Fjölmargar heimsóknir eru á heimasíða stéttarfélaganna á degi hverjum, enda síðan mjög virk og nánast daglega hægt að nálgast þar nýjar fréttir úr starfsemi stéttarfélaganna. Samkvæmt Google analytics eru daglegar flettingar á síðunni yfirleitt á bilinu 200-500. Þó er einn dagur á þessu ári sem sker sig úr en þá margfaldaðist flettingafjöldinn og urðu flettingarnar alls 1372. Þessi sprenging á sér þó sínar eðlilegu skýringar en þennan merkilega dag birtust nefnilega fjölmargar stórfréttir á síðunni sem vitnað var í víða í netheimum. Read more „Metdagur í apríl“