Gamlárshlaup á Húsavík

Heilsubætandi og hressandi venjur verða að halda áfram. Gamlárshlaup Skokka verður, að venju, haldið á Húsavík 31. desember og hefst kl. 13:00 við Sundlaug Húsavíkur.

Boðið verðu upp á hreyfingu, göngu eða hlaup við allra hæfi, 3 km. hlaup/göngu án tímatöku og 5 km. og 10 km. hlaup/göngu með tímatöku.

Þátttaka í hlaupinu er ókeypis, útdráttarverðlaun að hlaupi loknu. Norðurþing bíður þátttakendum frítt í sund á Gamlársdag, opið í sund til kl. 15:00.

Hlaupið er ætlað öllum sem áhuga hafa á hollri hreyfingu í góðum félagsskap. Allur aldur er velkominn. Þátttakendur eru hvattir til að nota endurskinsmerki og vera í klæðnaði og skóbúnaði í samræmi við veður og færð.

Skráning í Gamlárshlaup Skokka er á staðnum frá kl. 12:15.

Allar nánari upplýsingar veita Jón Friðrik Einarsson sími 864-1295 og Ágúst Sigurður Óskarsson sími 864-6601.

Frá Gamlárshlaupi Skokka 2013.

Deila á