Allt klárt fyrir sumarferðina á sunnudaginn

Haustlita- og berjaferð stéttarfélaganna í Flateyjardal verður farin sunnudaginn 15. september.

Lagt verður af stað frá Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, klukkan 09:00. Reiknað er með að menn nesti sig sjálfir í ferðina, en boðið verður upp á grillmat og drykki í boði stéttarfélaganna síðdegis. Heimkoma til Húsavíkur er áætluð um kvöldmatarleitið. Þátttökugjaldið er kr. 5.000 fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Fararstjórn er í höndum Óskar Helgadóttur og henni til aðstoðar verður Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar. Skráning í ferðina er hjá skrifstofu stéttarfélaganna linda@framsyn.is eða 4646600.

Það er víða fallegt í dalnum fagra. Ekki missa af því.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

Deila á