Störf í boði hjá LNS Saga

Reglulega berast fyrirspurnir til Skrifstofu stéttarfélaganna varðandi það hvort störf séu í boði er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Því er til að svara að fyrirtækin hafa verið að auglýsa eftir fólki í blöðum og á sínum heimasíðum. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að sækja um störf hjá LNS Saga sem sér að mestu um uppbygginguna á Þeistareykjum geta séð hvaða störf eru í boði með því að fara inn á slóðina https://lns-saga.rada.is/is/. Read more „Störf í boði hjá LNS Saga“

Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum

Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) kallar eftir nýjum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga þar sem allir axli sína ábyrgð. Margir hópar hafi farið fram síðustu misseri og reynt að rétta sinn hlut, óháð því hvaða áhrif það hafi á aðra launahópa eða hagkerfið. Á því tapa allir, segir í ályktun þingsins. 29. þing LÍV var haldið dagana 16. – 17. október á Akureyri og sátu það 79 fulltrúar aðildarfélaga sambandsins. Read more „Þing LÍV kallar eftir nýjum vinnubrögðum“

Þingi SGS lokið

Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Read more „Þingi SGS lokið“

Ríkisstarfsmenn innan Framsýnar

Framsýn boðar til kynningarfundar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu á nýgerðum kjarasamningi Framsýnar/SGS og ríkisins þriðjudaginn 20. október kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu koma til með að fá kjörgögn í pósti en um rafræna atkvæðagreiðslu verður um að ræða. Framsýn- stéttarfélag

Eftirlit um Þeistareykjasvæðið

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar fóru í eftirlitsferð um Þeistareykjasvæðið í gær. Framkvæmdir ganga vel og voru menn nokkuð ánægðir með gang mál og veðrið að sjálfsögðu sem hjálpað hefur verulega til í haust en menn búast við veðurbreytinum á næstunni og eru menn því að keppast við að gera sem mest áður en stöðva þarf framkvæmdir vegna veðurs og ófærðar. Sjá myndir úr heimsókninni: Read more „Eftirlit um Þeistareykjasvæðið“

Framsýn gengur frá kjarasamningi við ríkið

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Framsýn á aðild að samningnum í gegnum SGS. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Read more „Framsýn gengur frá kjarasamningi við ríkið“

Fjölmenni á Hrútadegi á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn síðasta laugardag. Mikið fjölmenni var saman komið til að taka þátt í deginum sem kom víða að, það er úr flestum landshlutum. Gestum var boðið upp á þétta dagskrá allan daginn og reyndar vel fram á kvöldið. Mikil spenna var í loftinu þegar fallegustu hrútarnir voru boðnir upp en uppboðið hófst kl. 17:00. Read more „Fjölmenni á Hrútadegi á Raufarhöfn“