Það er alveg ljóst að mjög margir eru ekki hressir með þann mikla áróður sem er í þjóðfélaginu gegn hækkun lægstu launa. Sú gagnrýni kemur ekki síst úr fjármálageiranum, það er úr hörðustu átt þar sem menn hafa vaðið í peningum og skammtað sér ofurlaun á diskanna. Hér má sjá grein sem félagsmaður Framsýnar skrifaði og heimasíðan fékk leyfi til að birta. Þessi ágæta grein endurspeglar reiði verkafólks víða um land. Read more „Kæri bankastjóri“
Villi ánægður með sendinguna
Lífið er ekki bara alvara heldur verða menn að hafa gaman að því líka, ekki síst þegar jólin eru framundan. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, færði félaga sínum og samstarfsmanni, Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness, að gjöf ekta heimareykt hangikjöt af feitum sauð þegar þeir hittust á dögunum í Karphúsinu en Aðalsteinn er þekktur frístundabóndi á Húsavík. Að sjálfsögðu var Villi ánægður með að fá vænt hangilæri að gjöf fyrir jólin og þakkaði vel fyrir sig. Read more „Villi ánægður með sendinguna“
Kjaramál til umræðu í Iðnó
Skiptir samstaða máli var yfirskrift málþings sem VG stóð fyrir í Iðnó á laugardaginn. Málþingið hófst kl. 13:00 og stóð vel fram eftir degi. Einn af frummælendum á fundinum var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Erindi hans var yfirskriftina, Varðstaða um velferðina. Fimm aðrir frummælendur komu fram á fundinum. Þau eru: Read more „Kjaramál til umræðu í Iðnó“
Dagskrá fundarins klár
Dagskrá Stjórnar og trúnaðarmannaráðsfundar Framsýnar næsta miðvikudag verður með eftirfarandi hætti: Read more „Dagskrá fundarins klár“
Framsýn boðar til fundar
Mikið fundað þessa dagana
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands mun koma saman í dag og fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Undirnefndir á vegum sambandsins hafa síðustu daga fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um sérmál hópa. Read more „Mikið fundað þessa dagana“
Komu hraktir og blautir í hús
Þeir lögðu mikið á sig, Stefán og Ari, sem sitja í samninganefnd starfsmanna Loðnubræðslunnar á Þórshöfn. Í gær var boðað til samningafundar um sérmál starfsmanna Loðnubræðslunnar í húsnæði Ríkissáttasemjara í Reykjavík. Þeir börðust um morguninn frá Þórshöfn til Húsavíkur í leiðinda veðri, þaðan sem þeir ætluðu sér að fljúga en vegna veðurs var ekki flogið. Read more „Komu hraktir og blautir í hús“
Kröfurnar í ruslið
Samtök atvinnulífsins hafa ekki tekið kröfum Starfsgreinasambands Íslands um launahækkanir sérstaklega vel en samningar eru lausir um næstu mánaðamót. Markmið Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun upp fyrir kr. 200 þúsund á mánuði. Read more „Kröfurnar í ruslið“
Þingi LÍV lokið
Íslenskt launafólk verður ekki eitt gert ábyrgt fyrir því að koma á stöðugleika, segir í kjaramálaályktun 28. Þings Landssambands ísl. verzlunarmanna sem haldið var á Akureyri dagana 8. og 9. nóvember. Kjaramálin og starfsmenntamálin voru helstu mál þingsins. Read more „Þingi LÍV lokið“
Gríðarlega góð viðbrögð við ályktun
Ályktun Framsýnar frá því í gær um kjaramál sem lesa má hér neðar á síðunni hefur vakið gífurlega mikla athygli og fengið töluverða umfjöllun. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þá hafa fjölmargir haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna með póstum og samtölum og þakkað fyrir góða ályktun. Read more „Gríðarlega góð viðbrögð við ályktun“
Ályktað um kjaramál – reiði meðal félagsmanna
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ályktaði í kvöld um kjaramál þar sem alvarlegar athugsemdir eru gerðar m.a. við málflutning Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankastjóra varðandi körfur verkafólks í landinu um hækkun lægstu launa. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Ályktað um kjaramál – reiði meðal félagsmanna“
Elítan varar við launahækkunum
Þá er söngurinn byrjaður, seðlabankastjóri varar við launahækkunum til verkafólks, Samtök atvinnulífsins eru í sama gír, Morgunblaðið fjallar um kröfurnar í leiðara í gær og greiningadeildir bankanna vara jafnframt við hækkunum launa og benda jafnframt á að samningsaðilar hafi farið óvarlega 2011 þegar lægstu laun voru hækkuð sérstaklega en þau eru í dag kr. 191.752,-. Read more „Elítan varar við launahækkunum“
Við sofnuðum ekki undir þessari ræðu
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands með formann Framsýnar í fararbroddi lögðu síðasta þriðjudag fram á fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð varðandi sérmál fiskvinnslufólks og starfsfólks í fiskeldi. Í kröfugerðinni er þess krafist að laun fiskvinnslufólks taki sérstökum hækkunum vegna góðrar stöðu greinarinnar. Read more „Við sofnuðum ekki undir þessari ræðu“
Nemendur frá FSH í heimsókn
Nokkrir nemendur Framhaldsskólans á Húsavík komu í heimsókn á mánudaginn til Skrifstofu stéttarfélaganna. Um var að ræða nemendur sem eru á Starfsbraut skólans. Nemendurnir fengu fræðslu um starfsemi stéttarfélaganna og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Sjá myndir: Read more „Nemendur frá FSH í heimsókn“
Stuð á Sölku
Þau hafa verið að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Húsavík, systkinin Jónas, Börkur og Guðrún Þórhildur Emilsbörn. Þau reka saman veitingastaðinn Sölku auk þess að standa fyrir hvalaskoðunarferðum um Sjálfanda á sumrin. Þau voru að venju hress þegar ljósmyndari heimasíðunnar var á ferðinni á föstudaginn. Read more „Stuð á Sölku“
Málþing Félags íslenskra félagsliða 15. nóv.
Föstudaginn 15. nóvember stendur FÍF fyrir málþingi með yfirskriftinni Félagsliðar eru hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins. Málþingið hefst kl. 10 og stendur til kl. 17 og verður á Grettisgötu 89 (í BSRB húsinu), Reykjavík. Read more „Málþing Félags íslenskra félagsliða 15. nóv.“
SGS lagði fram launakröfur í dag
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) lagði í dag fram launakröfur fyrir komandi kjarasamninga til Samtaka atvinnulífsins. SGS hefur umboð 16 aðildarfélaga sinna til að ganga til samninga fyrir þeirra hönd og hefur þar með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir almennt og sérhæft verakfólk á öllu landinu að undanskildum þeim félögum sem eru innan vébanda Flóabandalagsins. Read more „SGS lagði fram launakröfur í dag“
Vetur og menn við störf
Meðfylgjandi myndir eru teknar á Húsavík um helgina en það hefur verið vetrarlegt að félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum undanfarna daga. Þrátt fyrir hálf leiðinlegt veður og snjó eru dæmi um að menn þurfi að vinna við heldur leiðinlegar aðstæður. Read more „Vetur og menn við störf“
SGS fundar með SA á morgun
Á mánudaginn munu fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands funda með Samtökum atvinnulífsins og kynna kröfugerð sambandsins. Í kjölfarið munu síðan viðræður hefjast um sérmál sambandsins. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar munu aðilar t.d. setjast yfir sérmál fiskvinnslufólks og starfsmanna í fiskeldi á þriðjudaginn. Read more „SGS fundar með SA á morgun“
2,6 milljónir til félagsmanna
Fyrir helgina kom stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar saman til reglulegs fundar en stjórnin kemur saman í hverjum mánuði til að úthluta styrkjum til félagsmanna. Um er að ræða sjúkradagpeninga og styrki sem falla undir reglugerð sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað um 2,6 milljónum til félagsmanna fyrir októbermánuð. Á síðasta ári fengu 478 félagsmenn úthlutað um 25 milljónum í styrki úr sjúkrasjóði Framsýnar. Read more „2,6 milljónir til félagsmanna“