Um 30 milljónir í styrki til félagsmanna

Á gamlársdag kom stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar saman til síðasta fundar ársins en stjórnin fundar í hverjum mánuði til að fara yfir beiðnir félagsmanna um styrki og sjúkradagpeninga úr sjóðnum. Á árinu 2014 greiddi sjóðurinn til félagsmanna samtals um 30 milljónir í styrki, þar munar mest um sjúkradagpeninga sem greiddir eru til félagsmanna sem falla útaf launaskrá hjá fyrirtækjum vegna veikinda.
Stjórn sjúkrasjóðs á síðasta fundi ársins, Aðalsteinn, Dómhildur og Jónína. Á myndina vantar Einar Friðbergsson.
Deila á