Jólaboð stéttarfélaganna og jólatónleikar Samhljóms

Þingeyjarsýslur og Húsavík eru óðum að færast í hátíðarbúning. Jólaskreytingar lýsa upp skammdegið og setja vinalegan blæ á aðventuna. Í dag á milli kl. 14:00-18:00 bjóða Stéttarfélögin upp á sína árlegu jólahátíð og allir eru hvattir til að láta sjá sig. Aðgangur ókeypis. Veglegar veitingar og jólagleði. Þá minnum við líka á hina árlegu jólatónleika Samhljóms sem haldnir á morgun. Read more „Jólaboð stéttarfélaganna og jólatónleikar Samhljóms“

Myndbönd frá Rifósi og Jarðborunum

Eins og greint var frá á dögunum gekk Rafnar Orri til liðs við Framsýn til festa á filmu atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og starfsemi Framsýnar. Á næstu vikum verða birt myndbönd frá ýmsum vinnustöðum til að gefa innsýn í fjölbreytt störf félagsmanna nær og fjær. Hér má sjá fyrstu myndböndin frá Rifósi í Kelduhverfi og Jarðborunum á Þeistareykjum. Read more „Myndbönd frá Rifósi og Jarðborunum“

Raufarhöfn í Kastljósi á RÚV

Kastljós var á ferðinni á Raufarhöfn í vikunni. Grafalvarlegt ástandið á Raufarhöfn var til umfjöllunar á RÚV í gær, sjá umfjöllun hér. Við tækifærið komst þó heimamaðurinn og skáldið Jónas Friðrik Guðnason svo að orði í bundnu máli: „Mögnuð sú og merkileg staðreynd er – margur fær hreinlega sjokk við undur slík – að eftir því sem fækkar hálfvitum hér – hækkar greindarstaðall í Reykjavík!“ Read more „Raufarhöfn í Kastljósi á RÚV“