Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík færðu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í dag veglega gjöf. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Nýja tækið kemur í staðinn fyrir gamalt og úrelt tæki sem er orðið yfir 20 ára gamalt. Tækið kostar tæpar 800 þúsund krónur. 

ICARE pro tonometer er notaður  til að mæla augnþrýsting en hækkaður augnþrýstingur er eitt helsta einkenni gláku.  Tækið er auðvelt í notkun, rannsóknin er fljótleg og auðveld fyrir sjúklinginn og  og tækið gerir starfsfólki auðvelt að greina hækkaðan augnþrýsting.  Líkur á gláku aukast með hækkandi aldri og einnig eru auknar líkur á gláku ef gláka hefur liggur í ættum.  Tækið mun auðvelda greiningu gláku á frumstigi og þannig  koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla gláku ss. skerta sjón eða jafnvel blindu.  Ánægja er meðal starfsmanna HÞ með augnþrýstimælin sem stéttarfélögin og Íslandsbanki færðu stofnuninni í dag.

Formaður Framsýnar gerði grein fyrir gjöfinni og kom inn á mikilvægi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fyrir samfélagið. Með honum á myndinni eru, Höskuldur Skúli Hallgrímsson útibústjóri Íslandsbanka á Húsavík, Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar, Stefán Stefánsson formaður STH og Jón Helgi Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd HÞ.

Eins og sjá má voru menn í jólaskapi í dag við afhendinguna.

Deila á