Ríkissáttasemjari svarar kallinu

Síðasta fimmtudag vísaði Framsýn kjaradeilu félagsins við Samninganefnd sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara þar sem þolinmæði félagsins var á þrotum. Ríkissáttasemjari var snöggur að svara kallinu því hann hefur boðað til samningafundur í Karphúsinu næst þriðjudag kl. 11:00. Til viðbótar má geta þess að fulltrúar Framsýnar munu funda um kjaramál beitningamanna á mánudaginn í Reykjavík.

Deila á