Boðað til sáttafundar

Rétt í þessu var Ríkissáttasemjari að boða fulltrúa Framsýnar til sáttafundar í Reykjavík á morgun kl. 14:30. Samningsumboð Framsýnar var hjá Starfsgreinasambandi Íslands en er nú komið aftur til félagsins þar sem kjarasamningur SGS og SA var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna.  Fundurinn á morgun verður með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.

Formannafundur SGS – engin niðurstaða

Í dag var haldinn formannafundur hjá Starfsgreinasambandi Íslands. Tilefni fundarins var að fara yfir þá stöðu sem er á vinnumarkaði, en flest öll félög innan SGS (félög með 85% félagsmanna) felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gerður var í desember s.l..

Á fundinum í dag var í raun engin ákvörðun tekin um samstarfa og fer því hvert félag innan SGS með samningsumboð að nýju.

Kjaradeilunni hafði áður verið vísað til Ríkissáttasemjara og fer hann því með verkstjórn í verðandi kjaraviðræðunum.

Aðalsteinn gestur á Sprengisandi

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, verður gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á sunnudaginn sem er á Bylgjunni og hefst kl. 10:00. Þátturinn er án efa vinsælasti umræðu þátturinn í  íslensku útvarpi.  Án efa verða kjaramál til umræðu.

Fundaði með ríkissáttasemjara

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fundaði með ríkissáttasemjara fyrir helgina. Hann gerði honum grein fyrir niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning SA og SGS/LÍV. Þá fóru þeir sameiginlega yfir stöðuna þar sem fyrir liggur að meirihluti stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins felldu kjarasamninginn.

Þingiðn skoðar framhaldið

Stjórn Þingiðnar kom saman á miðvikudaginn og fór yfir stöðu mála eftir að kjarasamningur Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem félagið á aðild að var felldur meðal félagsmanna. Ákveðið var að gefa sér nokkra daga til að skoða málið, það er hvort félagið fer í viðræður við Samtök atvinnulífsins eða óskar eftir viðræðum við atvinnurekendur á félagssvæðinu um kjarasamning. Read more „Þingiðn skoðar framhaldið“

Kjarasamningur kolfelldur

Talningu er lokið hjá Framsýn vegna tveggja kjarasamninga sem félagið á aðild að í gegnum tvö landssambönd, Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband íslenskra verslunarmanna. Skrifað var undir kjarasamningana 21. desember 2013. Rúmlega 92% félagsmanna hafnaði kjarasamningi SGS og SA og um 89% félagsmanna hafnaði kjarasamningi LÍV og SA. Þessi afgerandi niðurstaða staðfestir reiði verkafólks með kjarasamningana.  Read more „Kjarasamningur kolfelldur“

Kvenfélagskonur klikka ekki

Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur fór fram síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Húsavík. Að venju var blótið glæsilegt og kvenfélagskonum til mikils sóma. Sérstaka athygli vakti kynning á dagatali sem kvenfélagskonur létu gera með myndum af léttklæddum glæsilegum félagskonum sem eru þær glæsilegustu í heimi. Ljósmyndirnar tók Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík. Dagatalið verður til sölu í Kaskó síðdegis á fimmtudag og föstudag í þessari viku.

Read more „Kvenfélagskonur klikka ekki“

Talið í dag – úrslit ljós á morgun

Kjörstjórn Framsýnar mun koma saman í dag og telja atkvæðin úr atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn. Kjörsókn hefur verið góð og væntanlega mun kjörsóknin verða um 30% ef marka má síðustu daga en menn geta kosið til kl. 16:00 í dag. Útslitin liggja síðan fyrir í fyrramálið og munu þau þá verða birt á heimasíðu stéttarfélaganna. Read more „Talið í dag – úrslit ljós á morgun“

Munið að kjósa um kjarasamninginn

Á morgun kl. 16:00 verður kjörstað lokað á Skrifstofu stéttarfélaganna um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Það á einnig við um  kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna. Framsýn á aðild að þessum kjarasamnngum. Þá er einnig að ljúka atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að. Félagar munið að kjósa um samninganna!!! Read more „Munið að kjósa um kjarasamninginn“

Reiði efst í huga fólks

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar hafa nú lokið formlegum kynningum á nýgerðum kjarasamningum. Alls er búið að halda tíu kynningarfundi um samninginn. Atkvæðagreiðslu lýkur á þriðjudaginn hjá Framsýn. Atkvæðagreiðslu er lokið hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar og á mánudaginn lýkur atkvæðagreiðslunni hjá Þingiðn. Read more „Reiði efst í huga fólks“