Samningafundur um kjarasamning starfsmanna sveitarfélaga

Fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar munu í fyrramálið funda með samninganefnd sveitarfélaga um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn sveitarfélaga innan félaganna. Fundurinn verður í Reykjavík.  Núverandi kjarasamningur rennur út um næstu mánaðamót. Félögin hafa verið í samræðum við samninganefndina en formlegur fundur verður á morgun. Nánari fréttir af fundinum má nálgast hér á síðunni á föstudaginn þegar samninganefnd stéttarfélaganna kemur heim.

Reiknað er með að samið verði fyrir starfsmenn sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum í þessum mánuði.

Deila á