Kynningarfundir í Mývatnssveit og Reykjadal

Í dag verða kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga í Mývatnssveit og Reykjadal. Fundurinn í Mývatnssveit verður á Sel-hótel Mývatni kl. 17:00 og fundurinn í Reykjadal verður í Félagsheimilinu Breiðumýri kl. 20:00. Þeir sem koma á fundina geta kosið um kjarasamninginn eftir kynninguna.

Raufarhöfn – Öxarfjörður

Framsýn boðar til kynningarfunda í dag á Raufarhöfn og í Öxarfjarðarskóla um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. 

Raufarhöfn:
Fundurinn verður á Kaffi Ljósfangi á Raufarhöfn  kl. 17:00. 

Öxarfjörður:
Fundurinn verður í Öxarfjarðarskóla í Lundi kl. 20:00.

Hægt verður að greiða atkvæði um kjarasamninginn í lok fundanna. Þá verður einnig hægt að kjósa á Skrifstofu stéttarfélaganna til 21. janúar 2014.

 Framsýn

Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum.

Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.

Á orlofsvef stéttarfélaganna, er hægt að kaupa kóða ásamt mörgu öðru allan sólarhringinn. Til þess að gera það skal skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velja kóða eða aðra vöru og greiða. Viðkomandi fær svo senda sjálfvirkt í tölvupósti vöruna sem keypt var.

Einnig er hægt að kaupa kóða með því að millifæra inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að láta senda kvittun úr heimabankanum á netfangið alli@framsyn.is og jafnframt að senda tölvupóst á kristjan@framsyn.is með upplýsingum um það á hvaða tölvupóstfang á að senda kóðana. Hver kóði kostar 17.500 krónur.

Read more „Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug“

Vælið í talsmönnum ASÍ

Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með málflutningi Alþýðusambandsins í kjölfar undirskriftar kjarasamningsins 1. desember milli aðildarfélaga sambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Þeir kvarta og kveina yfir því að þeirra málflutningur raddi ekki í fjölmiðla, aðeins forsesti ASÍ komist að. Þrátt fyrir að 95% stéttarfélaga innan sambandsins hafi skrifað undir kjarasamninginn fái hin 5% of mikla athygli og komist endalaust að í fjölmiðlum. Read more „Vælið í talsmönnum ASÍ“

Starfsfólk við verslun og þjónustu

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sem Framsýn á aðild að. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er á efri hæðinni fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagar fjölmennið.

Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að þeim kjarasamningum sem skrifað var undir 21. janúar hafa hafið atkvæðagreiðslu um samningana. Þau eru Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þingiðn hóf sína atkvæðagreiðslu í gær, Verkalýðsfélag Þórshafnar byrjar sína atkvæðagreiðslu í dag kl. 18:00 og atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Framsýnar hefst næsta mánudag. Skorað er á félagsmenn þessara félaga að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni. Read more „Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga“

Hækkið ekki!

Miðstjórn ASÍ taldi rétt að senda frá sér ályktun í dag varðandi boðaðar verðhækkanir hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Hefði ekki verið ástæða fyrir miðstjórn að skora á félagsmenn ASÍ að samþykkja ekki nýgerða kjarasamninga í ljósi þessar stöðu? Ályktunin er eftirfarandi: Read more „Hækkið ekki!“