Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar næsta fimmtudag kl. 20:00 til að fara yfir nýgerða kjarasamninga. Til viðbótar verður stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar sem og trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum þar sem kjarasamningurinn gildir boðið að sitja fundinn. Read more „Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundar“
Samningur Framsýnar og SA vegna starfsmanna á hvalaskoðunarbátum endurskoðaður
Framsýn og Samtök atvinnulífsins gengu í gær frá endurnýjuðum samningi fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík. Samkomulagið er eftirfarandi: Read more „Samningur Framsýnar og SA vegna starfsmanna á hvalaskoðunarbátum endurskoðaður“
Meginkröfur SGS í höfn
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Read more „Meginkröfur SGS í höfn“
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í 11 liðum til að greiða fyrir kjarasamningum en stefnt er að undirritun samninga Flóabandalagsins, verslunarmannafélaganna og Starfsgreinasambandsins við SA milli klukkan 14 og 15 í dag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi: Read more „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði“
Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir verslunar- og skrifstofufólk
Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðild að samningnum.Lægstu launataxtar hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum. Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018. Read more „Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir verslunar- og skrifstofufólk“
Húsavík skartar góðum veitingastöðum
Húsavík hefur byggst upp sem eftirsóttur ferðamannastaður á undanförnum árum og skartar t.d. nokkrum góðum veitingastöðum. Einn af þeim er Naustið sem sérhæfir sig í fiskréttum. Staðurinn hefur fengið góða dóma og er til mikillar fyrirmyndar. Read more „Húsavík skartar góðum veitingastöðum“
Boðuðum verkföllum félagsmanna Framsýnar frestað – viðræður hafnar
Frestun verkfalla verður sem hér segir:
Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.
Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.
Félögum í Framsýn fjölgar og fjölgar
Alls greiddu 2.378 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2014 en greiðandi félagar voru 2.265 árið 2013. Greiðandi félagsmönnum fjölgaði því milli ára um 113 eða um 5%. Read more „Félögum í Framsýn fjölgar og fjölgar“
Samningur undirritaður
Framsýn og Umf. Efling hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að Framsýn styrkir starfsemi Eflingar með búningakaupum. Fleiri aðilar koma að því verkefni. Read more „Samningur undirritaður“
Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á liðnu ári
Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk að venju vel á síðasta starfsári. Í dag starfa 5 starfsmenn á skrifstofunni í fullu starfi og einn starfsmaður er í hlutastarfi við ræstingar og þrif. Til viðbótar eru fjórir starfsmenn í 0,4% stöðugildum við umsjón á orlofsíbúðum/húsum sem eru í eigu félagsins og við þjónustu við félagsmenn Framsýnar á Raufarhöfn. Read more „Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á liðnu ári“
Orlofsuppbót 2015
Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500. Read more „Orlofsuppbót 2015“
Félagar í Þingiðn athugið
Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA
Nú um Hvítasunnuhelgina hafa fulltrúar Framsýnar átt í viðræðum við nokkur fyrirtæki á félagssvæðinu sem standa utan Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamnings. Frumkvæðið hefur komið frá fyrirtækjunum. Framsýn hefur áður undirritað 23 kjarasamninga við fyrirtæki á svæðinu. Ekki er ólíklegt að skrifað verði undir nokkra samninga til viðbótar á allra næstu dögum enda hafa viðræðurnar við fyrirtækin gengið vel um Hvítasunnuna. Read more „Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA“
122 milljónir til félagsmanna í atvinnuleysisbætur 2014
Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur allt frá hruninu 2008 verið heldur að lagast. Það sýna tölur Vinnumálastofnunar en 203 félagsmenn komu inn á atvinnuleysisskrá árið 2014. Þeir voru 209 árið 2013. Read more „122 milljónir til félagsmanna í atvinnuleysisbætur 2014“
Fæði og vinnufatnaður í ferðaþjónustu
Dæmi eru um að Skrifstofu stéttarfélaganna hafi borist ábendingar frá starfsmönnum í ferðaþjónustu um að þeir séu látnir greiða að hluta fyrir fæði á vinnutíma. Rétt er að taka fram að slíkt er ólöglegt samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar. Read more „Fæði og vinnufatnaður í ferðaþjónustu“
Um 30 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði Framsýnar
Á árinu 2014 nutu 904 félagsmenn bóta úr sjúkrasjóði félagsins en voru 519 árið 2013. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 30.197.469,-. Sambærileg tala fyrir árið 2013 er kr. 29.478.415,-. Samkvæmt þessum tölum er óveruleg hækkun milli ára á styrkjum úr sjúkrasjóði. Read more „Um 30 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði Framsýnar“
Samþykkt að efla Vinnudeilusjóð félagsins
Á aðalfundi Framsýnar var samþykkt að heimila stjórn og trúnaðarmannaráði á forsendum 3. greinar reglugerðar Vinnudeilusjóðs Framsýnar að færa allt að kr. 100.000.000 úr félagssjóði í vinnudeilusjóð verði þörf á því í yfirstandandi kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins og aðra þá samningsaðila sem Framsýn er með kjarasamninga við og lausir eru árið 2015. Read more „Samþykkt að efla Vinnudeilusjóð félagsins“
Húsavík í dag – allt að gerast
Flest bendir til þess að framkvæmdir hefjist fyrir fullt á Bakka við Húsavík í sumar við uppbyggingu á kísilmálmverksmiðju. Það er margt í loftinu sem staðfestir að framundan séu uppgangstímar á Húsavík. Einn af fjölmörgum blaðamönnum heimasíðu stéttarfélaganna fór í vetfangsferð í morgun og kannaði málið með því að taka nokkrar myndir. Komið með í bíltúrinn. Read more „Húsavík í dag – allt að gerast“
Félagar í Þingiðn greiða atkvæði um verkfall
Samiðn ásamt VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, MATVÍS, Rafiðnaðarsambandi Íslands, Grafíu –(FBM) stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum og Félagi hársnyrtisveina hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun sem yrði með eftirfarandi hætti: Read more „Félagar í Þingiðn greiða atkvæði um verkfall“
Vorið er komið með blóm og lömb í haga
Vorboðarnir ljúfu úr Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér ferð í Grobbholt í vikunni sem stendur á Skógargerðismelnum við Húsavík. Um 30 börn komu ásamt starfsmönnum leikskólans. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum höfðu börnin virkilega gaman af heimsókninni. Read more „Vorið er komið með blóm og lömb í haga“