Rokkað í kirkjunni!!

Afmælisdagskrá stéttarfélaganna 1. maí í Íþróttahöllinni  verður mögnuð og nú standa yfir æfingar á tónlistaratriðum út um allan bæ og í Reykjavík líka. Við litum inn á æfingu hjá kirkjukórnum á Húsavík í kvöld sem mun troða upp á samkomunni ásamt hljómsveitinni SOS. Þau munu flytja þekkt dægurlög m.a. með Queen, Elvis Presley, Bítlunum og jafnvel Bubba Morthens.  Ljóst er að atriði SOS og kirkjukórsins á eftir að slá í gegn, miðað við kraftinn sem var á æfingunni í kvöld.

Það var sungið hástöfum í Húsavíkurkirkju í kvöld enda kór og hljómsveit að æfa fyrir konsert og hátíðarhöldin á 1. maí á Húsavík.

Dívurnar Anna, Hulda og Inga sungu fallega í kvöld.

Stína, Guðrun og Erla sungu einnig í takt í fallegu lagi.

Hljómsveitin SOS klikkar ekki enda góðir tónlistarmenn þar á ferð.

Deila á