Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að gengið frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Read more „249 félagsmenn á kjörskrá – gerðu athugasemdir við kjarasamninginn“
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að gengið frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Read more „249 félagsmenn á kjörskrá – gerðu athugasemdir við kjarasamninginn“
Framsýn boðar til fundar í samstarfi við stjórnendur verktakafyrirtækisins G&M fimmtudaginn 26. nóvember kl. 15:30 í kaffistofu starfsmanna á Þeistareykjum. Farið verður yfir samkomulag Framsýnar og G&M varðandi launakjör pólskra starfsmanna við byggingu stöðvarhússins á Þeistareykjum. Read more „Fundur með pólskum starfsmönnum“
Um þessar mundir stendur yfir fiskvinnslunámskeið á vegum Ísfélags Vestmannaeyja en námskeiðið hófst í morgun með erindi frá formanni Framsýnar um réttindamál á vinnumarkaði. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir vinnuverndarmál, réttindamál á vinnumarkaði, markaðsmál, líkamsbeitingu og hreinlætismál. Read more „Fiskvinnslufólk á námskeiði“
Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir opnum fundi í morgun í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í samstarfi við Jafnréttisstofu. Fundurinn heppnaðist afar vel en um 80 konur og karlar mættu til fundarins. Read more „Fjölmenni á fundi um kosningarétt kvenna“
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á áttunda tímanum í kvöld, föstudaginn 20. nóvember. SGS undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna félaga: Read more „Staðfest – Skrifað undir kjarasamning í kvöld“
Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna skrifuðu Starfsgreinasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning í kvöld. Ekki hefur náðst í formann Framsýnar sem tók þátt í viðræðunum til að fá þessa frétt staðfesta. Nánar verður fjallað um málið hér á síðunni á morgun. Kjarasamningurinn fer síðan í atkvæðagreiðslu eftir helgina. Read more „Skrifað undir við sveitarfélögin“
Vinnueftirlitið boðaði til fundar í dag með fulltrúum frá aðildarsamböndum Alþýðusambands Íslands. Tilefnið var að kynna fyrir sambandinu eftirlit, samstarf og upplýsingamiðlun milli ASÍ og VER með starfsaðstæðum erlends starfsfólks. Fundurinn var málefnalegur og fram kom sameiginlegur vilji aðila til að vinna saman að þessum mikilvægu málum. Read more „Aukið samstarf ASÍ og Vinnueftirlitsins“
Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til þess að geta fengið styrk vegna ársins 2015 er nauðsynlega að skila inn umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi föstudaginn 18. desember nk. Þetta á bæði við um þá sem hafa sent inn umsókn á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögn og einnig þá sem eiga eftir að sækja um styrk hjá sjóðnum. Read more „Styrktarsjóður BSRB -frestur umsókna og fylgigagna 2015“
Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar var atvinnuleysið í október 2,6% á landsvísu. Að meðaltali voru 4.216 atvinnulausir í mánuðinum og fjölgaði aðeins milli mánaða. Á Norðurlandi eystra voru 400 manns án atvinnu sem gerir 2,4% atvinnuleysi. Read more „Atvinnuleysið 2,6% í október“
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að Framsýn, stéttarfélag leggst alfarið gegn hugmyndafræði SALEK hópsins eins og hún hefur verið lögð fram þar sem hún stenst ekki lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Read more „Fjarar undan SALEK – afstýrum ofbeldi“
Fulltrúar Framsýnar fóru í dag í heimsókn á Þeistareyki. Auk þess að spjalla við starfsmenn á svæðinu funduðu þeir með pólska undirverktakanum á svæðinu G&M. Það er óhætt að segja að það hafi verið kalt á svæðinu í dag og reyndar var stórhríð þegar farið var milli Húsavíkur og Þeistareykja. Read more „Kalt á Þeistareykjum“
Í ályktun sem Framsýn samþykkti í dag, 18. nóvember, gagnrýnir félagið Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir viljaleysi til samningagerðar við aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Krefst kjarasamnings þegar í stað“
Starfsmannafélag Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi í gærkvöldi um kjarasamning starfsmannafélaga, þar á meðal STH og ríkisins. Eftir kynningu var samningurinn tekinn í atkvæðagreiðslu. Read more „Samningur STH samþykktur“
Bæjarráð Norðurþings boðaði formann Framsýnar til fundar fyrir helgina til að ræða áhyggjur félagsins varðandi erlenda verktaka á svæðinu sem sumir hverjir greiða ekki skatta eða aðrar skyldur til samfélagsins. Sjá frétt á heimasíðunni „Óheillaþróun – sveitarfélög verða af útsvarstekjum“. Read more „Kallaður til fundar“
Almennur félagsfundur vegna ríkisstarfsmanna innan Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn í sal stéttarfélagana að Garðarsbraut 26, í dag, 17. nóvember og hefst fundurinn kl.20:00. Sjá dagskrá: Read more „Félagar í STH – fundur í kvöld“
Lionsklúbbur Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi í kvöld um forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini sem klúbburinn hefur staðið að síðustu fjögur ár í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Read more „Ánægja með verkefnið“
Fulltrúi frá Framsýn fór í dag í eftirlitsferð um Bakka með fulltrúa frá PCC. Þessar vikurnar er unnið að því að gera lóðina klára undir byggingu á kísilmálmverksmiðju auk þess sem verið er að reisa þorp fyrir um 400 manns á svæðinu. Þá verður einnig komið fyrir mötuneyti og skrifstofuhúsnæði við lóðina á Bakka. Sjá myndir sem teknar voru í dag. Read more „Eftirlitsferð um Bakka“
Formaður Framsýnar var í viðtali á N4 fyrir helgina þar sem atvinnu- og samgöngumál voru til umræðu. Sjá viðtalið: http://www.n4.is/is/thaettir/file/husvikingar-bjartsynir
Jafnréttisnefnd ASI stóð þann 12. nóvember fyrir ráðstefnu um jafnréttismál og var hún haldin á Icelander Hotel Natura í Reykjavík.Yfirskrift ráðstefnunnar var Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – eru verðmætin í jafnréttinu falin? Ráðstefnan var öllum opin og þar áhugaverðir fluttir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er lúta að þeim málaflokki. Read more „Eru verðmætin í jafnréttinu falin?“
Unnið hefur verið að því að lagfæra bústað Framsýnar í Öxarfirði. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og fleiri lagfæringar eru til skoðunar á bústaðnum í vetur. Bústaðurinn er til leigu fyrir félagsmenn meðan veður leyfir. Staðsetning hans er í skógi og því ekki auðvelt að komast að honum í vondum veðrum. Read more „Lagfæringar á bústað“