Formaður Framsýnar var í viðtölum í gær, bæði á Útvarpi Sögu og eins á Bylgjunni. Að sjálfsögðu voru kjaramál til umræðu enda kjarasamningar lausir um þessar mundir. Mjög góð viðbrögð hafa verið við þessum viðtölum og hefur hópur fólks sett sig í samband við skrifstofuna til að taka undir málflutning formanns. Hér má hlusta á viðtalið á Bylgjunni.
Magnús formaður VG gerir grein fyrir sinni afstöðu
Þar sem ég er einn af þessum vandræðamönnum sem skrifuðu ekki undir kjarasamninginn á dögunum. Þá langar mig til að gera hreint fyrir mínum dyrum. Read more „Magnús formaður VG gerir grein fyrir sinni afstöðu“
Jólafundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs næsta föstudag
Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda lokafund stjórnar og trúnaðarmannaráðs á aðventunni á hverju ári. Seturétt á fundinum hafa einnig starfsmenn félagsins sem og trúnaðarmenn Framsýnar á vinnustöðum. Eftir hefðbundin fundarstörf verður síðan boðið upp á jólamat og skemmtiatriði að bestu gerð sem stjórnar og trúnaðarráðsmenn sjá sjálfir um. Read more „Jólafundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs næsta föstudag“
Eflum flug um Húsavíkurflugvöll
Vorið 2012 hóf Flugfélagið Ernir áætlunarflug til Húsavíkur. Heimamenn fögnuðu ákvörðun flugfélagsins enda höfum við Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi þess að búa við góðar samgöngur og því lagt mikla áherslu á þær. Um þessar mundir hefur flugfélagið Ernir flogið með um 15.000 farþega milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Read more „Eflum flug um Húsavíkurflugvöll“
Ekki gert ráð fyrir raunhækkun gjalda
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar óskaði nýlega eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæðinu varðandi það hvort áætlað væri í fjárhagsáætlun viðkomandi sveitarfélags að hækka gjaldskrár á íbúum fyrir árið 2014. Read more „Ekki gert ráð fyrir raunhækkun gjalda“
Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt
Það er í raun ótrúlegt hversu margir lesendur skoða heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum daglega. Þess má geta að í könnun/samantekt sem Starfsgreinasamband Íslands gerði kom fram að heimasíða stéttarfélaganna er sú virkasta innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands.
Samkvæmt vefmælinum síðustu daga eru heimsóknir inn á síðuna allt að 1.400 á dag sem er glæsilegt. Read more „Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt“
Vill skattalækkanir fyrir þá tekjulægstu
Viðræður Alþýðusambandsins við ríkisstjórnina um breytingar á skattkerfinu eru á rangri leið segir formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík. Aukna áherslu þurfi að leggja á skattalækkanir fyrir lægstu tekjuhópana. Read more „Vill skattalækkanir fyrir þá tekjulægstu“
Þegar búið að selja í tæplega þrjár fullar vélar
Ljóst er að mikil ánægja er með samkomulagið sem Framsýn gerði við Flugfélagið Erni ehf. um vildarkjör fyrir félagsmenn. Bæði Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa gerst aðilar að samkomulaginu. Nú þegar hafa selst 50 flugmiðar, það er á einni viku, sem gerir tæpar þrjár fullar vélar hjá flugfélaginu en um er að ræða 19 sæta flugvélar. Read more „Þegar búið að selja í tæplega þrjár fullar vélar“
Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna
Reglulega koma hópar til að kynna sér atvinnulífið á svæðinu og starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Í dag komu t.d. tveir hópar frá Framhaldsskólanum á Húsavík auk þess sem hópur nemenda sem stundar íslenskunám á vegum Þekkingarseturs Þingeyinga kom í heimsón fyrr í þessari viku. Að sjálfsögðu er alltaf vel tekið á móti góðum gestum. Fleiri hópar eru væntanlegir í heimsókn á næstunni. Read more „Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna“
Fréttabréf í vinnslu – unnið á vöktum
Þá eru blaðamenn, ljósmyndarar, setjarar, bílstjórar og allir hinir sem koma að því að skrifa og ganga frá Fréttabréfi stéttarfélaganna við störf. Fyrirhugað er að ljúka undirbúningi að útkomu Fréttabréfsins í næstu viku með það að markmiði að það komi út um 10. desember. Read more „Fréttabréf í vinnslu – unnið á vöktum“
Hinir lægst launuðu fá minnst
Margir eiga erfitt með að ímynda sér að fólk lifi af minna en 300.000 krónur í mánaðarlaun. Ráðherrar, atvinnurekendur og fleiri eiga skiljanlega erfitt með að setja sig í þau spor. Í verkalýðshreyfingunni erum við hins vegar í daglegum samskiptum við fólk sem er einmitt að reyna þetta; að lifa af mánaðarlaunum undir 300.000 krónum. Read more „Hinir lægst launuðu fá minnst“
Fólkið á bak við auglýsingu SA
Ingimar Karl Helgason skrifar ágæta grein á sína heimasíðu í gær er tengist auglýsingum Samtaka atvinnulífsins síðustu daga. Honum er að sjálfsögðu brugðið eins og fjölmörgum öðrum Íslendingum. Við fengum leyfi hans til að birta greinina á heimasíðu stéttarfélaganna. Greinin er svohljóðandi: Read more „Fólkið á bak við auglýsingu SA“
SA svertir aðra fyrir eigin verk
Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga og Verkalýðsfélag Akraness hafa samþykkt að senda frá sér sameiginlega ályktun til að mótmæla auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins í miðjum kjaraviðræðum sem vakið hefur upp hörð viðbrögð hjá launþegum víða um land. Ályktunin er eftirfarandi: Read more „SA svertir aðra fyrir eigin verk“
Gerast aðilar að samkomulagi Framsýnar
Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn hafa gerst aðilar að samningi sem Framsýn og flugfélagið Ernir ehf, gerðu í gær og varða flugfargjöld milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Frekari frétt um samninginn kemur fljótlega inn á síðuna. Read more „Gerast aðilar að samkomulagi Framsýnar“
Ósk sprengir heimasíðuna 641.is
Grein sem Ósk Helgadóttir skrifar á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is hefur fengið ótrúlega mikla lesningu og hafa netmiðlar tekið greinina af heimasíðu stéttarfélaganna og birt hana. Þúsundir manna lesið greinina. Í yfirlýsingu frá ritstjóra þeirrar ágætu síðu 641 kemur eftirfarandi fram: Read more „Ósk sprengir heimasíðuna 641.is“
Mótmæla skattatillögum ríkisstjórnarinnar.
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar stéttarfélags hafnar leið ríkistjórnarinnar og Alþýðusambands Íslands í breytingum á tekjuskatti sem miða að því skilja lágtekjufólk eftir með óbreytta skatta af sínum tekjum. Þess í stað leggur Framsýn til að persónuafslátturinn verði hækkaður öllum til góða. Read more „Mótmæla skattatillögum ríkisstjórnarinnar.“
Tímamótasamningur undirritaður síðdegis
Flugfélagið Ernir og Framsýn stéttafélag Þingeyinga undirrituðu síðdegis samning sem felur í sér gríðarlega kjarabót fyrir félagsmenn Framsýnar stéttafélags. Viðræður þessa efnis hafa staðið yfir undanfarnar vikur og eru forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis mjög ánægðir með útkomuna. Með samningnum getur Framsýn keypt ákveðið magn flugmiða á mjög góðu verði og geta félagsmenn nýtt sér þá miða á því verði sem um samdist til flugs milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Read more „Tímamótasamningur undirritaður síðdegis“
SA gerir í buxurnar með auglýsingu
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kom saman til fundar í Reykjavík í dag. Fulltrúi frá Framsýn tók þátt í fundinum. Miklar og heitar umræður urðu um auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins sem er kostuleg og þeim til ævarandi skammar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Read more „SA gerir í buxurnar með auglýsingu“
Félagsmenn spöruðu kr. 665.000,-
Á síðasta ári keyptu félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 1900 miða í Hvalfjarðargöngin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þetta þýðir að þeir spöruðu sér alls kr. 665.000,- með því að kaupa miðana á skrifstofunni þar sem það er mun ódýrara en að kaupa þá þegar farið er í gegnum göngin. Fullt verð er kr. 1000 en félagsmenn fá miðann á kr. 650. Read more „Félagsmenn spöruðu kr. 665.000,-„
Óska eftir upplýsingum um gjaldskrár breytingar sveitarfélaga
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í dag var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hvort áætlað sé í fjárhagsáætlunum að hækka gjaldskrár þeirra fyrir árið 2014. Read more „Óska eftir upplýsingum um gjaldskrár breytingar sveitarfélaga“