Fréttatilkynning frá formannafundi SGS

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af því hvernig gengur að innleiða og skipuleggja styttri vinnuviku hjá starfsmönnum sveitarfélaga.

Í kjarasamningum sem undirritaðir voru síðasta vor var samið um styttingu vinnuvikunnar. Í samningum er lögð áhersla á að það fari fram alvöru samtal milli starfsmanna og stjórnenda um fyrirkomulag og innleiðingu á hverri stofnun/starfsstöð  fyrir sig.

Nú er ljóst að innleiðingin gengur mun hægar en vonir stóðu til hjá sveitarfélögunum og mörg þeirra hafa annað hvort ekki sinnt samningsbundnu samráði við sína starfsmenn eða tekið sér það vald að ákveða fyrirkomulagið án aðkomu okkar fólks.

Fundurinn krefst þess að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna, tryggi að sveitarfélögin í landinu standi við kjarasamninga og tryggi sínum starfsmönnum betri vinnutíma eins og um var samið.

15. desember 2020

Nánari upplýsingar:

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, 894 0729

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, 8978888

Þýðingar á ensku og pólsku á ferðaþjónustusamningnum

Rétt er að vekja athygli félagsmanna á því að ensk og pólsk þýðing á greiðasölusamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að er komin á vefinn hjá Starfsgreinasambandinu. Meðan ekki er búið að setja hana formlega inn á heimasíðu Framsýnar verður hægt að nálgast þýðinguna með því að smella á meðfylgjandi slóðir. Áður hefur verið hægt að nálgast þessar þýðingar á almenna samningnum inn á heimasíðu Framsýnar.

Enska: http://www.sgs.is/english/agreements/

Pólska: http://www.sgs.is/polish/federacj%c4%85-pracownikow-sgs/

Kaffistofan – jólaþáttur

Fram kemur á vefnum samstadan.is að í jólaþátt kaffistofunnar að þessu sinni, mæti fulltrúar úr landsliði verkalýðshreyfingarinnar. Þátturinn var í gærkvöldi. Þeir eru spurðir út í málefni verkalýðshreyfingarinnar og komandi baráttu á næsta ári. Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir verkafólk. Einn af þeim sem voru beðnir að taka þátt í þættinum er formaður Framsýnar stéttarfélags. Hlutsa á þáttinn: https://samstodin.is/show/kaffistofan-jolathattur/

Samið við Framhaldsskólann á Laugum

Verulegur tími fer í það um þessar mundir hjá starfsmönnum stéttarfélaganna að funda með forsvarsmönnum og starfsmönnum stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga hvað varðar vinnutímabreytingar og endurnýjun á stofnanasamningum. Þannig er að vinnutímabreytingar koma til framkvæmda um næstu áramót hjá starfsmönnum sveitarfélaga og hjá stofnunum ríkisins. Þó ekki hjá vaktavinnufólki, þar taka breytingarnar gildi 1. maí 2001.Vegna breytinga á launatöflu ríkisins þarf að taka upp alla stofnanasamninga sem gilda fyrir félagsmenn Framsýnar. Markmið Framsýnar er að þessi vinna klárist fyrir áramót með sveitarfélögunum og stofnunum ríkisins en rúmlega 500 félagsmenn starfa á vegum ríkis og sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Helstu breytingarnar eru að frá og með 1. janúar kemur til 13 mín stytting á dag m.v. við fullt starf. Taki menn ákvörðun um að fella niður neysluhlé getur styttingin orðið allt að 4 tímar á viku hjá starfsmönnum í fullu starfi og hlutfallslega miðað við starfshlutfall viðkomandi. Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir starfsmenn. Afar mikilvægt er að þeir kynni sér vel væntanlegar breytingar og hvernig þær eiga að virka. Félagsmönnum er ávallt velkomið að hafa samband við starfsmenn stéttarfélaganna vilji þeir fræðast betur um breytingarnar.

Þess má geta að Framsýn skrifaði undir nýjan stofnanasamning við Framhaldsskólann á Laugum í vikunni. Á myndinni eru Sigurbjörn Árni skólameistari og Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar ásamt tveimur starfsmönnum skólans við undirskriftina, það er þeim Evu Björg og Kristjönu.

Dagatölin komin í hús – dagbækurnar á leiðinni

Félagsmenn stéttarfélaganna geta nálgast dagbækur og dagatöl fyrir árið 2021 á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta hringt á skrifstofuna og fengið dagbækurnar og dagatölin send til sín í pósti. Dagbókunum og dagatölunum er að venju dreift ókeypis til félagsmanna. Að þessu sinni eru myndirnar á dagatölunum teknar af Hafþóri Hreiðarssyni, Ósk Helgadóttir og starfsmönnum stéttarfélaganna. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka Ósk og Haffa kærlega fyrir lánið á myndunum, þið eruð bæði frábær.

Afsala sér jólagjöfum til Velferðarsjóðs Þingeyinga

Eins og kunnugt er fer mikið starf fram á vegum Framsýnar stéttarfélags og fjölmargir félagsmenn koma að því að sitja í stjórnum, trúnaðarráði og nefndum á vegum félagsins. Hefð hefur verið fyrir því að færa þessum aðilum á jólafundi félagsins hangikjöt að gjöf fyrir frábær störf í þágu félagsins, sem örlítinn þakklætisvott fyrir þeirra óeigingjörnu störf í þágu annarra félagsmanna sem telja yfir þrjú þúsund. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hafa viðkomandi aðilar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Framsýn afþakkað jólagjöfina frá félaginu og óskað eftir að andvirði hangikjötslæranna kr. 150.000 renni til Velferðarsjóðs Þingeyinga. Sjóðurinn hefur verið að auglýsa eftir styrkjum fyrir jólin þar sem þörfin er mikil um þessar mundir hjá mörgum einstaklingum og fjölskyldum sem Velferðarsjóðurinn hefur verið að styrkja.

Arna Þórarinsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd Velferðarsjóðs Þingeyinga. Með henni á myndinni er Elísabet Gunnarsdóttir fjármálastjóri stéttarfélaganna.

Viðræður í gangi við FSH

Fulltrúar frá Framsýn og Framhaldsskólanum á Húsavík hafa átt góðar samræður um breytingar á gildandi stofnanasamningi aðila. Aðilar stefna að því að klára þessa vinnu fyrir jól. Stofnanasamningar eru hluti af kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Vegna breytinga á launatöflu ríkisstarfsmanna um áramótin sem falla undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem Framsýn á aðild að þarf að breyta gildandi stofnanasamningum í takt við nýja launatöflu.

Áherslur verkalýðshreyfingarinnar um uppbyggingu ferðaþjónustunnar

Starfshópur ASÍ um framtíð ferðaþjónustunnar skilaði skýrslu til miðstjórnar sambandsins fyrir helgina þar sem eftirfarandi stefnuskjal með áherslum ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar var samþykkt.

Tillaga að stefnu ASÍ – kröfur launafólks
Íslensk ferðaþjónusta stendur á tímamótum. Vöxtur hennar var þegar á undanhaldi fyrir COVID-faraldurinn en með takmörkunum á samkomum og samgöngum er greinin því sem næst á ís. Þessi staða gefur á hinn bóginn færi á að leggja mat á þá reynslu sem fékkst á miklum uppgangstímum ferðaþjónustu á Íslandi fram að faraldrinum. Alþýðusamband Íslands telur að þann tíma eigi að nýta áður en „endurræsing“ greinarinnar fer fram og setur hér fram stefnu sína í sex meginliðum:

Aðkoma að stefnumótun
• Í stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustuna er aldrei vikið að starfsfólki í greininni, þrátt fyrir að ríkar kröfur séu gerðar til starfsfólks.

• ASÍ krefst þess að réttindi og hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum við uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

• Verkalýðshreyfingin á skýlausan rétt á aðkomu að stefnumótun stjórnvalda um framtíð og enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Höfnum ferðaþjónustu sem láglaunagrein
• ASÍ hafnar því viðhorfi að eðlilegt megi teljast að laun innan ferðaþjónustu séu lág og það sé ásættanlegt að byggja upp láglaunaatvinnugrein í samfélagi sem vill kenna sig við velferð.

• Í ljósi mikilvægis greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi á að mynda sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í ferðaþjónustu, enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim.

• Bætt kjör starfsfólks eiga að vera þungamiðja í tillögum stjórnvalda um aukna arðsemi ferðaþjónustunnar. Arðsemi verður ekki náð með því að færa verðmæti ferðaþjónustunnar, sem eru sköpuð af starfsfólki og einstakri náttúru, í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda.

• Krafa verkalýðshreyfingarinnar er sú að innan ferðaþjónustu séu greidd sanngjörn laun sem nægi til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum og að ákvæði gildandi kjarasamninga séu virt í einu og öllu.

• Settar verði reglur um að eingöngu leiðsögumenn með menntun á Íslandi megi fylgja hópum um helstu náttúruperlur landsins. Einnig megi skoða frekari löggildingar og verndun starfsheita í greininni.

Gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði
• ASÍ krefst þess að brotastarfsemi í ferðaþjónustu verði upprætt þegar í stað.

• Frumvarp til starfskjaralaga með sterku ákvæði um févíti verði lagt fram á Alþingi án tafar og stjórnvöldum tryggi að brotamenn þurfi að gjalda fyrir brot sín.

• Verkalýðshreyfingin krefst þess að gildandi regluverki um erlend fyrirtæki sem skipuleggja ferðir á Íslandi verði breytt til að uppræta brotastarfsemi.

• Félagsleg undirboð í ferðaþjónustu verði stöðvuð. Sem dæmi um birtingarmyndir þeirra er þegar ungmenni, oft erlend, eru látin vinna launalaust sem sjálfboðaliðar eða „starfsnemar“ og þegar erlend fyrirtæki standa að ferðum til Íslands og notast við erlent starfsfólk sem ekki nýtur kjarasamningsbundinna launa og réttinda.

• Frumvarp um atvinnurekstrarbann verði samþykkt á Alþingi þegar í stað en því er ætlað að koma í veg fyrir kennitöluflakk.

• Stórefla þarf eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki og tryggja að þar sé ekki farið á svig við lög og reglur.

Atvinnurekendur þekki réttindi og skyldur
• Verkalýðshreyfingin telur að gera beri kröfu um lágmarksþekkingu (t.d. námskeið) stofnanda/rekstraraðila fyrirtækja. Sá sem hefur með rekstur fyrirtækis og mannahald að gera ljúki námskeiði þar sem farið er yfir starfsmannahald réttindi og skyldur. Verkalýðshreyfingin gengst fyrir trúnaðarmannanámskeiðum og námskeiðum fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Ætla má að Samtök atvinnulífsins gætu gert hið sama.

Innviðir og störf
• Verkalýðshreyfingin fer fram á að tíminn sé nýttur til uppbyggingar innviða sem skapar störf og atvinnu í erfiðri efnahagskreppu og býr í haginn fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar.

• Gjaldtaka vegna innviða á undir engum kringumstæðum að leggjast á almenning.

Fullt af námskeiðum í boði fyrir félagsmenn Framsýnar

Námskeið á Tækninám eru fjármögnuð að fullu í samstarfi við Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt gagnvart félagsmönnum aðildarfélaga þeirra. Framsýn á aðild að þessum sjóðum fyrir hönd félagsmanna og því er þeim heimilt að sækja þessi námskeið á þessum einstöku sérkjörum.

Námið er sérhannað til þess að hjálpa þér að ná tökum á tækninni á sem einfaldastan hátt og þú hefur beint aðgengi að kennurum í gegnum netið – Ekki missa af tækifærinu og tryggðu þér aðgang sem gildir út árið 2021 – Skráðu þig hér: https://taekninam.teachable.com/p/menntastyrkir   

Tækninám.is sérhannar námsefni í takt við þarfir nemenda og vinnumarkaðar. Hvað vilt þú læra? Ekki hika við að senda okkur hugmyndir og við gætum látið drauma tækninámskeiðið þitt verða að veruleika. Allt efni er uppfært í takt við nýjungar á 4-8 vikna fresti. Nánari upplýsingar um námsvalkosti eru á heimasíðu Tækninám.is. 

Tækninám.is er með yfir 30 námskeið í boði sem innihalda yfir 500 myndbrot. Hér eru dæmi um vinsæl námskeið:

 Microsoft Office 365 diplómanám Í náminu förum við yfir þau helstu atriðið sem við teljum að mikilvægt sé að kunna til að styrkja einstaklinga í notkun skýjalausnar Microsoft; Office 365. Markmiðið er að nemendur verðir öruggari í notkun Office 365 og það nýtist þeim betur í starfi. Að náminum loknu fá nemendur viðurkenningarskjal sem staðfestingu á að þeir hafir lokið náminu. Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook Á þessu námskeiði lærum við hvernig við getum, með aðstoð Outlook, skipulagt vinnudaginn þannig að við fáum sem mest út úr honum og getum notið frítímans. Teams í hnotskurn Ýtarleg yfirferð yfir þá möguleika sem Microsoft Teams hefur upp á að bjóða. Skipulagning með OneNote 2016 Stafræna minnisbókin þín Excel í hnotskurn Náðu tökum á töflureikni, útreikningum og meðhöndlun gagna Excel Online, Excel Pivot töflur,  Excel pakkinn. Delve Samvinnutól sem safnar upplýsingum um aðgerðir þínar í skýinu. Microsoft Flow kynning Þetta er stutt kynning á Flow fyrir þá sem vilja vita hvað Flow er. OneDrive for business Skýjageymslan þín. Öryggisvitund Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar. Planner Einföld, sjónræn leið til að skipuleggja hópvinnu. Powerpoint í hnotskurn Á þessu námskeiði skoðum við helstu eiginleika PowerPoint og hvernig við getum búið til áhrifaríkt kynningarefni á einfaldan hátt, Stream Hér skoðum við helstu eiginleika Stream, sem er myndbanda lausn Office 365. Sway í hnotskurn Á þessu námskeiði skoðum við margmiðlunarforritið Sway. Við lærum að það er mjög einfalt að búa til kynningar, fréttabréf eða hvað sem þig langar að gera í Sway. Verkefnastjórnun í Sharepoint Á þessu námskeiði lærum við hvernig við nýtum SharePoint í verkefnastýringu. Við búum til verk, setjum þau á tímalínu og lærum að stilla mismunandi útlit fyrir verkin okkar. Windows 10 og skýið Fáðu sem mest út úr stýrikerfinu þínu. Word í hnotskurn Á Þessu námskeiði verður farið í það helsta sem Word hefur upp á að bjóðaÁ námskeiðinu er verið að kenna á virkni forritsins, en ekki að kenna ritvinnslu.

Samið við Motus um innheimtu

Stéttarfélögin hafa samið við Motus ehf. um að sjá um innheimtu vanskilakrafna sem verða til við það að atvinnurekendur greiða ekki tilskilin gjöld til stéttarfélaganna; Framsýnar og Þingiðnar. Um er að ræða kjarasamningsbundin gjöld s.s. félagsgjöld starfsmanna og mótframlög atvinnurekenda í sjúkra- orlofs og starfsmenntasjóði. Með þessu breytta fyrirkomulagi er ætlun stéttarfélaganna að koma innheimtumálunum í betri farveg.

Sambandsstjórn SSÍ fundar

Sambandsstjórn Sjómannasambands Íslands kom saman til fundar í morgun. Vegna sóttvarnarregla fór fundurinn fram á netinu, það er í gegnum zoom. Nokkur mikilvæg mál voru til umræðu s.s. ársreikningar sambandsins, verðmyndunarmál og kjaramál en sjómenn eru samningslausir um þessar mundir sem er ólíðandi með öllu. Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar situr í Sambandsstjórn SSÍ. Á meðfylgjandi mynd er hann að fylgjast með fundarstörfum á skrifstofu Framsýnar í morgun en fundinum lauk rétt fyrir hádegi.

Hafna forræðishyggju í frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof

Framsýn stéttarfélag hefur tekið frumvarp félags- og barnamálaráðherra um fæðingar- og foreldraorlof til skoðunar innan félagsins. Umsögn um frumvarpið var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar í gær. Um leið og Framsýn fagnar framkomu frumvarpsins gerir félagið alvarlegar athugasemdir við nokkur atriði sem fram koma í ályktun fundarins sem er meðfylgjandi þessari frétt, þessar eru helstar:

  • Framsýn hafnar alfarið þeirri forræðishyggju sem fram kemur í frumvarpinu um að heimild foreldra til að skipta með sér fæðingarorlofinu verði skert frá því sem verið hefur. Slíkt ákvæði kæmi sér afar illa fyrir láglaunafólk, það er að þvinga ákveðna hópa samfélagsins í enn frekari jaðarstöðu.
  • Framsýn gerir jafnframt athugasemd við styttingu tímabilsins til orlofstöku, úr 24 mánuðum í 18 mánuði. Félagið telur brýnt að viðhalda í lögum að nýting fæðingarorlofs sé óbreytt við 24 mánuði og foreldrum skapaður með því meiri sveigjanleiki til að gera ráðstafanir börnum sínum til heilla.  
  • Framsýn telur löngu tímabært að tekið verði tillit til aðstæðna verðandi foreldra er búa fjarri fæðingarstofnunum.  Að mati félagsins er afar mikilvægt að  ríkið komi til móts við þennan hóp með sérstöku viðbótarfæðingarorlofi meðan á biðtíma stendur. Þær greiðslur skerði í engu almennt fæðingarorlof heldur vegi upp á móti þeim mikla kostnaði og óhagræði sem er því fylgjandi að dvelja fjarri heimili sínu þar sem fæðingarstofnun er ekki í boði í Heimabyggð. Um er að ræða mikið réttlætismál enda markmið núverandi stjórnvalda að jafna búsetuskilyrði allra landsmanna.

Ályktun
Um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs

„Framsýn stéttarfélag fagnar frumvarpi félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvæg réttarbót fyrir börn og foreldra þeirra og kemur til með að skila sér á margan hátt út í samfélagið aftur.

Félagið hafnar hins vegar alfarið forræðishyggju stjórnvalda, sem felst í því að takmarka ákvörðunarrétt foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu, bæði hvað varðar skiptingu þess og töku orlofsins. Samkvæmt frumvarpinu verður eingöngu hægt að framselja einn mánuð milli foreldra, sem annars fá hvort um sig sex mánuði til umráða.

Sjálfstæður réttur foreldra til orlofstöku er að sjálfsögðu mikilvægur sem og valfrelsi foreldra. Eigi skipting orlofsins að vera skilyrt og í anda þess sem tíðkast hefur, færi betur á því að foreldrar tækju hvort um sig lágmarki fjóra mánuði og gætu síðan sjálfir ráðstafað umfram rétti út frá hagsmunum barns og foreldra.

Framsýn telur  forkastanlegt að frumvarpið, sem virðist fyrst og fremst  taka mið af jöfnum rétti foreldra, stuðli í raun að annars konar ójöfnuði, svo sem tekjutapi fjölskyldna og/ eða skertu fjárhagslegu sjálfstæði þar sem staða fólks er mjög mismunandi á íslenskum vinnumarkaði. Þó hugmyndafræðin sem liggur að baki frumvarpinu um jafnan rétt kynja til töku fæðingarorlofs, sé góðra gjalda verð, ætti stjórnvöldum að vera ljóst að með þessum hætti er verið að þvinga ákveðna hópa samfélagsins í enn frekari jaðarstöðu. Fyrir láglaunafólk snýst málið einfaldlega um það að ná endum saman. 

Þá er full ástæða til að gera athugasemd við styttingu tímabilsins til orlofstöku, úr 24 mánuðum í 18 mánuði. Telur félagið brýnt að viðhalda í lögum að nýting fæðingarorlofs sé óbreytt við 24 mánuði og foreldrum skapaður með því meiri sveigjanleiki til að gera ráðstafanir börnum sínum til heilla.  

Framsýn telur löngu tímabært að tekið verði tillit til aðstæðna verðandi foreldra er búa fjarri fæðingarstofnunum.  Að mati félagsins er afar mikilvægt að  ríkið komi til móts við þennan hóp með sérstöku viðbótarfæðingarorlofi meðan á biðtíma stendur. Þær greiðslur myndu í engu skerða  almennt fæðingarorlof heldur vega upp á móti þeim mikla kostnaði og óhagræði sem er því fylgjandi að dvelja fjarri heimili sínu þar sem fæðingarhjálp er ekki í boði í heimabyggð. Um er að ræða mikið réttlætismál enda markmið núverandi stjórnvalda að jafna búsetuskilyrði allra landsmanna.

Nú er rétti tíminn til að láta verkin tala vilji Alþingi láta taka sig alvarlega á annað borð.“

Félagar í Framsýn – tökum þátt í þessari könnun um stöðuna á vinnumarkaði

Ágætu félagar í Framsýn, nú þurfum við á ykkar hjálp að halda. Við viljum biðja ykkur að taka þátt í stuttri skoðanakönnun um stöðu ykkar á vinnumarkaði. Það tekur stuttan tíma og allir sem svara komast í pott og geta unnið 30.000 króna gjafakort.

Könnunin er á vegum Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var stofnuð af ASÍ og BSRB nýverið. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi meðal atvinnuleitenda. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina hvaða úrræði atvinnulausir telja að komi þeim best og við hvaða erfiðleika þessi hópur glímir.

Könnunin er tvískipt. Fyrri hlutanum svara allir og tekur aðeins fimm mínútur að svara. Þar er spurt um húsnæði, fjárhagsstöðu, fátækt, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu, sumarfrístöku, nýtingu hlutabótaleiðarinnar, viðhorf til atvinnuhorfa og breytinga á atvinnuleysisbótakerfinu.

Seinna hluta könnunarinnar svara einungis þeir sem eru í atvinnuleit eða á uppsagnarfresti og gæti það tekið um 15 mínútur. Þar er spurt um búferlaflutninga í tengslum við starf, atvinnuleit, hverskonar starfi viðkomandi er tilbúinn að taka, hvort hafi verið leitað að starfi, ef ekki þá hvers vegna, viðhorfi til fræðslu og náms, viðhorf til þjónustu Vinnumálastofnunar og stéttarfélags.

Hér kemur hlekkurinn á könnunina: https://www.research.net/r/vinnumarkadur

Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og mun sjá um úrvinnslu á niðurstöðum.

  • Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í síma, spjaldtölvu eða í tölvu.
  • Könnunin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
  • Þrír þátttakendur vinna 30.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
  • Könnunin opnar þriðjudaginn 24. nóvember og verður lokað þriðjudaginn 8. desember.

Við hvetjum alla félagsmenn Framsýnar til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Félagsmönnum Þingiðnar er einnig velkomið að taka þátt í könnuninni þar sem félagið er innan ASÍ.

Viðbótarstuðningur við aldraðra

Félagslegum viðbótarstuðningi er ætlað að styrkja framfærslu aldraðra sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.

Hverjir geta sótt um?

  • Einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri, hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og sem dvelja varanlega á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á viðbótarstuðningi að uppfylltum nánari skilyrðum.

Í hverju fellst stuðningurinn?

  • Félagslegur viðbótarstuðningur getur mest orðið 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga. Einstaklingar geta einnig átt rétt á 90% af mánaðarlegri fjárhæð heimilisuppbótar.


  • Allar tekjur greiðsluþega koma til frádráttar fjárhæð mánaðarlegs viðbótarstuðnings utan 25.000 kr. frítekjumarks á mánuði.


  • Umsækjandi verður að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga og félagsleg aðstoð ríkisins sem og atvinnutengdar iðgjaldatengdar lífeyrisgreiðslur hjá íslenskum og erlendum aðilum.

Hvernig er umsóknarferlið?

  • Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is. (Til þess að skrá sig inn á Mínar síður þurfa umsækjendur að hafa annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá Íslands).


  • Mögulegt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann. (Til 31. janúar 2021 er hægt að sækja um viðbótarstuðning frá gildistöku laganna, 1. júlí 2020).

    Afgreiðsla umsókna tekur allt að fjórum vikum. Í kjölfar umsóknar á Mínum síðum er umsækjandi boðaður í viðtal hjá Tryggingastofnun.

Nánari upplýsingar og umsókn má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar

Upplýsingar um lög um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða

Íbúasamsetning tekið miklum breytingum

Árið 2011 bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi sem voru af öðrum uppruna en íslenskum. Alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum. Pólverjar voru fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir ekki nema 13 talsins. Fjöldi íbúa af öðrum þjóðernum en var lítill eða frá einum og upp í sex manns.

Tíu árum síðar hefur orðið umtalsverð breyting á íbúasamsetningu sveitarfélaganna þegar kemur að uppruna. Íbúar af öðru þjóðerni eru orðnir 740 talsins og koma frá 42 löndum auk eins sem er án ríkisfangs.

Líkt og 2011 eru flestir íbúarnir frá Póllandi, en Pólverjar á svæðinu nú 285 talsins. Íbúar frá Tékklandi eru 64, Litháar eru 47 og Þjóðverjar 45. Fleiri þjóðerni eru nokkuð fjölmenn á svæðinu en alls eru íbúar frá 14 þjóðlöndum fleiri en 10.

Íbúar af 12 þjóðernum eru einu íbúar frá sínu heimalandi á vöktunarsvæðinu, þar á meðal eru íbúar frá Finnlandi, Írlandi, Belgíu, Filipseyjum, Indlandi og Alsír. Þá er einn íbúi á svæðinu án ríkisfangs.

Árið 2011 komu íbúarnir frá þremur heimsálfum, Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Nú 10 árum síðar koma íbúar ef erlendum uppruna frá Evrópu, Norður- Ameríku, Asíu og Afríku. 

Þessar áhugaverðu upplýsingar má finna inn á þeim ágæta vef www.gaumur.is. Flestir af þeim sem koma til landsins og setjast að í Þingeyjarsýslum, tímabundið eða til lengri tíma gerast félagsmenn í Framsýn stéttarfélagi. Það er því óhætt að segja að félagið sé fjölþjóðlegt stéttarfélag.

POL

Czy wiedziałeś o tym, że…

Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego

Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę

Dodatek grudniowy w 2020  r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *

Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK

 * Wyższy dla pracowników gmin

IS

Vissir þú að…

Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót 

Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu 

Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*

Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.

*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna

ENG

Did you know that…

Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus 

Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount 

The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*

The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK

*Higher for municipal employees

ENG

Did you know that…

Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus 

Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount 

The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*

The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK

*Higher for municipal employees

POL

Czy wiedziałeś o tym, że…

Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego

Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę

Dodatek grudniowy w 2020  r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *

Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK

 * Wyższy dla pracowników gmin

IS

Vissir þú að…

Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót 

Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu 

Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*

Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.

*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna

IS

Vissir þú að…

Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót 

Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu 

Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*

Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.

*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna

ENG

Did you know that…

Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus 

Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount 

The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*

The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK

*Higher for municipal employees

POL

Czy wiedziałeś o tym, że…

Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego

Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę

Dodatek grudniowy w 2020  r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *

Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK

 * Wyższy dla pracowników gmin

Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi – 25. nóvember 2020

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og það á tímum kórónuveirufaraldursins, með tilheyrandi nýjum og ýktari birtingarmyndum ofbeldis gegn konum. Á heimsvísu má greina óhugnanlega aukningu á ofbeldi í nánum samböndum og stafrænni kynferðislegri áreitni sem tengist því hversu  margar konur eru bundnar heima við vegna samkomutakmarkanna og útgöngubanna. UN Women hafa nefnt þetta skuggafaraldur kórónuveirunnar.

Verkalýðshreyfingin hefur bent á að konur eru meirihluti þeirra sem starfa í svokölluðum framlínustörfum á tímum veirunnar, þ.e. starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, fræðslu, þjónustu og verslun, þar sem þær verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum.

Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af neikvæðum áhrifum kórónuveirunnar á kynjajafnrétti enda hefur Ísland ekki farið varhluta af skuggafaraldrinum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu aldrei verið fleiri en nú í ár samanborið við fyrri ár.

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) kallar eftir því að ríki fullgildi samþykkt nr. 190 sem þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) samþykkti. Henni er ætlað að vernda fólk gegn ofbeldi og áreitni í öllum myndum í heimi vinnunnar. Í samþykktinni er notast við víða skilgreiningu á „heimi vinnunnar“ með tilliti til þess að í dag fer vinna ekki alltaf fram á eiginlegum vinnustað. Skilgreiningin nær meðal annars yfir ofbeldi og áreitni í vinnutengdum ferðalögum, á leið í og úr vinnu, í húsnæði sem atvinnurekandi útvegar eða í vinnutengdum samskiptum, meðal annars þeim sem fara fram með hjálp upplýsinga- og samskiptatækni.

ASÍ tók þátt í gerð samþykktar nr. 190 um ofbeldi í heimi vinnunnar og skorar á stjórnvöld að vinna markvisst að því að hún verði staðfest af Íslands hálfu sem allra fyrst.