Beðið eftir fundi með ráðherra

Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur ekki svarað bréfi Framsýnar um ósk um fund vegna lokunar Vinnumálastofnunnar á Húsavík þann 1. desember nk. Félagið ítrekaði beiðni félagsins í dag auk þess sem formlega var óskað eftir fundi með forstjóra Vinnumálastofnunnar um málið.

Bless Ísland

Það var  föngulegur hópur félagsmanna stéttarfélaganna sem lagði af stað frá Skrifstofu stéttarfélaganna nú kl. 13:00 áleiðis til Færeyja. Farið verður með Norrænu frá Seyðisfirði í kvöld. Áætluð heimkoma til Íslands er þriðjudaginn 9. september. Við óskum hópnum velfarnaðar og skemmtunar hjá frændum okkar í Færeyjum. Read more „Bless Ísland“