Samið fyrir landbúnaðarverkamenn

Nú rétt fyrir hádegi var gengið frá kjarasamningi á milli Framsýnar og Bændasamtaka Íslands vegna  landbúnaðarverkamanna.  Skrifað var undir samninginn hjá ríkissáttasemjara um klukkan 11:00. Samningurinn gildir til ársins 2014 og er í samræmi við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu.  Samningurinn felur í sér þau nýmæli að menntun á háskólastigi á sviði búfræði, fiskeldisfræði og tamninga verði metin til launahækkunar.  Nánari útlistun á efni samningsins verður kynnt á heimasíðunni á næstu dögum.

Deila á