Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja athugið!

Sjómannadeild Framsýnar boðar til fundar með starfsmönnum hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn. Fundurinn verður í fundarsal félagsins mánudaginn 12. mars kl. 17:00. Fundarefni: Kjarasamningur fyrir starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja.

Mokuðu sig yfir skarðið!!!

Slæmt veður var á Víkurskarðinu í nótt. Þegar félagar út stjórn og trúnaðarmannaráði  Framsýnar voru á heimleið frá Akureyri upp úr miðnætti skall á brjálað veður og áttu bílar mjög erfitt með að komast yfir skarðið. Framsýnarfélagar mokuðu sig yfir skarðið með handafli auk þess að aðstoða aðra vegfarendur sem áttu í vanda með að komast yfir Víkurskarðið. Hraustir menn, Framsýnarmenn!!! Read more „Mokuðu sig yfir skarðið!!!“

Vilja halda viðræðum áfram við smábátaeigendur

Sjómannadeild Framsýnar samþykkti í morgun að óska eftir áframhaldandi viðræðum við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi sem er innan Landssambands smábátaeigenda (LS) um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar. Viðræður milli aðila stóðu yfir á síðasta ári, eða þar til að Sjómannasamband Íslands og önnur samtök sjómanna hófu viðræður við Landssamband smábátaeigenda um kjarasamning á landsvísu. Read more „Vilja halda viðræðum áfram við smábátaeigendur“

Staða Stapa er þokkalega sterk

Staða Stapa er þokkalega sterk, svo mælti Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa, lífeyrissjóðs á fjölmennum fundi á Húsavík í gær um lífeyrismál. Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur samþykkt að boða til nokkurra sjóðfélagafunda í samstarfi við stéttarfélögin á næstu dögum. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Read more „Staða Stapa er þokkalega sterk“

Áríðandi fundur um lífeyrissjóðsmál

Stjórn Stapa boðar til sjóðfélagafundar í samstarfi við Framsýn á morgun miðvikudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar. Skýrsluna má finna í heild sinni á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is

Kynningarfundur um íslenska jarðvarmaklasann

Þann 16. febrúar s.l. var haldinn kynningarfundur á samstarfinu um íslenska jarðvarmaklasann á Húsavík í húsnæði Framsýnar – stéttarfélags.  Félagið stóð að fundinum með Ráðgjafafyrirtækinu Gekon. Ráðgjafafyrirtækið hefur stýrt þessu samstarfi frá upphafi og fulltrúar fyrirtækisins þau Rósbjörg Jónsdóttir og Friðfinnur Hermannsson fóru yfir sögu þessa samstarfs.  Read more „Kynningarfundur um íslenska jarðvarmaklasann“

Úthlutun orlofsíbúða um páskana

Orlofsíbúðum Framsýnar og Þingiðnar um páskana í Reykjavík verður úthlutað á föstudaginn.  Áhugasamir,sem ekki hafa þegar skilað inn umsóknum eru beðnir um að gera það fyrir næsta föstudag.  Þetta á jafnframt við um orlofshús Framsýnar á Illugastöðum.