Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Landsmenntar og Starfsafls bjóða sjóðirnir upp á ráðstefnu og afmælishóf á Hótel Sögu 17. mars nk. kl. 14:00-17:00. Hvar vorum við? Hvert stefnum við? Ljóst er að sjóðirnir hafa komið af góðum notum fyrir félagsmenn stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands og fyrirtæki sem aðild eiga að sjóðnum í gegnum Samtök atvinnulífsins. Sjá dagskrá: Ráðstefna Landsmenntar og Starfsafls
Virk – Starfsendurhæfingarsjóður/ þjónusta í Þingeyjarsýslum
Ljóst er að Virk- Starfsendurhæfingarsjóður er að gera góða hluti á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Starfsmaður Virk er Ágúst S. Óskarsson sem starfar í nánu samstarfi við höfuðstöðvar sjóðsins sem eru í Reykjavík. Sjá frekar upplýsingar um starfsemina hér. Read more „Virk – Starfsendurhæfingarsjóður/ þjónusta í Þingeyjarsýslum“
Brjálað veður en góðir fundir
Formaður Framsýnar Aðalsteinn Á. Baldursson, fór í brjáluðu veðri til Þórshafnar í gær til að funda með starfsmönnum bræðslunnar og þá kom hann einnig við hjá starfsmönnum á Naustinu sem er hjúkrunarheimili. Fundirnir gengu vel. Read more „Brjálað veður en góðir fundir“
Stjórnarmenn heimsækja Raufarhöfn
Formaður Framsýnar heimsækir Þórshöfn á morgun
Ef veður leyfir mun formaður Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson, verða á Þórshöfn á morgun, fimmtudag. Þar mun hann kenna á trúnaðarmannanámskeiði frá kl. 09:00 og fram yfir hádegi. Síðan verður hann á starfsmannafundi á Hjúkrunarheimilinu Nausti kl. 14:00. Að þeim fundi loknum um kl. 16:00 mun hann síðan koma við hjá bræðslumönnum á Þórshöfn þar sem kjaramál verða til umræðu. Aðrir þeir sem ekki hafa þegar óskað eftir fundi með Aðalsteini en hafa áhuga fyrir því er vinsamlegast beint á að hafa samband við hann í síma á morgun.
Fundir stóðu yfir í allan dag um kjaramál
Fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar funduðu í dag með Samtökum atvinnulífsins um sérmál, fiskvinnslufólks, starfsfólks í kjötvinnslum og í ferðaþjónustu. Þá funduðu þeir einnig með fulltrúum Launanefndar sveitarfélaga sem eru m.a. með umboð sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum til kjarasamningsgerðar. Read more „Fundir stóðu yfir í allan dag um kjaramál“
Hörkufundur um jafnréttismál
Jafnréttisstofa stóð fyrir mögnuðum fundi í dag á Hótel KEA um stöðu kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Fundurinn var samstarfsverkefni Jafnréttisstofu, ASÍ, KÍ, BHM, BSRB og Akureyrarbæjar. Fullur salur var af fólki og voru konur í miklum meirihluta. Þrjú fróðleg erindi voru flutt á fundinum. Read more „Hörkufundur um jafnréttismál“
Fatlað fólk á tímamótum
Öryrkjabandalag Íslands stendur þessa dagana fyrir fundarherferð um landið undir yfirskriftinni Fatlað fólk á tímamótum, eru mannréttindi virt? Liður í þessari fundarherferð var að halda fund á Húsavík fyrir helgina. Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Read more „Fatlað fólk á tímamótum“
Kjaraviðræður áfram í gangi
Fulltrúar Framsýnar hafa undanfarið unnið að því að ganga frá kjarasamningum fyrir félagsmenn. Í gær var fundað áfram með fulltrúum smábátaeigenda um kjarasamning fyrir sjómenn á bátum undir 15 brúttótonnum. Viðræðurnar ganga vel og er samningurinn á lokastigi. Í dag taka fulltrúar Framsýnar þátt í kjaraviðræðum við ríkið en öll aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands standa saman að þeim samningi. Read more „Kjaraviðræður áfram í gangi“
Framsýn leitar eftir ungu fólki til starfa.
Framsýn stóð nýlega fyrir fundi með þjóðfundarsniði um stöðu félagsins og framtíðarsýn. Þar kom sterklega fram að mikilvægt væri að auka vægi ungs fólk í störfum félagsins, það er í nefndum stjórnum og ráðum. Nú hefur verið ákveðið að leita að ungu fólki á aldrinum 18 – 35 ára sem er tilbúið að taka þátt í öflugu og skemmtilegu starfi Framsýnar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 eða með því að senda póst á netfangið kuti@framsyn.is. Read more „Framsýn leitar eftir ungu fólki til starfa.“
Er þetta allt að koma?
Þriðjudaginn 8. mars næstkomandi mun Jafnréttisstofa ásamt KÍ, BHM, BSRB, ASÍ og Akureyrarbæ standa að fundi um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamun og verklag í framhaldinu. Þá verður að lokum fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu. Read more „Er þetta allt að koma?“
25 þúsund sjómenn farast árlega við störf
Góður gangur í viðræðum við SA
Fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna breytinga á sérkjarasamningi félagsins vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðju ÍV á Þórshöfn. Unnið er að því að setja upp nýjan samning og funduðu samningsaðilar í vikunni vegna þessa. Áfram verður unnið að því að klára uppsetninguna á samningum fyrir utan launaliðinn.
Tilkynning til félagsmanna Framsýnar
Á árinu 2010 greiddu til Framsýnar- stéttarfélags 2023 launamenn iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á landsvísu. Read more „Tilkynning til félagsmanna Framsýnar“
Í vetur taka nemendur í 8.-10.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Það er áhuga- og hugsjónarmannafélagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni sem standa fyrir þessu. Read more