Ályktun vegna kjaradeilu leikskólakennara

Framsýn, stéttarfélag hvetur samninganefnd sveitarfélaga til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við leikskólakennara og afstýra þannig yfirvofandi verkfalli.  Stétt leikskólakennara, sem og aðrar umönnunarstéttir eru almennt illa launaðar þrátt fyrir að vera treyst fyrir öryggi og velsæld okkar mikilvægustu einstaklinga.

Framsýn vill sjá að launkjör umönnunarstétta séu bætt og leiðrétt, hver sem þar á í hlut, ekki síst þar sem um er að ræða stéttir sem eru að stórum hluta skipaðar konum.

Deila á