Kynningar út um allt um nýgerða kjarasamninga

Framsýn leggur mikið upp úr því að kynna nýgerða kjarasamninga fyrir félagsmönnum. Á síðustu dögum hefur verið farið í nokkrar vinnustaðaheimsóknir og þá voru trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðum boðin kynning fyrr í vikunni. Þegar þetta er skrifað er fyrirhugaður starfsmannafundur með starfsmönnum ÚA á Laugum sem starfa við þurrkun og þá er félagsfundur framundan í kvöld með félagsmönnum Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar. Á mánudaginn verða svo tveir félagsfundir, annars vegar fyrir erlenda starfsmenn á svæðinu og hins vegar fyrir starfsmenn sem starfa eftir almenna samningnum og ferðaþjónustusamningnum. Sá fundur verður kl. 20:00 um kvöldið, fundurinn með erlendu starfsmönnunum verður kl. 17:00. Eins og fram hefur komið eru fulltrúar Framsýnar tilbúnir að mæta á starfsmannafundi á félagssvæðinu verði eftir því óskað.

Farið yfir samningana með starfsmönnum GPG-Fiskverkun á Raufarhöfn.

Starfsmenn Fjallalambs spurðu mikið út í samninginn en þeir óskuðu sérstaklega eftir kynningu um samninginn sem er til mikillar fyrirmyndar.

Trúnaðarmenn Framsýnar komu saman í vikunni og fengu upplýsingar um samninganna enda mikilvægt að þeir séu vel inn í málum.

 

Kynningarfundur um kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar sem undirritaður var 3. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna mánudaginn 15. apríl kl. 20:00. Samningurinn nær ekki til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Félagar fjölmennið.

Þá er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslan um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn fá kjörgögn heim til sín í pósti.

Framsýn stéttarfélag

Upplýsingar um kjarasamning Framsýnar/SGS og Samtaka atvinnulífsins

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu um nýja kjarasamninginn sem inniheldur öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, ásamt ýmsu öðru kynningarefni. Hluti af kynningarefninu er enn í þýðingu og kemur inn á síðuna um leið og það er klárt. Upplýsingasíða SGS um nýjan kjarasamning: https://www.sgs.is/kaup-kjor/kjarasamningar/kjarasamningar-2019/

Í þessum skrifuðu orðum er verið að útbúa sérstaka síðu vegna atkvæðagreiðslunnar og fer hún í loftið á morgun. Hægt er að greiða atkvæði um samninginn í gegnum framsyn.is um leið og búið verður að útbúa kosningasíðuna. Síðan verður klár hjá Framsýn á föstudagsmorgun.

Allir á dyravarðanámsskeið

Þekkingarnet Þingeyinga ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra heldur dyravarðanámskeið laugardaginn 13. apríl milli 9:00 og 18:00.

Námskeiðið verður haldið í fundarsal Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík.

Við minnum á að félagsfólk stéttarfélaganna getur fengið hluta námskeiðsgjaldsins endurgreitt í gegnum starfsmenntunarleiðir stéttarfélaganna.

Verslunar og skrifstofufólk – fundarboð

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar sem undirritaður var 3. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna föstudaginn 12. apríl kl. 20:00. Félagar fjölmennið.

Þá er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslan um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn fá kjörgögn heim til sín í pósti.

Framsýn stéttarfélag

Klárir í vinnustaðaheimsóknir

Starfsmenn Framsýnar eru tilbúnir að koma í vinnustaðaheimsóknir og kynna nýgerða kjarasamninga. Starfsmennirnir verða á Kópaskeri og Raufarhöfn á fimmtudaginn. Kynningar verða fyrir starfsmenn Fjallalambs og GPG-Fiskverkun. Forsvarsmenn og starfsmenn fyrirtækja eru beðnir um að setja sig í samband við skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík vilji þeir fá sérstaka kynningu á samningnum.

Áríðandi upplýsingar til verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar – English below

Ágæti félagsmaður, Nýr kjarasamningur aðildarfélaga LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn, stéttarfélag á aðild að var undirritaður þann 3. apríl sl. Samningur þessi gildir fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa við verslunar- og skrifstofustörf.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram 11.- 15. apríl. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram á www.landssamband.is. Þá verður einnig hægt að kjósa á heimasíðu Framsýnar, www.framsyn.is. Kynningarfundur um samninginn verður í fundarsal stéttarfélaganna föstudaginn 12. apríl kl. 20:00.

Samningurinn felur í sér nýja nálgun til bættra lífskjara. Áhersla á kjarabætur til þeirra sem hafa lægstu launin er rauði þráðurinn í samningnum en um það er almenn sátt í samfélaginu. Samið var um krónutöluhækkanir eins og lagt var upp með í upphafi samningaviðræðna en auk þess eru launahækkanir að hluta tengdar þróun hagvaxtar og er gert ráð  fyrir árlegri endurskoðun taxtalauna í ljósi launaþróunar á almennum vinnumarkaði. Þá er vinnuvikan stytt, en það var eitt helsta áherslumál LÍV/Framsýnar í samningaviðræðunum, og sveigjanleiki aukinn. Eitt meginmarkmið samningsins er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Með því að skoða meðfylgjandi slóð sem er inn á heimasíðu VR er hægt að fræðast betur um samninginn en sami kjarasamningur gildir fyrir félgasmenn Framsýnar sem starfa við verslun- og skrifstofustörf.  Sjá helstu atriði samningsins hér.

Atkvæðagreiðslan hefst fimmtudaginn 11. apríl og stendur til hádegis þann 15. apríl næstkomandi.

Ákvörðunin er ykkar, félagsmanna. Ég hvet alla til að kynna sér samninginn, nýta atkvæðisrétt sinn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Hvert atkvæði skiptir máli!

Húsavík 9. apríl 2019

Fh. Framsýnar stéttarfélags

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður 

 

Dear member,

A new collective agreement was signed between LÍV/Framsýnar union and SA Confederation of Icelandic Enterprise on 3. april. Voting on this agreement will take place between 11. – 15 April. The voting is electronic and will be accessible from www.landssamband.is.

This agreement has a new approach that is aimed at improving living standards. The main emphasis is on compensation for those who have the lowest salary in compliance with the mood of society today. It was our intention from the start  of negotiations to get a wage increase in fixed króna amounts but also to have it partly linked to the development of economic growth. Also our tariff rate will be annual re-evaluated in the light of wage developments in the private sector. Further, the work week is shortened, which was one of LÍV/Framsýnar’s main issues during the negotiations, and working hour flexibility is increased. One of the main goals of the agreement is to promote interest rate cuts that should increase household disposable income.

The agreement period is from 1. april 2019 to 1. november 2022.

Voting begins on Thursday 11. april and runs until noon on 15. april.

LÍV/Framsýn members, the decision is yours. I urge everyone to study the agreement, exercise their voting rights, and vote. Every single vote counts!

Húsavík 9. apríl 2019

Fh. Framsýnar, union

 Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Chairman of Framsýn

 

An announcement -Tilkynning til starfsmanna PCC á Bakka

Samtök atvinnulífsins og Framsýn hafa gengið frá nýjum kjarasamningi fyrir félagsmenn Framsýnar. Þessa dagana er unnið að því að klára sérkjarasamning PCC BakkiSilicon og Framsýnar/Þingiðnar. Beðið hefur verið eftir því að samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar kláruðust svo hægt verði að ganga frá samningi PCC og Framsýnar/Þingiðnar.

Það sem gæti tafið viðræðurnar er að Þingiðn hefur ekki náð að klára gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins en Samiðn, samband iðnfélaga, fer með samningsumboð Þingiðnar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins. Um leið og þeir kjarasamningar klárast er fátt því til fyrirstöðu að gengið verði frá kjarasamningi fyrir starfsmenn PCC, það er almenna starfsmenn og iðnaðarmenn. Þegar það verður búið munu starfsmenn greiða atkvæði um sérkjarasamning aðila.

Góð samstaða er milli PCC BakkiSilicon og Framsýnar um að undirbúa sem best alla liði sem ekki eru háðir viðræðum Þingiðnar. Þannig leitast aðilar við að ljúka sérkjarasamningi PCC BakkiSilicon og Framsýnar/Þingiðnar svo fljótt sem verða má eftir að línur skýrast í málum Þingiðnar.

Framsýn stéttarfélag

Þingiðn, félag iðnaðarmanna

PCC BakkiSilicon hf.

 

An announcement

SA Confederation of Icelandic Enterprise and Framsýn labour union have completed a new collective agreement for Framsýn members. Negotiations between Framsýn/Þingiðn and PCC BakkiSilicon about a new special collective agreement are ongoing. Both parties had to wait until the negotiations between SA and Framsýn where finished to be able to finish the special collective agreement between PCC and Framsýn/Þingiðn.

What might delay the negotiations is the fact that Þingiðn has not finished their collective agreement with SA. Samiðn, the craftsmen federation, has the mandate to conclude contracts on the behalf of Þingiðn in the negotiations with SA. As soon as those negotiations are finalised, it is possible to finilise a collective agreement for PCC employees, both production workers and maintenance workers. When that is over, employees can vote for the special collective agreement.

There is a strong consensus between PCC BakkiSilicon and Framsýnar to prepare as well as possible all contract work that does not depend on Þingiðn closing a contract. That‘s how the parties seek to finish the PCC BS – Framsýn/Þingiðn agreement as soon as possible when the situation with Þingiðn gets clear.

Framsýn labour union

Þingiðn, craftsmen union

PCC BakkiSilicon hf.

 

Stjórn, trúnaðarmenn, Framsýn ung og trúnaðarráð Framsýnar fundar

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar koma saman til fundar á morgun, þriðjudag 9. apríl kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Trúnaðarmönnum og Framsýn-ung er einnig boðið að sitja fundinn enda verða kjaramál fyrirferðamikil á fundinum. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Þjónustukönnun HA á starfi Framsýnar
  4. Miðjan: Nýr trúnaðarmaður
  5. Kjarasamningar SA og Framsýnar/LÍV
    • Kynning á kjarasamningum
    • Félagsfundir um kjarasamninginn
    • Vinnustaðaheimsóknir
    • Atkvæðagreiðsla
    • Kjörstjórn
    • Staðan á sérkjarasamningi PCC
  6. Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis
  7. Aðalfundur Sparisjóðs S-Þingeyinga
  8. Gjaldþrot WOW air
  9. Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum
  10. Aðalfundur Húsfélagsins í Asparfelli
  11. Aðalfundur Húsfélagsins í Þorrasölum
  12. Erindi frá Stúlknakór Húsavíkur
  13. Hátíðarhöldin 1. maí
  14. Önnur mál

The new collective agreement 2019: An introduction

Framsýn labour union invites foreign Framsýn members to a introduction meeting about the new collective agreement between Framsýn and SA Confederation of Icelandic Enterprise, signed on 3rd of April 2019. The introduction will take place in Framsýn conference room, Garðarsbraut 26 Húsavík, on Monday 15th April at 17:00. Afterwards it will be possible to vote on the contract with an electronic election. Further information can be found on Framsýn website, www.framsyn.is. It is important that members attend the introduction, familiarize themselves with the new agreement and vote. It is right to point out that the main points of the contract will be delivered to members through mail.

The elecronic election will start at 13:00 on the 12th of April and will be finished on the 23rd of April at 16:00. On framsyn.is is going to be a link members can click on to go to the voting site.

Further information will be available on Framsýn office.

Framsýn labour union

Kynning á nýjum kjarasamningi 2019
Framsýn stéttarfélag boðar hér með til kynningarfundar með erlendum starfsmönnum sem greiða í Framsýn um nýgerðan kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 3. apríl 2019. Fundurinn verður í fundarsal Framsýnar að Garðarsbraut 26 á Húsavík mánudaginn 15. apríl kl. 17:00. Síðan verður hægt að greiða atkvæði um samninginn í rafrænni kosningu. Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Framsýnar, www.framsyn.is. Mikilvægt er að sem flestir komi á kynningarfundinn, kynni sér samninginn og greiði atkvæði um hann í rafrænni kosningu. Þá er rétt að benda á að upplýsingar um helstu efnisatriði samningsins munu berast félagsmönnum í pósti.

Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram frá kl. 13:00 þann 12. apríl til kl. 16:00 þann 23. apríl. Hlekkur til að kjósa verður inn á heimasíðu Framsýnar.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Framsýnar.

Framsýn, stéttarfélag

 

 

Framsýn hefur kynningar á nýgerðum kjarasamningi á næstu dögum

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa ríflega 100.000 félaga í 30 stéttarfélögum undirrituðu fyrir helgina kjarasamninga til þriggja ára og átta mánaða, eða til 1. nóvember 2022. Þá var kynntur svokallaður lífskjarasamningur ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins, sem ætlað er að tryggja launafólki enn frekari kjarabætur en kveðið er á um í kjarasamningnum sjálfum. Framsýn mun hefja kynningu á samnignum á næstu dögum með skrifum á heimasíðunni og með félagsfundum. Hér koma nokkur atriði er tengjast kjarasamningnum og yfirlýsingum ríkistjórnarinnar.

90.000 króna hækkun á samningstímanum

Samkvæmt samningi SA og verkalýðshreyfingarinnar nema hreinar launahækkanir þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, en almenn hækkun mánaðarlauna er nokkru lægri, eða 68.000 krónur. Til viðbótar þessu kemur 26.000 krónu eingreiðsla í byrjun maí á þessu ári.

30 prósenta hækkun lægstu launa

Flöt krónutöluhækkunin veldur því að þau sem lægst hafa launin hækka hlutfallslega mest, eða um 30 prósent á samningstímanum. Lágmarkslaun verða 317.000 frá og með 1. apríl en fara í 368.000 í ársbyrjun 2022.

Einnig er kveðið á um enn meiri hækkanir í takt við betri afkomu fyrirtækja og hagvöxt í þjóðfélaginu. Þetta, segja fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, eru nýmæli sem marka tímamót í kjarasamningagerð. Einnig er opnað fyrir möguleikann á að stytta almenna vinnuviku niður í 36 klukkustundir.

Ríkisstjórnin lofar skattalækkunum

Eitt og annað er í samningnum sem ætlað er að auka ráðstöfunartekjur launafólks og vera þannig ígildi launahækkana. Enn fleira af þeim toga er að finna í áðurnefndum Lífskjarasamningi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumargaðarins. Í honum boðar ríkisstjórnin margvíslegar aðgerðir sem metnar eru til um það bil áttatíu milljarða króna á samningstímabilinu.

Þar á meðal eru fyrirheit um 12 mánaða fæðingarorlof og hærri barnabætur, þriggja þrepa skattkerfi sem tryggja á 10.000 króna skattalækkun til hinna lægst launuðu á mánuði.

Verðtrygging og húsnæðismál vega þungt

Einnig er kveðið á um breytingar á lögum um verðtryggingu. Þar vegur tvennt þyngst: Banna á verðtryggingu á lán til skemmri tíma en tíu ára og lengri en 25 ára frá og með næstu áramótum, og leita leiða til að taka fasteignaverð út úr vísitölu neysluverðs. Loks eru gefin fyrirheit um víðtækar aðgerðir í húsnæðismálum og uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins.

Ekki var annað að heyra á samningsaðilum og fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gærkvöld en að almenn ánægja ríkti með niðurstöðuna, sem sögð er koma sér best fyrir láglaunafólk og ungar barnafjölskyldur.

Nýr kjarasamningur Landsambands íslenzkra Verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins

Nýr kjarasamningur LÍV og SA var undirritaður nýlega. Hér að neðan má sjá nokkur af helstu atriðum samningsins:

2019 = Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.
2020 = Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.
2021 = Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.
2022 = Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar.

Orlofsuppbót hækkar árlega um þúsund krónur, er 50 þúsund krónur á þessu ári og 53 þúsund krónur á árinu 2022. Auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur.

Í samningnum er gert ráð fyrir styttri vinnuviku félagsmanna, frá 45 mínútum að lágmarki í allt að tvo tíma á viku, og auknum sveigjanleika. Markmiðið er að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Samið verður um hvernig styttri vinnuvika verður útfærð á hverjum vinnustað fyrir sig, það getur verið allt frá því að stytta hvern vinnudag í að fjölga orlofsdögum.

Viðamiklar aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum nema um 80 milljörðum króna og er einkum ætlað að styrkja stöðu ungs barnafólks og tekjulægri. Þær gera m.a. ráð fyrir mikilvægum skrefum í átt að afnámi verðtryggingarinnar og verða verðtryggð jafngreiðslulán ekki heimiluð til lengri tíma en 25 ára frá og með næstu áramótum. Þá munu ný verðtryggð lán miðast við vísitölu án húsnæðisliðar. Heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán verður framlengd í tvö ár og einnig verður heimilt að ráðstafa 3,5% lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Gerðar verða frekari breytingar á skattkerfinu sem fela í sér skattalækkun um alls tíu þúsund krónur, þegar þær hafa komið að fullu til framkvæmda. Það er ígildi tæplega 16 þúsund króna launahækkunar fyrir skatt.

Nánar má lesa um samninginn með því að smella hér.

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirritaður

Nýr kjarasamningur SGS og SA hefur verið undirritaður. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson hefur staðið í ströngu við samningaborðið undanfarið. Þrátt fyrir að um mikinn áfanga sé að ræða er samningatörninni ekki lokið. Enn er til dæmis ekki búið að ljúka nýjum sérkjarasamning við PCC BakkiSilicon sem til stendur að vinna í áfram. Auk þess sem fleiri samningar eru lausir um þessar mundir. Formaður Framsýnar mun því dvelja í Reykjavík áfram en er væntanlegur heim á sunnudaginn.

Hér að neðan má sjá allra helstu þætti nýs samnings:

  • Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
  • Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
  • Lægstu laun hækka mest, en um er að ræða 30% hækkun á lægstu taxta
  • Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans
  • Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
  • Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
  • Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði

Á samningstímanum eru almennar hækkanir á mánaðarlaunum fyrir fullt starf eins og hér segir:

1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 18.000 kr.
1. janúar 2021 15.750 kr.
1. janúar 2022 17.250 kr.

Kauptaxtar hækka sérstaklega eins og hér segir:

1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 24.000 kr.
1. janúar 2021 24.000 kr.
1. janúar 2022 25.000 kr.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 335.000 kr.
1. janúar 2021 351.000 kr.
1. janúar 2022 368.000 kr

Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)

2019 92.000 kr.
2020 94.000 kr.
2021 96.000 kr.
2022 98.000 kr.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

Maí 2019 50.000 kr.
Maí 2020 51.000 kr.
Maí 2021 52.000 kr.
Maí 2022 53.000 kr.

Þrjár forsendur eru settar fram vegna kjarasamninganna:

  1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
  2. Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
  3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021.

 

Trúnaðarmannanámskeið í gangi

Nú stendur yfir tveggja daga trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar og Þingiðnar. Alls eru 17 þátttakendur á námskeiðinu enn stéttarfélögin leggja mikið upp úr því að hafa öfluga trúnaðarmenn á vinnustöðum. Eftir langan og strangan dag í gær fór hópurinn í Sjóböðinn á Húsavík og slökuðu á fyrir komandi átök en námskeiðið klárast síðdegis í dag. Hér koma myndir frá námskeiðinu.

Það fór vel um trúnaðarmenn starfsmanna PCC á Bakka í Sj´öböðunum, þá Hermann og Adam.

Yfirlýsing frá framkvæmdastjóra SGS

Fundir Samninganefndar SGS eru eðli máls samkvæmt lokaðir fundir og umræður þar trúnaðarmál. Vegna umræðu um einstök efnisatriði á heimasíðu Afls er ástæða til að staðfesta að formaður Framsýnar stéttarfélags lét á fundum nefndarinnar bóka andstöðu sína við hugmyndir sem voru til umræðu um breytingar á dagvinnutímabili, álög og fleira, áður en Framsýn tók samningsumboðið til sín.

Á fundum samninganefndar fara fram hreinskiptnar og kraftmiklar umræður og misjöfnum sjónarmiðum sýnd virðing eins og vera bera í félagslegum samtökum.

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS

Hægt að nálgast Fréttabréfið á skrifstofu stéttarfélaganna

Færst hefur í vöxt að fólk afþakki að fá fjölpóst hjá Íslandspósti og öðrum dreifingaraðilum. Í því sambandi er rétt að geta þess að Fréttabréf stéttarfélaganna er skráð sem fjölpóstur og því fá menn ekki blaðið til sín. Töluvert er um að fólk komi við á skrifstofu stéttarfélaganna þar sem það hafi ekki fengið Fréttabréfið til sín í pósti. Því er rétt að endurtaka að Fréttabréfið telst fjölpóstur og berst því ekki til viðkomandi aðila sem hafa hafnað því að fá fjölpóst heim til sín. Í þeim tilfellum er öllum velkomið að koma við á skrifstofu stéttarfélaganna og taka sér Fréttabréf heim til lestrar. Reyndar er rétt að geta þess að menn geta líka lesið það inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is. Til viðbótar geta menn fengið það í pósti ef þeir vilja.

Samningafundur hófst núna kl. 13:00

Rétt í þessu var samningafundur að hefjast í Karphúsinu í kjardeilu sex félaga innan SGS og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, er á staðnum enda tekur hann þátt í þessum viðræðum fyrir hönd Framsýnar. Þegar heimasíðan hafði samband við hann í morgun vildi hann ekki tjá sig um stöðuna enda bundinn trúnaði en samkvæmt fréttum í fjölmiðlum í gær hafa viðræður þokast áfram. Vonandi gengur það eftir í dag og næstu daga þurfi þess með.

Sólveig Anna formaður Eflingar og formaður Framsýnar hafa átt gott samstarf í yfirstandandi kjaraviðræðum við SA. Það hefur verið mikill kraftur í forystufólki stéttarfélaganna sex sem standa saman í viðræðunum við SA.

Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Á fundi miðstjórnar ASÍ 20. mars sl. var samþykkt yfirskrift fyrir aðgerðirnar á 1. maí n.k.: Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Í greinargerð með yfirskriftinni segir:

Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum endurspegla það óréttlæti sem hefur verið að læsa sig um íslenskt samfélag. Ójöfnuður hefur aukist og sífellt fleiri hópar sitja eftir í samfélagi sem hefur alla burði til að gera betur. Þúsundir barna alast upp við fátækt, staða kvenna og einstæðra karla í láglaunastörfum er vægast sagt þröng, margir útlendingar á vinnumarkaði búa við hörmulegar aðstæður og hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman. Þetta er ekki ásættanleg staða í einu ríkasta landi heims. Við viljum samfélag þar sem fólk getur lifað með reisn, þar sem öll börn hafa sömu möguleika, þar sem full vinnandi fólk þarf ekki að hokra í fátækt.

Ótal rannsóknir og kannanir sýna að þeim samfélögum farnast best þar sem jöfnuður er mestur. Þar sem enginn er skilinn eftir. Vissulega er jöfnuður meiri hér á landi en víða annars staðar en við getum gert svo miklu betur. Hvernig má það vera í samfélagi sem kennir sig við velferð að skattbyrði þeirra tekjulægstu hefur verið þyngd á meðan skattar þeirra tekjuhæstu lækka. Það er öfugmælavísa úr leikhúsi fáránleikans. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við atvinnurekendur eru tilraun til að laga þetta óréttlæti. Það er nefnilega nóg til fyrir alla.

Jöfnum kjörin í okkar gjöfula landi og búum þannig til gott samfélag fyrir okkur öll.

ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

Yfirlýsing frá ASÍ -Óvissan um WOW

Þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Til að forða frekara tjóni er skynsamlegt og allra hagur að klára kjarasamninga sem fyrst og ábyrgðahluti að tefja þær viðræður sem eru í gangi.

Rekstarerfiðleikar WOW hafa þegar haft bein áhrif á kjaraviðræður sem nú hefur verið frestað tvo daga í röð vegna óvissu um afdrif félagsins. Að sjálfsögðu hefur verkalýðshreyfingin áhyggjur af stöðunni enda munu hundruð manna missa vinnuna ef WOW fer í þrot, þar af fjölmargir félagsmenn í stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins. Verkalýðshreyfingin mun að sjálfsögðu standa við bakið á félagsmönnum ef þeir missa vinnuna og/eða fá ekki laun sín greidd.

Hvernig sem árar lenda fyrirtæki í rekstrarörðugleikum. Þess vegna hafa verkalýðfélög, atvinnurekendur og hið opinbera sett á fót stofnanir til að leysa úr stöðunni, tryggja afkomu launafólks og aðstoða það þegar vindar blása í efnahagslífinu.

Að þessu sögðu er rétt að vara við því að mála myndina of dökkum litum. Falli WOW eru enn um 25 flugfélög sem fljúga til og frá landinu. Rekstur WOW hefur dregist mikið saman á síðustu mánuðum sem sést best á fækkun í flugflota félagsins. Þá hefur óvissa um framtíð félagsins undanfarið hálft ár vafalaust komið harkalega niður á farmiðasölu þess. Spár um horfur í ferðaþjónustunni hafa þegar tekið mið af þessu. Það er því rétt að vara við heimsendaspám sem ýmsir hafa dregið upp síðustu daga, m.a. til að koma höggi á verkalýðshreyfinguna og hennar kröfur og tefja þannig yfirstandandi kjaraviðræður.

Þó hægt hafi á í efnahagslífinu eftir fádæma uppgang á liðnum árum er ekkert tilefni til örvæntingar vegna erfiðleika í rekstri eins fyrirtækis. Áfram er spáð hagvexti næstu ár, atvinnuástand er almennt gott og staðan í fjármálum ríkisins gefur hinu opinbera fulla möguleika á að beita skynsamlegri hagstjórn til að mæta stöðunni.

Setið og beðið í Karphúsinu eftir tillögum Samtaka atvinnulífsins um launabreytingar til handa verkafólki í landinu. Myndina tók formaður Framsýnar sem situr með sínum félögum í Kaprhúsinu um þessar mundir.