Þarft þú að senda frakt?

Framsýn hefur gengið frá samningi við Flugfélagið Erni um 30% afslátt af frakt sem félagsmenn þurfa að senda með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið gildir jafnframt fyrir félagsmenn Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Samfélag fyrir alla

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst í næstu viku, það er miðvikudaginn 22. október og stendur fram á föstudag. Þingið ber yfirskriftina, Samfélag fyrir alla, jöfnuður og jöfn tækifæri. Framsýn á rétt á fjórum fullrúum og Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga rétt á einum fulltrúa hvort félag. Hægt verður að fylgjast með þinginu og helstu málefnum inn á heimasíðu Alþýðusambandsins www.asi.is.

Íbúðarhótel í boði á Akureyri við Ráðhústorg

Félagsmönnum býðst ódýr gisting og morgunverður á RÁÐHÚSIÐ APARTMENT HOTEL, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á Akureyri.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Nánari upplýsingar á www.radhusid.is s. 571 7201 .Vetrarverð 2014-15 til félagsmanna er: Read more „Íbúðarhótel í boði á Akureyri við Ráðhústorg“

Framsýn á fjöll

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum félagsins munu fara á Þeistareyki á miðvikudaginn til að kynna sér framkvæmdirnar sem þar eru í gangi og miða að því að þar rísi orkustöð fyrir væntanlega stóriðju á Bakka við Húsavík. Hreinn Hjartarson starfsmaður Landsvirkjunar mun taka á móti hópnum og fræða hann um framkvæmdirnar og stöðu mála. Read more „Framsýn á fjöll“