á jörðinni. Aðeins norðar eða í Lóni í Kelduhverfi eru einnig stórhuga bændur að byggja nýtt fjárhús. Það eru hjónin Einar Ófeigur Björnsson og Guðríður Baldvinsdóttir. Read more „Fjárhús rís í Árholti“
Nýr bátur til hafnar á Húsavík
Árni á Eyri ÞH 205 kom til hafnar á Húsavík á föstudaginn. Báturinn er í eigu fyrirtækisins Eyrarhóll ehf. Að fyrirtækinu standa hjónin Guðmundur A. Hólmgeirsson og Helga Jónína Stefánsdóttir ásamt sonum og tengdadóttur. Read more „Nýr bátur til hafnar á Húsavík“
Framsýn fordæmir yfirlýsingar FFSÍ og VM
Vegna yfirlýsingar Farmanna og fiskimannasambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna í fjölmiðlum fimmtudaginn 15. ágúst 2013 um samkomulag Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins um kjör starfsfólks við hvalaskoðun telur Framsýn rétt að senda frá sér svohljóðandi tilkynningu. Read more „Framsýn fordæmir yfirlýsingar FFSÍ og VM“
Stéttarfélögin kaupa Garðarsbraut 26
Stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa eignast Garðarsbraut 26. Um er að ræða tæplega 300m2 rými á efri hæð sem liggur samsíða Árgötu og snúa gluggar til norðurs út að Árgötu og suðurs inn í port bakvið húsið og þá snúa svalir yfirbyggðar til austurs að Garðarsbraut. Read more „Stéttarfélögin kaupa Garðarsbraut 26“
Púðurskot og örvænting
Karlinn í brúnni er verulega argur, það hefur ekkert fiskast og trollið er fast í skrúfunni. Yfirvélstjórinn hringsnýst í vélarrúminu ráðalaus og tautar: „þetta er ekki okkur að kenna, þetta er hinum að kenna.“ Fuglarnir yfirgefa grútardallinn í leit að æti. Read more „Púðurskot og örvænting“
Amma svarar fyrir sig! Smá léttmeti fyrir helgina.
Ungur kassastarfsmaður stakk upp á því við eldri konu að hún fengi sér margnota innkaupapoka í stað plastpoka þar sem þeir væru slæmir fyrir náttúruna. Konan afsakaði sig og útskýrði „við höfðum ekki þessa grænu vakningu þegar ég var ung.“ Ungi kassastarfsmaðurinn svaraði, „Það er vandamál okkar í dag. Þín kynslóð var of kærulaus um umhverfið til að vernda náttúruna fyrir kynslóðir framtíðarinnar.“ Read more „Amma svarar fyrir sig! Smá léttmeti fyrir helgina.“