Kröfugerð undirbúin

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir góðum undirbúningsfundi í gær um mótun kröfugerðar fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Félagið hafði áður óskað eftir samstarfi við Framsýn um kjarasamningsgerðina. Framsýn mun funda með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu í kvöld og ganga í kjölfarið frá kröfugerð. Read more „Kröfugerð undirbúin“

Starfsmenn sveitarfélaga

Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar, munið fundinn á morgun þriðjudag 11. mars kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Fundarefni: Mótun kröfugerðar. Áríðandi er að sem flestir starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar komi og hafi áhrif á mótun kröfugerðarinnar.

Kynningar út um allt

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu á sáttatillögu ríkissáttasemjara í vikunni. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir innihald sáttatillögunnar.  Miklar og góðar umræður urðu á fundinum um innihaldið og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Read more „Kynningar út um allt“

Semja bræðslumenn í dag

Góður gangur hefur verið í viðræðum Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings starfsmanna í bræðslunni á Þórshöfn. Loðnubræðslan á Þórshöfn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Að sögn samninganefndar starfsmanna er ekki ólíklegt að skrifað verði undir nýjan sérkjarasamning síðar í dag eða kvöld. Heimasíðan mun fylgjast með gangi viðræðna í dag. Read more „Semja bræðslumenn í dag“