Deild verslunar og skrifstofufólks innan Framsýnar býður starfsfólki í verslunum upp á námskeið í þjónustu og framkomu miðvikudaginn 13. júní nk. Skráning er nauðsynleg, sjá tímasetningar hér: Read more „Verslunarfólki er boðið á námskeið í þjónustu og framkomu“
Glæsileg hátíðardagskrá 1. maí!
Glæsileg 1. maí hátíðardagskrá stéttarfélaganna er nú kominn á netið. Við hvetjum alla til að mæta og fylla höllina. Sjá veglega dagskrá: Read more „Glæsileg hátíðardagskrá 1. maí!“
Stéttarfélögin bjóða til fjármálanámskeiðs með Ingólfi H.
Miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi kl. 18:15 munu stéttarfélögin ásamti Sparnaði ehf og Ingólfi H. Ingólfssyni bjóða upp á fjármálanámskeið í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Ingólfur mun fara yfir fjármál heimila og gera grein fyrir þeirri hugmyndafræði í fjármálum sem hann hefur boðað síðustu misserin. Námskeiðið er frítt og allir velkomnir. Read more „Stéttarfélögin bjóða til fjármálanámskeiðs með Ingólfi H.“
Fréttabréf stéttarfélaganna nú flettanleg á heimasíðunni
Nú geta félagsmenn sem og aðrir lesið fréttabréf stéttarfélaganna á heimasíðunni okkar í flettanlegu vefformi! Áður hafa fréttabréfin verið aðgengileg á pdf formi en með þessu móti er aðgengið að fréttum stéttarfélaganna bætt. Hvetjum fólk til að líta á nýjasta fréttabréf stéttarfélaganna hér:
fréttabréf mars 2012 Read more „Fréttabréf stéttarfélaganna nú flettanleg á heimasíðunni“
Herrakvöld Völsungs á Fosshótel Húsavík 7. apríl!
Herrakvöld Völsungs verður haldið á Fosshótel Húsavík laugardaginn 7. apríl. næstk.
Skráningarfrestur er til 4. apríl. Nánari dagskrá má sjá hér: Read more „Herrakvöld Völsungs á Fosshótel Húsavík 7. apríl!“
Húsavíkurkvöld Völsungs!
Minnum á hið marg rómaða Húsavíkurkvöld Völsungs og hvetjum Völsunga nær og fjær til að mæta!
Sjá dagskrá hér: Read more „Húsavíkurkvöld Völsungs!“
EM kaffi í dag
Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Spánverja í handbolta. Í tilefni af því verða stéttarfélögin með opið hús í fundarsal félagsins þar sem boðið upp á kaffi og leikinn á breiðtaldi. Allir velkomnir.
Framsýn ber saman leikskólagjöld
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla með fæði hjá 15 fjölmennustu sveitafélögum landsins við upphaf árs 2012, sjá frétt ASÍ. Framsýn fékk leyfi til þess að bera gjaldskrá leikskóla Norðurþings saman við sveitafélögin sem voru með í könnuninni. Read more „Framsýn ber saman leikskólagjöld“
Jólafundur stjórnar verslunar- og skrifstofufólks
Stjórn deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar- stéttarfélags kom saman til jólafundar í dag. Á fundinum var m.a. hafinn undirbúningur aðalfundar deildarinnar en stefnt er að því að hann verði haldinn í kringum 20. febrúar. Read more „Jólafundur stjórnar verslunar- og skrifstofufólks“
Vel sótt jólaboð stéttarfélaganna
Dagatöl og minnisbækur stéttarfélaganna fyrir 2012
Félagsmenn stéttarfélaganna geta nú nálgast dagatöl og minnisbækur fyrir árið 2012 á skrifstofu stéttarfélaganna. Að þessu sinni prýða dagatölin fallegar myndir teknar af Rafal Nowosielski frá nokkrum náttúruperlum í Suður – Þingeyjarsýslu.
Read more „Dagatöl og minnisbækur stéttarfélaganna fyrir 2012“
Reykfyllt herbergi og vinnuskjöl á netinu
Stjórnarliðar hafa um helgina ráðist á ráðherra sjávarútvegsmála fyrir það að birta á netinu vinnugögn um breytingar á stjórn fiskveiða. Sömu gögn voru fjórum dögum fyrr lögð fyrir ríkisstjórn og óskað eftir að þau færu þaðan í almenna kynningu í þingflokkum. Read more „Reykfyllt herbergi og vinnuskjöl á netinu“
Heimsókn frá formanni LÍV
Stefán Einar Stefánsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, kom í heimsókn á skrifstofuna í vikunni á ferð sinni um landið. Stefán er jafnframt formaður VR sem er stærsta aðildarfélag LÍV. Átti formaðurinn gott spjall m.a. um starfsemi VIRK og kjaramál á víðum grunni auk þess sem nýafstaðinn vinnufundur um kjarasamninga bar á góma. Read more „Heimsókn frá formanni LÍV“
Vinnufundur um kjarasamninga LÍV og SA
Á dögunum sóttu Jónína og Orri Freyr vinnufund LÍV og VR um kjarasamninga LÍV/VR og SA sem voru undirritaðir í maí síðastliðnum. Vinnufundurinn var haldinn á Hallormsstað 8.-9. september. Elías Magnússon forstöðumaður kjarasviðs VR fór yfir samningana í heild og Ólafur Darri Andrason deildastjóri hagdeildar ASÍ kafaði ofan í helstu forsendur og endurskoðunarákvæði samninganna. Read more „Vinnufundur um kjarasamninga LÍV og SA“
Samið fyrir landbúnaðarverkamenn
Nú rétt fyrir hádegi var gengið frá kjarasamningi á milli Framsýnar og Bændasamtaka Íslands vegna landbúnaðarverkamanna. Skrifað var undir samninginn hjá ríkissáttasemjara um klukkan 11:00. Samningurinn gildir til ársins 2014 og er í samræmi við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu. Read more „Samið fyrir landbúnaðarverkamenn“
Nám í markaðssetning vöru og þjónustu
Háskólinn á Akureyri og fræðslusetrið Starfsmennt, sem Starfsmannafélag Húsavíkur er aðili að, bjóða í vetur upp á nám í markaðssetningu vöru og þjónustu. Boðið verður upp á námið í fjarkennslu. Read more „Nám í markaðssetning vöru og þjónustu“
Leggur þú þitt af mörkum?
Fulltrúar frá embætti Ríkisskattstjóra og eftirlitsmenn með vinnustaðaskilríkjum hafa undanfarna daga heimsótt vinnustaði í Þingeyjarsýslum til að kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir. Einn þeirra var Snæbjörn Sigurðarson, skrifstofustjóri stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, sem jafnframt er eftirlitsfulltrúi með notkun vinnustaðaskírteina í Þingeyjarsýslum. Read more „Leggur þú þitt af mörkum?“
Ályktun vegna kjaradeilu leikskólakennara
Framsýn, stéttarfélag hvetur samninganefnd sveitarfélaga til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við leikskólakennara og afstýra þannig yfirvofandi verkfalli. Stétt leikskólakennara, sem og aðrar umönnunarstéttir eru almennt illa launaðar þrátt fyrir að vera treyst fyrir öryggi og velsæld okkar mikilvægustu einstaklinga.
Framsýn vill sjá að launkjör umönnunarstétta séu bætt og leiðrétt, hver sem þar á í hlut, ekki síst þar sem um er að ræða stéttir sem eru að stórum hluta skipaðar konum.
Framsýn fundar um skipulagsmál SGS
Á vettvangi Starfsgreinasambands Íslands fer nú fram vinna að skipulagsmálum sambandsins. Í því sambandi hefur sambandið varpað spurningum og hugleiðingum til aðilarfélaga þess, m.a. til Framsýnar. Stjórn Framsýnar ákvað í sumar að stofna vinnuhóp til að undirbúa aðkomu sína að umræðunni. Read more „Framsýn fundar um skipulagsmál SGS“
Skrifað undir stofnanasamning við FSH
Gengið hefur verið frá stofnanasamningi fyrir starfsmenn Framhaldsskólans á Húsavík sem eru félagsmenn í Framsýn og Starfsmannafélagi Húsavíkur. Stofnanasamningurinn byggir á kjarasamningi félaganna við ríkið og felur í sér nánari útfærslu á kjörum starfsmanna sem sinna umsjón húseigna skólans. Read more „Skrifað undir stofnanasamning við FSH“