Útför Ernu Þorvaldsdóttur fór fram í dag

Erna Þorvaldsdóttir sem fædd var 5. júlí 1936 var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag. Hún lést 31. maí 2011. Erna starfaði lengi að verkalýðsmálum sem trúnaðarmaður starfsmanna á Sjúkrahúsi Húsavíkur auk þess sem hún var í aðalstjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur frá árinu 1982 til ársins 1989. Ernu eru þökkuð vel unnin störf í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum. Þá vottum við Davíð og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Framsýn- stéttarfélag Read more „Útför Ernu Þorvaldsdóttur fór fram í dag“

Samningur við LÍÚ um hækkun kauptryggingar og kaupliða.

Þann 9. júní skrifaði Sjómannasamband Íslands fh. Sjómannadeildar Framsýnar undir samning við LÍÚ um hækkun kauptryggingar og kaupliða um 4,25% frá 1. júní 2011. Ekki er um að ræða heildarkjarasamning heldur nær samningurinn bara til hækkunar á kauptryggingu og kaupliðum samningsins frá og með 1. júní 2011. Sjá frekar samninginn: Read more „Samningur við LÍÚ um hækkun kauptryggingar og kaupliða.“

Samningaviðræður ganga hægt

Fulltrúar Framsýnar funduðu með Landssambandi smábátaeigenda á mánudaginn vegna kjarasamnings félagsins og sambandsins um ákvæðisvinnu við línu og net. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins tóku einnig þátt í fundinum en fulltrúar þeirra munu vinna mjög náið með fulltrúum Framsýnar enda um sameiginlegt hagsmunamál að ræða. Samningsaðilar samþykktu að funda næst þann 16. júní. Read more „Samningaviðræður ganga hægt“

Reiði á fundi stjórnar- og trúnaðarmannaráðs Framsýnar

Það er ekki á hverjum degi sem óskir koma fram frá fulltrúum í stjórn eða trúnaðarmannaráði Framsýnar að boðað sé til sérstakra funda umfram reglulega fundi sem haldnir eru einu sinni í hverjum mánuði. Hins vegar bar svo við í síðustu viku eftir samþykkt Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra sambandsins að fólki í stjórn og trúnaðarmannaráði var gróflega misboðið. Read more „Reiði á fundi stjórnar- og trúnaðarmannaráðs Framsýnar“

Leikskólabörn á Húsavík fagna sumrinu

Það lifnar yfir öllu um leið og veðrið lagast eftir hálf leiðinlega tíð. Börn úr Leikskólanum Grænuvöllum notuðu góða veðrið í gær og fóru í heimsókn í fjárhús hjá frístundabónda á Húsavík. Þar skoðuðu þau hænur, ær og lömb auk þess að borða nestið sitt. Þau höfðu mjög gaman af ferðinni og kvöddu með bros á vör eftir velheppnaða skoðunarferð. Sjá myndir: Read more „Leikskólabörn á Húsavík fagna sumrinu“

Skrifað undir í næstu viku

Undir kvöld í gær var handsalaður samningur á milli Starfsmannafélags Húsavíkur og samninganefndar ríkisins.  Samningurinn er á svipuðum nótum og SFR og Kjölur gerðu í gær og fyrradag og verður samkomulag þess efnis undirritað í næstu viku.

Frekari kynning á innihaldi samningsins verður birt á heimasíðunni á næstu dögum.

Samningaviðræður í gangi

Fulltrúar Framsýnar hafa undanfarið setið á samningafundum við sínum viðsemjendum. Varaformaður félagsins, Kristbjörg Sigurðardóttir, hefur síðustu daga tekið þátt í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands sem átt hefur í viðræðum við ríkið en Framsýn er aðili að samningnum.  Hugsanlega verður skrifað undir kjarasamning í kvöld. Read more „Samningaviðræður í gangi“