Íbúafundur í kvöld á Þingeyri- reiði út í Vísi

Um 100 manns, eða um þriðjungur bæjarbúa á Þingeyri eru nú staddir á íbúafundi í félagsheimilinu þar í bæ. Þar eru rædd viðbrögð við áformum Vísis hf. um að loka fiskvinnslunni í bænum og flytja hana til Grindavíkur, rétt eins og vinnslustöðvar sínar á Djúpavogi og Húsavík.

Um 50 manns vinna hjá Vísi á Þingeyri, en áætlað er að í þorpinu séu 130 manns á vinnumarkaði. Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar tók til máls í upphafi fundar og lýsti yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Vísismanna síðustu daga. Hann sagði þá ekki skilja alvarleika málsins og ekki hafa sýnt af sér samfélagslega ábyrgð. Þessi samantekt byggir á frétt á ruv.is http://www.ruv.is/frett/lysa-yfir-vonbrigdum-med-aform-visis

Menn mótmæla kröftuglega á Þingeyri. Í búafundur hefur staðið yfir í kvöld vegna ákvörðunar Vísis að hætta fiskvinnslu á staðnum. Það er fullt tilefni fyrir sveitarstjórn Norðurþings og heimamenn á Húsavík að grípa til sambærilegra aðgerða þar sem alvarleiki málsins er mikill.

Deila á