Stéttarfélögin með fræðslu fyrir Vinnuskóla Norðurþings

Fyrir helgina komu hressir unglingar úr Vinnuskóla Norðurþings í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að líta við og fá fræðslu um starfsemi stéttarfélaga. Auk fræðslunnar var unglingunum boðið upp á veitingar og húfur enda nokkuð kalt í veðri þessa dagana. Sjá myndir: Read more „Stéttarfélögin með fræðslu fyrir Vinnuskóla Norðurþings“

„Lífið er gott.“

Það er komið fram í miðjan júní. Ég fylgist með kindum nágranna minna út um gluggann þar sem þær ráfa eirðarlausar fram og til baka með túngirðingunni í leit að glufu til að komast út. Teygja snoppuna út á milli möskvanna eftir gróðrinum sem vex utan girðingar. Þær þrá frelsið til fjalla og ég skil þær svo vel. Read more „„Lífið er gott.““

Kalt á Þeistareykjum í dag – sjá myndir

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var á Þeistareykjum í dag en hann gegnir jafnframt hlutverki sem yfirtrúnaðarmaður á staðnum meðan ekki hefur verið gengið frá ráðningu í starfið. Stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn, hafa ákveðið að halda úti öflugri þjónustu á svæðinu í fullu samráði við hlutaðeigandi aðila á svæðinu s.s. Landsvirkjun og LNS Saga. Read more „Kalt á Þeistareykjum í dag – sjá myndir“

Veröld sem var … og er

Víkur og Loðmundarfjörður er samheiti yfir það svæði sem liggur á milli Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðar. Þar var í eina tíð blómleg byggð þar sem íbúar, líkt og flestir aðrir landsmenn á þeim tíma byggðu afkomu sína á landbúnaði og sjósókn. Lommfirðingar urðu rúmlega 140 þegar flest var og mannfjöldi fór í annað eins um tíma í Víkum. Read more „Veröld sem var … og er“

STH- Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

„Það er mikill áfangi og ánægjuefni að endurskoðun starfsmatsins sé lokið enda hefur þessi vinna staðið yfir í langan tíma. Mestu skiptir að hún skilar yfirgnæfandi meirihluta okkar félagsmanna hækkun launa en hún er að jafnaði um 3,3%,“ segir Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna sem nú liggur fyrir. Read more „STH- Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa“

Þingiðn – Góð kosningaþátttaka gefur skýra niðurstöðu um vilja félagsmanna

Nú stendur yfir kosning um þá kjarasamninga Þingiðnar sem gerðir hafa verið við Samtök atvinnulífsins, Félag pípulagningameistara, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Kosningunni lýkur 15. júlí og ætti niðurstaðan að liggja fyrir um miðjan dag. Read more „Þingiðn – Góð kosningaþátttaka gefur skýra niðurstöðu um vilja félagsmanna“

Stéttarfélögin opna skrifstofu á Þeistareykjum

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar funduðu í dag með fulltrúum Landsvirkjunar og LNS Saga á Þeistareykjum. Meðal annars var farið yfir samskiptamál og önnur atriði sem aðilar ætla að vinna sameiginlega að til að gera starfsumhverfið sem best fyrir starfsmenn á Þeistareykjum. Algjör samstaða er um það meðal stéttarfélaganna, Landsvirkjunar og LNS Saga að tryggja að þetta markmið náist.   Read more „Stéttarfélögin opna skrifstofu á Þeistareykjum“

Samið við Bændasamtökin

Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Framsýn á aðilid að samningnum. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins og er nú talað um að hann taki til starfsfólks í landbúnaði en ekki einungis á lögbýlum. Read more „Samið við Bændasamtökin“

Góður fundur um atvinnumál á vegum PCC

Þýska fyrirtækið PCC sem ætlar að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík og sveitarfélagið Norðurþing stóðu fyrir opnum íbúafundi á Húsavík í gær. Fundurinn fór fram í fundarsal stéttarfélaganna. Á fundinum var farið sérstaklega yfir uppbyggingu kísilvers PCC BakkiSilikon hf. á Bakka og uppbyggingu hafnar og vegtengingar vegna Bakka. Read more „Góður fundur um atvinnumál á vegum PCC“

Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar ath.

Skrifstofa félagsins á Þórshöfn verður lokuð vegna sumarleyfis starfsmanns dagana 30.júní 1.júlí og 2.júlí n.k. Starfsmaður, Kristín Kristjánsdóttir, verður með símann 894-7360 og bústaðabókina ef á liggur. Eyþór Atli í síma 897-0260 mun afhenda félagsmönnum flugfarseðla,sé þess þörf.  Verkalýðsfélag Þórshafnar