Fulltrúar Framsýnar voru á ferðinni í gær og heimsóttu nokkur fyrirtæki í Reykjahverfi sem er hluti af sveitarfélaginu Norðurþingi. Þar hefur lengi verið öflug atvinnustarfsemi. Eitt af þeim fyrirtækjum sem verið hefur að gera góða hluti er Sögin ehf. sem er fjölskyldufyrirtæki í eigu Gunnlaugs Stefánssonar og fjölskyldu hans. Read more „Þingeyskt handbragð í Hörpunni“
Framsýn mótmælir því að dómþing leggist af á Húsavík í sumar
Til stendur að dómþing leggist af á Húsavík í sumar og flytjist til Akureyrar með verulegri óhagræðingu og kostnaðarauka fyrir íbúa og stofnanir svæðisins. Regluleg dómþing hafa verið haldin í Þingeyjarsýslum allt frá árinu 1262. Bréf Framsýnar til ráðherra er meðfylgjandi þessari frétt. Read more „Framsýn mótmælir því að dómþing leggist af á Húsavík í sumar“
Krefjast þegar í stað fundar með SA
Framsýn, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Þórshafnar óskuðu í morgun eftir fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um sérmál og launalið kjarasamnings aðila. Þessi þrjú félög ákváðu á sínum tíma að segja skilið við önnur stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands vegna mismunandi áherslna í kröfugerð sambandsins. Read more „Krefjast þegar í stað fundar með SA“
Gengið frá kjöri fulltrúa Framsýnar á ársfund Stapa
Á aðalfundi Framsýnar, stéttarfélags þann 31. mars 2011 var gengið frá kjöri á fulltrúum félagsins á ársfund Stapa, lífeyrissjóðs sem haldinn verður í Mývatnssveit 12. maí kl.14:00, nánar tiltekið í Skólbrekku. Read more „Gengið frá kjöri fulltrúa Framsýnar á ársfund Stapa“
304 félagsmenn fengu námsstyrki á síðasta ári
Framsýn leggur mikið upp úr starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2010 fengu 304 félagsmenn greiddar 6.733.899,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Þetta er þó nokkuð hærri upphæð en árið á undan þegar 249 félagsmenn fengu greiddar kr. 5.995.840,- í námsstyrki. Af þessum 304 félagsmönnum sem fengu styrki voru konur 192 og karlar 112. Read more „304 félagsmenn fengu námsstyrki á síðasta ári“
Um 157 milljónir greiddar í atvinnuleysisbætur til félagsmanna Framsýnar
Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur því miður verið bágborið en þó töluvert betra en á árinu 2009. Þá fengu félagsmenn greiddar kr. 176.741.379,- í atvinnuleysisbætur. En á síðasta ári voru greiðslurnar samtals kr. 157.801.508,- sem er lækkun um 19 milljónir milli ára sem er jákvætt. Read more „Um 157 milljónir greiddar í atvinnuleysisbætur til félagsmanna Framsýnar“
Hagsmunasamtök heimilanna taka undir með Framsýn
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna tekur undir málflutning formanna VLFA og Framsýnar varðandi kjarasamninga-viðræður aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Þá skorar stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna á Alþýðusamband Íslands, sem er í forsvari aðildarfélaga sambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífisins og stjórnvöld, að halda á lofti kröfunni um að lægstu laun taki mið af nýútgefnu neysluviðmiði Velferðarráðuneytisins. Read more „Hagsmunasamtök heimilanna taka undir með Framsýn“
Um 23% aukning á greiðslum úr sjúkrasjóði til félagsmanna milli ára
Á árinu 2010 nutu 700 félagsmenn Framsýnar bóta úr sjúkrasjóði félagsins en voru 663 árið 2009. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 19.411.915,-. Sambærileg tala fyrir árið 2009 er kr. 15.809.507,-. Samkvæmt þessum tölum varð töluverð hækkun á útgjöldum sjóðsins milli ára eða um 23%.
Read more „Um 23% aukning á greiðslum úr sjúkrasjóði til félagsmanna milli ára“
Ákveðið að skoða kostnað við að reisa minnisvarða
Aðalfundur Framsýnar samþykkti að heimila stjórn félagsins að gera kostnaðaráætlun við að reisa minnisvarða í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Kostnaðaráætlunin verði síðan lögð fyrir félags- eða aðalfund Framsýnar áður en frekari ákvörðun verður tekin í málinu.
Brim hf. upp í fyrsta sætið og Vinnumálastofnun niður
Meðfylgjandi er nokkuð forvitnilegur listi. Útgerðarfyrirtækið Brim hf. er nú orðinn mikilvægasti greiðandinn til Framsýnar og hefur náð fyrsta sætinu af GPG-Fiskverkun sem þar var áður árið 2009. Brim hf. greiddi samtals 6.322.731,- í iðgjöld til félagsins árið 2010.
Read more „Brim hf. upp í fyrsta sætið og Vinnumálastofnun niður“
Þrátt fyrir kreppu fjölgar þeim fyrirtækjum sem greiða til Framsýnar
Alls greiddu 2040 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2010 en greiðandi félagar voru 1962 árið 2009. Samkvæmt samþykkt stofnfundar félagsins frá 1. maí 2008 er ekki lengur miðað við sérstakt lágmarksgjald svo menn teljist fullgildir félagsmenn heldur teljast þeir félagsmenn sem greiða til félagsins á hverjum tíma og ganga formlega í félagið. Read more „Þrátt fyrir kreppu fjölgar þeim fyrirtækjum sem greiða til Framsýnar“
Árangursríkar viðræður um kjaramál smábátasjómanna
Í dag hafa staðið yfir viðræður um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á bátum upp að 15 brúttótonnum á félagssvæði Framsýnar. Viðræðurnar milli samningsaðila fóru fram á Akureyri. Afraksturinn er að nú liggja fyrir drög að kjarasamningi. Framsýn hefur ákveðið að boða smábátasjómenn sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn til kynningarfundar næsta sunnudag kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Read more „Árangursríkar viðræður um kjaramál smábátasjómanna“
Viðræður við Klett halda áfram
Nú klukkan 11 hófst samningafundur á Akureyri á milli samninganefndar Framsýnar og smábátafélagsins Kletts á Norðurlandi um kjarasamning handa smábátasjómönnum. Viðræður hafa gengið nokkuð vel og eru að sögn fulltrúa Framsýnar í samninganefndinni á lokastigi. Read more „Viðræður við Klett halda áfram“
Hafliði heiðraður
Heimasíðan mun næstu daga fjalla betur um aðalfund Framsýnar með fréttum af því helsta sem fram kom á fundinum. Við byrjum á að segja frá því að baráttumaðurinn Hafliði Jósteinsson var heiðraður á fundinum fyrir vel unnin störf í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum. Hafliði tók þátt í að stofna Verslunarmannafélag Húsavíkur árið 1964. Read more „Hafliði heiðraður“
Smá grín, Kjarasamningar tókust í nótt
Töluvert margir höfðu samband við starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna varðandi innihald þeirra kjarasamninga sem að sögn heimasíðunnar var gengið frá þá um nóttina. Þarf kannski ekki að koma á óvart enda síða stéttarfélaganna ábyrg heimasíða og því reikna menn ekki með öðru en að allt sé rétt þar sem þar stendur. En við verðum að viðurkenna að við vorum að gera smá grín í okkar lesendum enda 1. apríl. Það rétta er að kjaraviðræður standa nú yfir og nokkrar vonir eru bundnar við að viðræður klárist í þessari viku enda löngu komin tími til.
Afmælisglaðningur til fullgildra félagsmanna
Aðalfundur Framsýnar vegna ársins 2010 fór fram fimmtudaginn 31. mars. Fundurinn var sá fjölmennasti til fjölda ára og mikil ánægja kom fram á fundinum með starfsemina og rekstur félagsins. Félagsmenn eru 2.250 og nær félagssvæðið yfir Þingeyjarsýslur. Stærsti launagreiðandinn til Framsýnar á síðasta ári var Brim hf. Read more „Afmælisglaðningur til fullgildra félagsmanna“
Fagna ályktun Framsýnar
Lögreglumennirnir og heiðursmennirnir Sigurður Brynjólfsson og Skarphéðinn Aðalsteinsson komu í morgun við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að taka við ályktun aðalfundar Framsýnar um löggæslumál í héraðinu. Þeir voru afar ánægðir með hana og þökkuðu vel fyrir stuðninginn. Read more „Fagna ályktun Framsýnar“
Bogga spáir Norðurþingi sigri í kvöld
Í kvöld fara fram úrslit í spurningakeppninni Útsvari í Hofi á Akureyri. Stórveldin Akureyrarbær og Norðurþing eigast við en þessi lið hafa verið áberandi bestu liðin í keppninni. Þrátt fyrir að flestir séu á því að keppni liðanna verði hörð þá er spádómssvínið Bogga ekki á því. Hún telur sigur Norðurþings vísan, tölfræðin geti ekki komið í veg fyrir sigur sveitarfélagsins. Read more „Bogga spáir Norðurþingi sigri í kvöld“
KJARASAMNINGAR TÓKUST Í NÓTT – 200þ. á mánuði.
Eftir maranþon samningafund í nótt milli Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar, náðist loks að ljúka gerð kjarasamnings á almennum vinnumarkaði. Fulltrúar Framsýnar voru einnig á staðnum. Kjarasamningurinn gildir til þriggja ára og innifelur krónutöluhækkanir á hverju ári, rauð strik og það mikilvægasta er að lægstu laun hækka strax í kr. 200.000. Read more „KJARASAMNINGAR TÓKUST Í NÓTT – 200þ. á mánuði.“
Húsfyllir á aðalfundi í kvöld
Húsfyllir var á fjörugum aðalfundi Framsýnar- stéttarfélags sem var að ljúka rétt í þessu. Miklar umræður urðu á fundinum um kjaramál og starfsemi félagsins. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með störf félagsins og fengu stjórnarmenn og starfsfólk félagsins einróma lof fyrir störf sín en afkoma félagsins var góð á síðasta ári og er staða félagsins mjög sterk. Nánar verður fjallað um fundinn á morgunn. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar samhljóða: Read more „Húsfyllir á aðalfundi í kvöld“