Góð viðbrögð við viðtölum

Formaður Framsýnar var í viðtölum í gær, bæði á Útvarpi Sögu og eins á Bylgjunni. Að sjálfsögðu voru kjaramál til umræðu enda kjarasamningar lausir um þessar mundir. Mjög góð viðbrögð hafa verið við þessum viðtölum og hefur hópur fólks sett sig í samband við skrifstofuna til að taka undir málflutning formanns. Hér má hlusta á viðtalið á Bylgjunni.

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP22920

Jólafundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs næsta föstudag

Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda lokafund stjórnar og trúnaðarmannaráðs á aðventunni á hverju ári. Seturétt á fundinum hafa einnig starfsmenn félagsins sem og trúnaðarmenn Framsýnar á vinnustöðum. Eftir hefðbundin fundarstörf verður síðan  boðið upp á jólamat og skemmtiatriði að bestu gerð sem stjórnar og trúnaðarráðsmenn sjá sjálfir um. Read more „Jólafundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs næsta föstudag“

Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt

Það er í raun ótrúlegt hversu margir lesendur skoða heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum daglega. Þess má geta að í könnun/samantekt sem Starfsgreinasamband Íslands gerði kom fram að heimasíða stéttarfélaganna er sú virkasta innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. 

Samkvæmt vefmælinum síðustu daga eru heimsóknir inn á síðuna allt að 1.400 á dag sem er glæsilegt. Read more „Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt“

Þegar búið að selja í tæplega þrjár fullar vélar

Ljóst er að mikil ánægja er með samkomulagið sem Framsýn gerði við Flugfélagið Erni ehf. um vildarkjör fyrir félagsmenn. Bæði Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa gerst aðilar að samkomulaginu.  Nú þegar hafa selst 50 flugmiðar, það er á einni viku, sem gerir tæpar þrjár fullar vélar hjá flugfélaginu en um er að ræða 19 sæta flugvélar. Read more „Þegar búið að selja í tæplega þrjár fullar vélar“

Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna

Reglulega koma hópar til að kynna sér atvinnulífið á svæðinu og starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Í dag komu t.d. tveir hópar frá Framhaldsskólanum á Húsavík auk þess sem hópur nemenda sem stundar íslenskunám á vegum Þekkingarseturs Þingeyinga kom í heimsón fyrr í þessari viku. Að sjálfsögðu er alltaf vel tekið á móti góðum gestum. Fleiri hópar eru væntanlegir í heimsókn á næstunni.  Read more „Gestagangur á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Tímamótasamningur undirritaður síðdegis

Flugfélagið Ernir og Framsýn stéttafélag Þingeyinga undirrituðu síðdegis samning sem felur í sér gríðarlega kjarabót fyrir félagsmenn Framsýnar stéttafélags. Viðræður þessa efnis hafa staðið yfir undanfarnar vikur og eru forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis mjög ánægðir með útkomuna. Með samningnum getur Framsýn keypt ákveðið magn flugmiða á mjög góðu verði og geta félagsmenn nýtt sér þá miða á því verði sem um samdist til flugs milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Read more „Tímamótasamningur undirritaður síðdegis“

Félagsmenn spöruðu kr. 665.000,-

Á síðasta ári keyptu félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 1900 miða í Hvalfjarðargöngin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þetta þýðir að þeir spöruðu sér alls kr. 665.000,- með því að kaupa miðana á skrifstofunni þar sem það er mun ódýrara en að kaupa þá þegar farið er í gegnum göngin. Fullt verð er kr. 1000 en félagsmenn fá miðann á kr. 650. Read more „Félagsmenn spöruðu kr. 665.000,-„