Góður aðalfundur hjá Þingiðn
Aðalfundur Þingiðnar fór fram í gær og var mæting á fundinn mjög góð en um 90 manns eru í félaginu. Staða félagsins er góð og töluverð starfsemi var á vegum þess á síðasta ári. Félagsgjöld og iðgjöld ársins námu kr. 4.787.671,- sem er 4,6% lækkun frá fyrra ári. Read more „Góður aðalfundur hjá Þingiðn“
Munum undirbúa frekari viðræður um páskana
Að sögn formanns Framsýnar sem kom heim í gærkvöldi eftir samningafund með Samtökum atvinnulífsins, ásamt varaformanni félagsins, verður samningaviðræðum fram haldið eftir páskana undir stjórn ríkissáttasemjara. Hann sagðist hafa ákveðna trú á því að samningar tækjust um mánaðamótin. Read more „Munum undirbúa frekari viðræður um páskana“
Fundi lokið í karphúsinu
Viðræður hafa staðið yfir í dag á milli fulltrúa Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamnings fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Í upphafi lýstu fulltrúar Framsýnar yfir óánægju með gang kjaraviðræðna og að ekki skyldi vera löngu búið að semja, enda samningar búnir að vera lausir í tæpa 5 mánuði. Var lögð mikil áhersla á að samningarnir yrðu kláraðir sem fyrst. Read more „Fundi lokið í karphúsinu“
Tóku með sér egg suður
Formaður og varaformaður Framsýnar eru á leiðinni suður til fundar við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði undir vökulli stjórn ríkissáttasemjara. Sendinefndin tók með sér hamingjuegg úr íslenskum landsnámshænum sem verða færð sáttasemjara til að nota í vöfflubakstur að loknum fundi, en hefð er fyrir því að eftir undirritun samninga í karphúsinu sé boðið upp á vöfflukaffi. Read more „Tóku með sér egg suður“
Rokkað í kirkjunni!!
Afmælisdagskrá stéttarfélaganna 1. maí í Íþróttahöllinni verður mögnuð og nú standa yfir æfingar á tónlistaratriðum út um allan bæ og í Reykjavík líka. Við litum inn á æfingu hjá kirkjukórnum á Húsavík í kvöld sem mun troða upp á samkomunni ásamt hljómsveitinni SOS. Þau munu flytja þekkt dægurlög m.a. með Queen, Elvis Presley, Bítlunum og jafnvel Bubba Morthens. Read more „Rokkað í kirkjunni!!“
Krefjast fundar strax
Samninganefnd Framsýnar- stéttarfélags samþykkti í gærkvöldi að vísa kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara þar sem viðræður aðila hafa gengið hægt og þolinmæði verkafólks því löngu brostin. Read more „Krefjast fundar strax“
LÍÚ með 100 þúsund félagsmenn ASÍ í gíslingu
Ljóst er að mikil reiði er meðal verkafólks í landinu með yfirgang og frekju LÍÚ í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarið milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Svo virðist vera að LÍÚ hafi yfirtekið Samtök atvinnulífsins og haldi þar með verkafólki í landinu í gíslingu. Read more „LÍÚ með 100 þúsund félagsmenn ASÍ í gíslingu“
Hópur fólks hefur komið við og fengið sér kaffi
Eins og við sögðum frá í morgun, þá er stór dagur í sögu verkalýðsbaráttu í Þingeyjarsýslum í dag enda 100 ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Því var viðskiptavinum skrifstofunnar boðið upp á kaffi og afmælistertu í dag. Sjá myndir. Read more „Hópur fólks hefur komið við og fengið sér kaffi“
Allir á Bingó í kvöld
Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga stendur fyrir bingói á Fosshótel Húsavík í kvöld kl. 20:00. Veglegir vinningar eru í boði. Til stendur að safna fyrir nýjum speglunartækjum svo hægt verði að skoða okkar innri mann! Read more „Allir á Bingó í kvöld“
Stór dagur í dag í sögu verkalýðsbaráttu í Þingeyjarsýslum
Þann 14. apríl 1911 stofnuðu verkamenn á Húsavík með sér félag, Verkamannafélag Húsavíkur. Í dag eru því liðin 100 ár frá stofnun félagsins sem eftir nokkrar sameiningar við önnur stéttarfélög í Þingeyjarsýslum ber nafnið Framsýn- stéttarfélag. Dagurinn í dag er því stór merkilegur í sögu verkalýðsbaráttu í Þingeyjarsýslum. Read more „Stór dagur í dag í sögu verkalýðsbaráttu í Þingeyjarsýslum“
Aðalfundur Þingiðnar verður 19. apríl
Vorferð leikskólabarna á Húsavík
Hópur barna úr Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík heimsóttu spádómssvínið Boggu í morgun. Auk þess skoðuðu þau hænur og kindur í leiðinni. Eftir velheppnaða heimsókn í vorblíðunni tóku þau lagið og sungu um hænur, kindur, svín og önnur dýr. Read more „Vorferð leikskólabarna á Húsavík“
Lokun á Raufarhöfn frestað
Framsýn gerði nýlega athugasemdir við lokum á útibúi Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis á Raufarhöfn. Félagið gerði einnig athugasemdir við ákvörðun Íslandspósts um að draga úr þjónustu á staðnum. Framsýn hefur borist svar frá báðum þessum aðilum þar sem fram kemur að Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að gera ákveðnar breytingar á póstdreifingu á svæðinu sem þeir ætla að fylgja eftir. Read more „Lokun á Raufarhöfn frestað“
Líf og fjör í leikskólanum í Mývatnssveit
Það var allt á fullu í leikskólanum í Reykjahlíð þegar formaður Framsýnar var þar á ferð. Reyndar voru sum yngri börnin sofandi meðan þau eldri léku sér með starfsmönnum leikskólans. Sjá myndir af starfsmönnum og börnum: Read more „Líf og fjör í leikskólanum í Mývatnssveit“
Fjallasýn undirbýr sumarið
Þegar fulltrúar Framsýnar komu við hjá Rúnari Óskarssyni og starfsmönnum Fjallasýnar fyrir helgina voru starfsmenn að þrífa og laga bílaflotann sem telur um 15 til 20 bíla af mismunandi stærðum og gerðum. Read more „Fjallasýn undirbýr sumarið“
Metdagur í apríl
Fjölmargar heimsóknir eru á heimasíða stéttarfélaganna á degi hverjum, enda síðan mjög virk og nánast daglega hægt að nálgast þar nýjar fréttir úr starfsemi stéttarfélaganna. Samkvæmt Google analytics eru daglegar flettingar á síðunni yfirleitt á bilinu 200-500. Þó er einn dagur á þessu ári sem sker sig úr en þá margfaldaðist flettingafjöldinn og urðu flettingarnar alls 1372. Þessi sprenging á sér þó sínar eðlilegu skýringar en þennan merkilega dag birtust nefnilega fjölmargar stórfréttir á síðunni sem vitnað var í víða í netheimum. Read more „Metdagur í apríl“
Fundi með smábátasjómönnum var að ljúka
Smábátasjómenn innan Framsýnar hafa setið á fundi í dag til að fara yfir drög að kjarasamningi við smábátaeigendur á Húsavík. Þar sem viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi verður ekki fjallað nánar um umræðurnar á fundinum en ljóst er að smábátasjómenn vilja að gengið verði frá kjarasamningi fyrir þá en slíkur samningur er ekki til í dag á Íslandi. Read more „Fundi með smábátasjómönnum var að ljúka“
Um 900 við störf á Hveravöllum
Það iðaði allt af lífi hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga þegar fulltrúi Framsýnar fór í vinnustaðaheimsókn á fimmtudaginn. Um 14 ársstörf eru hjá fyrirtækinu en athygli vakti fjöldi býflugna sem var við störf í gróðurhúsunum. Read more „Um 900 við störf á Hveravöllum“
Frænku og frænda dagur á Grænuvöllum
Í gær stóðu starfsmenn Leikskólans Grænuvalla á Húsavík fyrir skemmtilegu boði fyrir frændur og frænkur leikskólabarna. Boðið var upp á kaffi, djús og kökur. Hópur fólks gerði sér ferð í leikskólann og heilsaði upp á litlar frænkur og frændur. Sjá myndir. Read more „Frænku og frænda dagur á Grænuvöllum“