Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna ásamt mökum komu saman um helgina til að kveðja Snæbjörn Sigurðarson sem er að hefja störf hjá sveitarfélaginu Norðurþingi um þessar mundir. Eins og fram hefur komið hefur Orri Freyr Oddsson verið ráðinn í hans stað. Read more „Starfsmenn komu saman“
16 nýir útibekkir á Húsavík
Starfsmenn Sjúkraþjálfunar Húsavíkur hafa staðið í stórræðum síðustu mánuðina. Þær hrintu af stað merkilegu og þörfu átaki á Húsavík, sem fólst í því að fjölga útibekkjum á Húsavík. Markmið átaksins er auðvitað að hvetja til aukinnar útiveru og hreyfingar, sem eru skemmtilegustu, skilvirkustu og ódýrustu forvarnir sem í boði eru. Read more „16 nýir útibekkir á Húsavík“
Viltu komast á þing?
Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum föstudaginn 7. október og fram að hádegi á laugardeginum. Farið verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:15 á föstudeginum og komið aftur til Húsavíkur upp úr hádeginu á laugardeginum. Read more „Viltu komast á þing?“
Sérmál til umræðu
Launafólk hvatt til að styðja aðildarumsókn Palestínu
Framsýn var að berast þessi ályktun frá Verkalýðshreyfingunni á Kúbu í gegnum SGS. Þar er launafólk víðsvegar um heim hvatt til að styðja við aðildarumsókn Palenstínu að Sameinuðu Þjóðunum, sem og þá sjálfsögðu kröfu að Sameinuðu Þjóðirnar viðurkenni sjálfstæði Palenstínu. Read more „Launafólk hvatt til að styðja aðildarumsókn Palestínu“
Óþolandi ástand
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, segir það gjörsamlega óþolandi ástand að ekki sé til staðar kjarasamningur á landsvísu fyrir sjómenn á smábátum að 15 brúttótonnum. Það sé mannréttindabrot. Heildarsamtök sjómanna verði að bregðast við því með því að hefja þegar í stað viðræður við Landssamband smábátaeigenda um gerð kjarasamnings. Read more „Óþolandi ástand“
Skrifað undir í dag
Forsvarsmenn Framsýnar og Fjallalambs skrifuðu undir samning í dag um kaup og kjör starfsmanna í sláturhúsi fyrirtækisins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist ánægður með samninginn í samanburði við gildandi kjör starfsmanna við sauðfjárslátrun á Íslandi. Read more „Skrifað undir í dag“
Vinnustaðaheimsóknir á morgun
Formaður Framsýnar verður á ferðinni á austursvæðinu á morgun. Til stendur að koma við í Rifós, Silfurstjörnunni og Fjallalambi. Gefist tími til mun hann koma við á fleiri vinnustöðum. Félagsmenn sem þurfa að ná tali af formanninum fyrir austan er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða á morgun.
Þingiðn fundar næsta mánudag
Samningaviðræður í gangi
Fulltrúar Framsýnar hafa setið á samningafundi í dag með fulltrúa Svæðafélagsins Kletts félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi. Aðilar vinna að því að ganga frá kjarasamningi fyrir smábátasjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn á félagssvæði Framsýnar. Read more „Samningaviðræður í gangi“
Næsta stóriðja á Húsavík!
Nokkrir ofurhugar komu að landi í morgun með fullan bát af kræklingi til áframeldis. Aflinn var á annað tonn. Tvö fyrirtæki, Víkurskel og Sæskel hafa verið stofnuð á Húsavík um ræktun á kræklingi til sölu á markaði en þau hafa verið starfandi í tvö til þrjú ár. Read more „Næsta stóriðja á Húsavík!“
Atvinnuástandið fer batnandi milli ára
Skráð atvinnuleysi á Íslandi í ágúst var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í ágúst. Atvinnuleysið var 7,7% á höfuðborgarsvæðinu en 5% á landsbyggðinni. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum 10,4% en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Þá var atvinnuleysið 6,5% meðal karla og 7% meðal kvenna. Read more „Atvinnuástandið fer batnandi milli ára“
Réttað í fallegu veðri á Húsavík
Í gær var réttað í Húsavíkurrétt í fallegu haustveðri og töldu fjáreigendur ástæðu til að flagga í heila enda mikil hátíðarstund á hverju hausti þegar húsvískir frístundabændur ganga á fjöll og smala fé sínu til byggða. Read more „Réttað í fallegu veðri á Húsavík“
Hvetja til víðtækari verðlagseftirlits
Eitt af hlutverkum Alþýðusambands Íslands er að fylgjast með verðlagi í verslunum landsins. Í því sambandi gerir verðlagseftirlit ASÍ reglulega verðkannanir á vöru og þjónustu, sérstaklega í stórmörkuðum sem skilað hefur góðum árangri enda þarft að veita verslununum og öðrum þjónustuaðilum gott aðhald. Read more „Hvetja til víðtækari verðlagseftirlits“
Merkileg saga – merkilegt hús
Neðst í skrúðgarðinum á Húsavík, sunnan Búðarár, stendur Árholt fagurrautt hús með hvítum gluggum. Þetta er annað elsta íbúðarhúsið á staðnum. Árholt hefur alla tíð verið í eigu sömu ættar og á morgun, 8. september verða liðin 120 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. Hulda Þórhallsdóttir býr þar í dag. Árholt er ef til vill rómantískasta hús á Húsavík, þegar á allt er litið, segir Karl Kristjánsson í fyrsta bindi Sögu Húsavíkur. Read more „Merkileg saga – merkilegt hús“
Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu
Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja í Norður-Þingeyjarsýslu um sérkjarasamninga fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Viðræðurnar hafa verið vinsamlegar og munu væntanlega klárast á næstu vikum. Þá fara fram viðræður í dag milli Framsýnar og Fjallalambs um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust. Read more „Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu“
Olga heiðruð!!
Samningafundur á morgun
Fulltrúar Framsýnar munu halda suður til Reykjavíkur í morgunsárið til að funda með Bændasamtökum Íslands um kjarasamning fyrir landbúnaðarverkamenn. Fundurinn verður í húsi Ríkissáttasemjara undir hans stjórn og hefst kl. 11:00. Viðræður aðila hafa gengið hægt undanfarið en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist vonast til að samningaviðræðurnar færu að klárast. Read more „Samningafundur á morgun“
Húsavíkurrétt næsta laugardag
Frístundabændur á Húsavík munu ganga á fjöll næsta laugardag og smala kindum sínum til byggða. Að sögn fjárbænda á Húsavík áætla þeir að rétta kl. 13:00 í Húsavíkurrétt enda verði gott að smala en þeir vonast eftir góðu veðri. Read more „Húsavíkurrétt næsta laugardag“
Atvinnumál, Grímsstaðir og málefni SGS til umræðu í kvöld
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í dag. Helstu málefni fundarins voru atvinnumál í héraðinu, kaup Huang á Grímsstöðum og málefni Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Atvinnumál, Grímsstaðir og málefni SGS til umræðu í kvöld“