Farið yfir málin með verðandi yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf.

Fulltrúar Framsýnar áttu fund í dag með verðandi yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík þeim Hafsteini Viktorssyni og Jökli Gunnarssyni. Hafsteinn hefur verið ráðinn sem forstjóri PCC BakkiSilicon frá og með mars 2017. Þá hefur Jökull Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC BakkiSilicon og mun hefja störf í mars 2016.

Á fundinum óskuðu fulltrúar Framsýnar eftir góðu samstarfi við forsvarsmenn fyrirtækisins auk þess að gera þeim grein fyrir starfsemi félagsins sem sjaldan eða aldrei hefur verið eins öflug og um þessar mundir. Fram kom í máli þeirra Hafsteins og Jökuls að þeir leggja sömuleiðis mikið upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum. Áætlað er að viðræður hefjist milli aðila síðar á þessu ári varðandi kjarasamning fyrir starfsmenn.

Rétt í þessu var fundi talsmanna Framsýnar og verðandi yfirmanna hjá PCC BakkaSilikon að ljúka. Hér má sjá Jónu og Huld frá Framsýn auk Hafsteins og Jökuls að loknum fundi. Formaður Framsýnar tók einnig þátt í fundinum.

Deila á