Gengið frá kröfugerð um helgina

Framsýn er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Reiknað er með að þau sambönd sem félagið á aðild að, Starfsgreinasamband Íslands, Landssamband ísl, verslunarmanna og Sjómannasamband Íslands fari með samningsumboð félagsins enda markmiðið að fulltrúar Framsýnar verði virkir í umræðunni sem fram fær næstu vikurnar á vegum sambandanna. Read more „Gengið frá kröfugerð um helgina“

Athugasemdir gerðar við skrif Árna Bjarnasonar

Að undanförnu hafa birst í Morgunblaðinu greinar eftir Árna Bjarnason formann FFSÍ og Aðalstein Árna Baldursson formann Framsýnar.  Í grein Árna 28. ágúst sl. er vikið að kjarasamningi LS við SSÍ, FFSÍ og VM.   Vegna þess sem þar kemur fram ákvað framkvæmdastjóri LS,  Örn Pálsson að senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu um helgina. Read more „Athugasemdir gerðar við skrif Árna Bjarnasonar“

Réttað í Hraunsrétt í dag

Það var mikið líf á Hraunsrétt í Aðaldal í dag sem er drottning íslenska fjárrétta. Gott veður var í Aðaldalnum í dag þrátt fyrir slæmar veðurspár frá veðurfræðingum. Bændur voru almennt ánægðir með daginn sem og sá mikli fjöldi gesta sem var á staðnum í dag. Sumir segja að það hafi verið meira um mannfólk en fólk fé á réttunum í dag. Sjá myndir: Read more „Réttað í Hraunsrétt í dag“

Gangnamenn til fjalla

Þar sem slæm veðurspá er framundan hafa bændur víða í Þingeyjarsýslum ákveðið að fara í göngur. Reiknað er með slæmu veðri á föstudag og laugardag. Vitað er að bændur í Reykjahverfi, Mývatnssveit og Aðaldal eru þegar farnir í göngur. Þá hafa Frístundabændur á Húsavík ákveðið að fara í göngur á morgun og samkvæmt heimildum eru bæði bændur á Tjörnesinu og í Kelduhverfi í startholunum. Read more „Gangnamenn til fjalla“

Sumarferð stéttarfélaganna á morgun

Sumarferð stéttarfélaganna er á morgun. Farið verður frá Húsvík í fyrramálið áleiðis út á Langanes með viðkomu í Kelduhverfi og á Þórshöfn. Við verðum með nánari fréttir og myndir úr ferðinni hér á heimasíðunni eftir helgina.

Amma svarar fyrir sig! Smá léttmeti fyrir helgina.

Ungur kassastarfsmaður stakk upp á því við eldri konu að hún fengi sér margnota innkaupapoka í stað plastpoka þar sem þeir væru slæmir fyrir náttúruna. Konan afsakaði sig og útskýrði „við höfðum ekki þessa grænu vakningu þegar ég var ung.“ Ungi kassastarfsmaðurinn svaraði, „Það er vandamál okkar í dag. Þín kynslóð var of kærulaus um umhverfið til að vernda náttúruna fyrir kynslóðir framtíðarinnar.“  Read more „Amma svarar fyrir sig! Smá léttmeti fyrir helgina.“