Samninganefnd SGS boðuð til fundar – átök framundan?

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands sem skipuð er formönnum aðildarfélaga sambandsins hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 13:00 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. Því miður vilja samtökin tryggja í sessi láglaunastefnu í landinu en samtökin hafa hafnað tillögum sambandsins um sérstaka hækkun fyrir til þeirra lægstlaunuðu. Eins og staðan er í dag má búast við átökum á vinnumarkaðinum eftir áramót.

Deila á