Um 1,5 milljónir til félagsmanna í auka starfsmenntastyrki

Stjórn Fræðslusjóðs Framsýnar kom saman í gær og tók fyrir styrkbeiðnir frá félagsmönnum er tengjast námi eða námskeiðum sem þeir hafa tekið þátt í á árinu 2014. Félagsmenn Framsýnar eiga aðild að öflugum fræðslusjóðum í gegnum kjarasamninga. Þar sem markmið Framsýnar er að gera vel við félagsmenn og helst betur en önnur sambærileg félög hafa burði til að gera hafa félagsmenn aðgengi að sérstökum fræðslusjóði hjá Framsýn til viðbótar. Það er Fræðslusjóði Framsýnar. Félagsmenn sem eru í kostnaðarsömu námi og hafa fullnýtt sinn rétt í kjarasamningsbundnu fræðslusjóðunum, ellilífeyrisþegar og ungir námsmenn sem eru rétt lausir í kjarasamningsbundnu sjóðunum geta sótt um úr Fræðslusjóði Framsýnar enda hafi þeir verið greiðendur til félagsins. Í gær var úthlutað til 40 félagsmanna samtals kr. kr. 1.544.447,-. Áður höfðu félagsmenn fengið kr. 12.439.189 í styrki úr kjarasamningsbundnu fræðslusjóðunum á árinu 2014.

Framsýn kappkostar að gera sem best við félagsmenn. Í því sambandi má nefna að þeir hafa aðgengi að öflugum fræðslusjóði innan félagsins auk almennu fræðslusjóðana sem eru kjarasamningsbundnir. Þessi mynd er tekin á fundinum í gær. Hér má sjá Maríu og Kristrúnu sem eru stjórnarmenn í fræðslusjóðnum og starfsmann sjóðsins Jónínu Hermanns. Þær eru greinilega ánægðar með niðurstöðu fundarins.

Deila á