Þessar spurningar hafa verið algengar á þeim kynningarfundum sem stéttarfélögin hafa staðið fyrir. Af hverju skrifuðu menn undir þennan samning? Af hverju fá þeir lægst launuðu ekki skattalækkanir? Read more „Af hverju?“
Setið við öll borð
Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Framsýnar á Raufarhöfn um nýgerðan kjarasamning SGS og SA sem haldinn var í gær. Formaður Framsýnar fór yfir samninginn, gerði grein fyrir helstu breytingum og fjallaði um aðgerðir ríkistjórnarinnar í skatta- og velferðarmálum. Read more „Setið við öll borð“
Þræla kynslóðin
Síðustu misseri hefur mönnum orðið tíðrætt um allskonar kynslóðir enda þörfin til að flokka allan andskotann sterk í okkur mannfólkinu. Einstaklingar af týndu kynslóðinni eru nú flestir komnir undir græna torfu og þeir sem tilheyra barnabombu kynslóðinni sem fæddist eftir seinni heimstyrjöldina eru óðum að missa völdin og tínast inn á elliheimili. Read more „Þræla kynslóðin“
Greiddu atkvæði í hádeginu
Starfsmenn Norðlenska á Húsavík óskuðu eftir að fá að greiða atkvæði um kjarasamninginn í hádeginu í dag. Að sjálfsögðu varð Kjörstjórn Framsýnar við beiðninni og heimilaði það með því að mæta á vinnustaðinn. Read more „Greiddu atkvæði í hádeginu“
Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 22. janúar kl. 17:00 að Garðarsbraut 26, efri hæð. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur“
Kynningarfundir í Mývatnssveit og Reykjadal
Örtröð á kjörstað
Hópur félagsmanna Framsýnar kom við í gær til að kjósa um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands/LÍV og Samtaka atvinnulífsins eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Það er von Framsýnar að félagsmenn verði virkir áfram og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem stendur yfir til 21. janúar nk. Read more „Örtröð á kjörstað“
Um 50 manns á kynningarfundi
Þessa dagana stendur Framsýn fyrir kynningarfundum um nýgerðan kjarasamning. Í gær var fundur á Húsavík og komu um 50 manns á fundinn. Almennt eru menn mjög óánægðir með kjarasamninginn og breytingar á tekjuskattinum sem nær ekki til þeirra lægst launuðu. Read more „Um 50 manns á kynningarfundi“
Raufarhöfn – Öxarfjörður
Framsýn boðar til kynningarfunda í dag á Raufarhöfn og í Öxarfjarðarskóla um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að.
Raufarhöfn:
Fundurinn verður á Kaffi Ljósfangi á Raufarhöfn kl. 17:00.
Öxarfjörður:
Fundurinn verður í Öxarfjarðarskóla í Lundi kl. 20:00.
Hægt verður að greiða atkvæði um kjarasamninginn í lok fundanna. Þá verður einnig hægt að kjósa á Skrifstofu stéttarfélaganna til 21. janúar 2014.
Framsýn
Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum.
Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.
Á orlofsvef stéttarfélaganna, er hægt að kaupa kóða ásamt mörgu öðru allan sólarhringinn. Til þess að gera það skal skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velja kóða eða aðra vöru og greiða. Viðkomandi fær svo senda sjálfvirkt í tölvupósti vöruna sem keypt var.
Einnig er hægt að kaupa kóða með því að millifæra inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að láta senda kvittun úr heimabankanum á netfangið alli@framsyn.is og jafnframt að senda tölvupóst á kristjan@framsyn.is með upplýsingum um það á hvaða tölvupóstfang á að senda kóðana. Hver kóði kostar 17.500 krónur.
Read more „Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug“Áríðandi kynningarfundir í dag/kvöld
Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning í kvöld kl. 20:00. Mikilvægt er að félagsmenn Framsýnar mæti á fundinn. Eftir fundinn geta fundarmenn greitt atkvæði um samninginn. Read more „Áríðandi kynningarfundir í dag/kvöld“
Um þúsund manns á kjörskrá – 25% erlendir starfsmenn
Um þessar mundir standa yfir kynningar á nýgerðum kjarasamningum. Um er að ræða þrjá kjarasamninga á félagssvæði stéttarfélaganna á Húsavík. Read more „Um þúsund manns á kjörskrá – 25% erlendir starfsmenn“
Gömlu leiktjöldin dregin frá
Arnar Hjaltalín skrifar góða hugvekju um nýgerðan kjarasamning á visi.is í dag. Hér er slóðin, endilega lesið þessa grein. http://visir.is/gomlu-leiktjoldin-dregin-fra/article/2014701149999 Read more „Gömlu leiktjöldin dregin frá“
Verslunarmenn á kynningarfundi
Vælið í talsmönnum ASÍ
Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með málflutningi Alþýðusambandsins í kjölfar undirskriftar kjarasamningsins 1. desember milli aðildarfélaga sambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Þeir kvarta og kveina yfir því að þeirra málflutningur raddi ekki í fjölmiðla, aðeins forsesti ASÍ komist að. Þrátt fyrir að 95% stéttarfélaga innan sambandsins hafi skrifað undir kjarasamninginn fái hin 5% of mikla athygli og komist endalaust að í fjölmiðlum. Read more „Vælið í talsmönnum ASÍ“
Félagar, greiðum atkvæði
Kæru félagar. Þann 21. desember 2013 var skrifað undir nýja kjarasamninga sem eiga að gilda í eitt ár verði þeir samþykktir í atkvæðagreiðslu sem nú stendur yfir. Miðað er við að kjarasamningurinn gildi frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Read more „Félagar, greiðum atkvæði“
Starfsfólk við verslun og þjónustu
Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sem Framsýn á aðild að. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er á efri hæðinni fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagar fjölmennið.
Ógleðin heldur áfram
Verkalýðsfélag Þórshafnar boðaði til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning síðasta föstudag. Megn óánægja kom fram á fundinum með samninginn. Í kjölfar fundarins hófst atkvæðagreiðsla um samninginn sem stendur yfir á opnunartíma skrifstofu félagsins þessa vikuna. Read more „Ógleðin heldur áfram“
Boðskapur formanns LÍV
Um leið og ég óska Guðbrandi Einarssyni til hamingju með formennskuna í LÍV krefst ég þess, sem formaður í aðildarfélagi sambandsins, að hann fari rétt með og sé ekki að slá sig til riddara á kostnað annarra. Hér er ég að vitna til greinar sem hann skrifaði fyrir helgina um kjaramál. Read more „Boðskapur formanns LÍV“
Mælist réttlætið í prósentum?
Það er eins og við Íslendingar grípum ævinlega til þess ráðs að tala um prósentur þegar við viljum vera trúverðugir. Ekki veit ég almennilega af hverju. Hér einu sinni dugði að setja mál sitt fram með greinargóðum hætti, á kjarngóðri íslensku. Nú dugir það ekki lengur. Read more „Mælist réttlætið í prósentum?“